Lesendur athugið að vegna annríkis (eða leti, call it what you will) tafðist þessi póstur lengur en góðu hófi gegndi og hefði átt að koma út á mánudaginn 14. s.l.
Jæja, þá er maður kominn aftur úr borginni. Það er frá svo mörgu að segja að ég hef ákveðið að skipta þessari færslu í kafla.
Giggið...
Mættum á Grand Rokk kl. 6 þar sem okkur hafði verið sagt að soundtest myndu byrja milli 6 og 7 en þar sem Vínil-liðar þurftu að bíða svo lengi eftir greiðabíl (að eigin sögn) voru græjurnar ekki tilbúnar fyrr en um níu. Menn voru hins vegar ekkert að stressa sig og nutu bara grillsins í rólegheitum og spjölluðu saman. Höfðum dálitlar áhyggjur af því að við myndum enda með sama lélega hljóðmann og á síðastu Grand Rokk tónleikum en sluppum við það. Hann
Silli sem sá um upptökur á lögunum okkar í Stúdíó September var á tökkunum og sá til þess að hljómurinn þarna inni var bara mjög góður og ekki yfir neinu að kvarta hvað hann varðaði. Svo þegar fyrsta bandið var búið með um 20 mín. af sínu setti kom sjokkið: bassinn minn var horfinn!!! Af einskærum aulaskap sem aðeins ég get státað af hafði ég gleymt að ganga frá bassanum almennilega eftir soundtestið, setti hann bara í bassatöskuna mína sem lá á gólfinu fyrir framan sviðið, og nú var hann auðvitað ekki þar. Eftir um 20 mín. sem einkenndust af leit á öllum aðgengilegum stöðum, áhyggjum, fyrirspurnum, blóti og sjálfsmorðshugleiðingum kláraði Victory or Death settið sitt og ég rauk upp á svið til að leita almennilega þar og fann bassann fyrir aftan eina magnarastæðuna. Disaster averted! Vínill steig á svið og olli engum vonbrigðum, eitt af þéttari böndum Íslands. Nú urðum við að gera a.m.k. eins vel. Fjörið byrjaði og keyrt var af fullum krafti. Okkur fannst reyndar af og til eins og eitthvað væri að, einhver væri falskur eða þéttleikinn ekki nógu mikill. En þegar tónleikunum var lokið var rokið á poppfróða vini í salnum sem fullvissuðu mig um að þetta hefði verið drullugott og við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur af öðru.
Myndin...
Sá loksins myndina Big Fish heima hjá hinni fjölskyldunni minni á Vesturgötunni.
Stebbi, Ragnheiður,
Nanna og Jón Geir eru fjórir af stærri ljósgeislunum í lífi mínu, gaman að eiga svona fólk að sem þreytist aldrei á að fá mann í heimsókn og vill allt fyrir mann gera. Æ já, Big Fish :). ÆÆÆÆÆÆðisleg mynd!!! Þessi fór beint inn á listann yfir all time favorites! Tim Burton er snillingur og hana nú! Hef lengið fílað hann og vitað að hann getur ekki klikkað, en nú hreinlega elska ég hann! Þessi mynd er algjör perla. Ein alsherjar fantasía sem gjörsamlega hrífur mann með sér og lætur mann gleyma öllu sem er venjulegt og leiðinlegt. Og svo er líka verið að segja manni svo mikilvægan hlut með henni... að mínu mati: Fantasía er nauðsynleg! Maður verður að leyfa sér að byggja eins og eina eða tvær skýjaborgir af og til, þó ekki væri nema til að skoða þær úr fjarska. Svo eins og öllum góðum myndum sæmir þá hefur þessi að geyma nokkra frasa sem ættu að skjóta upp kollinum nokkrum sinnum í framtíðinni og af þeim man ég þennan best: "it's rude to talk about religion, you never know who you're gonna offend." Jú sed itt böddí.
Nýr vinur...
Engin hljómsveitarferð er fullkomnuð án þess að a.m.k. nokkrir meðlimanna skreppi í hljóðfærabúð til að skoða varninginn. Kíktum í RÍN þegar við vorum tiltölulega nýkomnir í bæinn og rákumst þar á þennan líka gríðarvinalega Kanadamann, Jeremy að nafni, sem mér fannst tilvalið að bjóða á tónleikana. Hann mætti og við spjölluðum lítillega við hann en svo skildu leiðir eftir tónleikana. Rakst síðan aftur á hann á djamminu á aðfaranótt sunnudags og komst þá að því að hann væri hér einn á ferð, bara búinn að rölta um Reykjavík og spjalla við fólk og skemmta sér konunglega, brosið fór ekki af manninum allan tímann sem ég talaði við hann. Hann hafði bara ákveðið að það væri örugglega gaman að kíkja til Íslands og bara dreif sig í 9 daga ferð. Gaman að svona fólki sem bara framkvæmir hlutina í þeirri vissu að "þetta reddast"... sem það gerir nú oftast.
... Og hitt.
Lenti í partýi sem mætti best lýsa sem intellectual partýi. Lítið um söng og fíflalæti og þeim mun meira um samræður um hluti sem skjóta ekki oft upp kollinum í teitum nú til dags - sem er bara hressandi :). Auðvitað kom pólitík aðeins inn í umræðuna og fannst mér dálítið skemmtilegt innlegg frá manni sem starfar sem blaðamaður. Hann er því sem næst tilbúinn með greinar sem hann dauðlangar að birta en getur það ekki. Af hverju? Út af því að hann vill halda starfinu sínu! Hann mynnti mig á þremenningana úr Umhverfisstofnun sem flögguðu í hálfa stöng þegar umræðan um Kárahnjúka stóð sem hæst. Þeir máttu taka pokann sinn og hafa ekki fengið starf á opinberum vetvangi síðan.
En svo er allt í lagi að draga sér hundruði þúsunda af opinberu fé, maður bara skreppur í frí á Kvíabryggju, pantar rúm, festir saman nokkra hnullunga og fær svo stöðu í stjórn RARIK. Maður gæti ælt!
Að lokum...
"Before you criticize someone, you should walk a mile in their shoes. That way, when you criticize them, you're a mile away AND you have their shoes."