Sá loksins einn af þessum margumtöluðu nýju He-Man þáttum! En hvað það var gaman að rifja upp kynni sín af Garpi, Beina, Dýra, Tílu og félögum. Saknaði samt Orra, ætli hann sé ekki nógu "nútíma"? Þó persónurnar hafi fengið dálitla andlitslyftingu voru öll gömlu góðu elementin til staðar, meira að segja eftirmálinn þar sem einn af góðu köllunum útskýrir boðskap þáttarins fyrir þeim sem eru ekki eins vel gefnir. Aaaah those were the days. Nú vantar bara nýja Thundercats þætti og þá er þetta komið.
Sá Oprah þátt þar sem spjallþáttadrottningin lætur sig hafa að flytja í landnemaþorp sem búið er að reisa fyrir nýjasta "raunveruleika"-þáttinn í
heila helgi (fólkið í þorpinu var búið að búa þar í fjóra mánuði). Þar tala "íbúarnir" um hvað það er merkilegt að þurfa að lifa við sömu aðstæður og fólk frá þessum tíma, hvað þau hafa verið harðgerð að búa við þessar aðstæður (fyrrihluta 17. aldar) og hvað þau eiga þessu fólki margt að þakka fyrir að hafa numið land þarna.
Þetta fynnst mér alltaf jafn skemmtilegt: þegar fólk heldur að einhver sem kom á undan hafi gert eitthvað fyrir
sig! Pílagrímarnir flúðu til Nýja Heimsins til þess að bjarga
sér og engum öðrum. Einnig er ekki svo erfitt að lifa við fábrotnar aðstæður ef maður hefur verið fæddur og uppalinn við þær. Svo lengi sem hlutirnir fara ekki versnandi, þá er lífið bara bærilegt.