Bowie to Bowie
Hvað get ég sagt? Ég hef óendanlega þörf fyrir að tjá mig, sama hvort einhver nennir að hlusta eða ekki...
Ég veit ekki hvernig ég á að vera.
Ég hef gaman af því að skipta um umhverfi, en ég þoli ekki að ferðast. Af hverju? Út af því að ferðalögum fylgir alltaf farangur. Ég held bara svei mér þá að ég hafi aldrei farið í farangurslaust ferðalag. Alltaf vottar fyrir a.m.k. lítilsháttar farangri. Farangrið getur stafað af leiða yfir lengd ferðalagsins, þreytu vegna burðar á farangri (kk, ekki hk), stressi vegna ýmiskonar tafa eða galla í ferðaáætlun, lélegra eða óheiðarlegra leigubílstjóra, töfum á flugi eða öðrum almenningssamgöngum, vælandi krakka, eða bara öllum þessum þáttum samanlagt. Vegna þessa er hins vegar ánægjan sem fylgir því að komast á áfangastað, geta lagt frá sér töskurnar, sest upp í sófa eða lagst upp í rúm og jafnvel fengið sér einn kaldan (eða sterkan) þeim mun meiri. Auðvitað er ýmislegt sem getur vegið upp á móti farangrinu, eins og t.d. góðir ferðafélagar, eftirvænting fyrir því sem tekur við þegar á áfangastað er komið, góð bók eða tímarit getur stytt manni stundir í farartækinu. Næst þegar þið ferðist, sjáið hversu mikið farangur lætur á sér kræla, og við hvaða aðstæður.
Ég er að fara út á morgun. Það er útskrift á laugardaginn. Mamma, Pabbi og Lille Bro koma með og við dveljum ásamt Shonel í helvíti fínni orlofsíbúð, í byggingu þar sem er aðgangur að sundlaug, pool borði og fleiru. Ég var víst ekki búinn að monta mig af því á stafrænan máta að heildareinkunnin úr þessu námi náði fyrsta flokk, sem þýðir að útkoman úr lokaverkefnunum ógurlegu hefur bara verið helvíti fín.