...og hvernig er búið að vera?
Það er búið að vera bara helvíti fínt!
Sýningarnar eru búnar að ganga vel, þó að aðsókn sé búin að vera aðeins undir væntingum (14 manns mættu á fimmtudaginn). En það sem máli skiptir er að fólk er almennt búið að vera ánægt með sýninguna, og Vala stendur sig alltaf vel. En þetta er búið að kenna mér það að maður má ekki vera hræddur við að ýta á fólk til að mæta, því það eru nokkrir búnir að segja mér að þeir hefðu mætt ef þeir hefðu vitað af þessu, eða vitað að ég væri leikstjórinn eða blabla... okei, þannig að næst verður staðið betur að kynningarmálum. Bæ ðö vei: sýningarnar í Hafnarfjarðarleikhúsinu eru enn þá eftir, 5. og 6. september nk. kl. 8, og verðið er búið að breytast vegna krafna leikhússins (við getum lítið við þetta ráðið): 1800 kr, sem er ekki svo slæmt. Dvölin í Eyjum er búin að vera stórfín og hópurinn er í skýjunum yfir henni. Öllum var boðið í mat á fimmtudagskvöldið og svo var bara setið inni í stofu og spjallað fram undir miðnætti. Var þá kominn tími á gamla settið, en við fluttum okkur niðrá gistiheimili og spjölluðum til rúmlega 3.
Hópurinn fór upp á land í gær, en ég varð eftir, og er núna að jafna mig eftir fyrra kvöld árgangsmótsins sem er í gangi þessa helgi.