Genginn í barndóm
...eða unglingsdóm. Þar sem fyrsta kvikmyndin um þessa félaga kom út þegar maður var um 12-13 ára. Bíð spenntur!
Hvað get ég sagt? Ég hef óendanlega þörf fyrir að tjá mig, sama hvort einhver nennir að hlusta eða ekki...
...eða unglingsdóm. Þar sem fyrsta kvikmyndin um þessa félaga kom út þegar maður var um 12-13 ára. Bíð spenntur!
Ég læt smávægilegustu hluti fara í taugarnar á mér. Eitthvað sem hefur engin áhrif á lífsgæði mín eða fólks yfirleitt getur gert mig frekar pirraðan, og tjái ég mig oftast um það eins og gamall kall, nástöddum oft til skemmtunar. Nýjasti pirringurinn var vörumerki. Vörumerkið er "Feti".
Við undirrituð viljum hér með biðja Stuðmenn kurteisislega um að leggja niður störf hið snarasta, í ljósi þess að leiðindi og pirringur af ykkar völdum eru komin upp úr öllu valdi. Lengi vel hafið þið verið eitt ofmetnasta band landsins og hafið af einhverri undarlegri ástæðu fengið að njóta vafans þegar kemur að ömurlegum lagasmíðum því þið voruð nú einu sinni góð hljómsveit og fólk afsakar ykkur með því að þið séuð bara svona "spes". En nú er svo komið að ef við þurfum að heyra eitt enn "séríslenskt" Stuðmannalag, þá gæti vel farið svo að einhver hreinlega missi vitið og gangi berserksgang, sem skapar augljóslega hættu fyrir viðkomandi og alla sem eru nálægir. Vinsamlegast hættið þessum óbjóði! Þó að þið séuð löngu búin að missa af tækifærinu til að, eins og enskumælandi fólk tekur til orða, "quit while you're ahead", þá er kannski góð regla að þegar maður finnur sig í holu er um að gera að hætta að grafa!
Þessi tvö... áhugamál... eiga meira sameiginlegt en maður heldur í fyrstu:
Ég fór í alvöru íslenskt afmæli um helgina, þar sem Einar bróðir hélt upp á það að hann væri orðinn þrítugur.
Gummi benti mér á mikið óréttlæti sem ríkti í linkamálum mínum, þar sem hann hefur dúsað í hundakofanum sem mánuðum skiptir, en fólk sem hefur ekki skrifað staf í lengri tíma fær að vera á "fallega" listanum óáreitt. Það lagfærist hér með.
...ætla ég að birta lista yfir örfá orð og hugtök sem fara í taugarnar á mér. Af hverju? BECAUSE I CAN, BABY!
Lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan tæplega þrjú og dreif mig beint í bæinn. Sit núna á Litla Ljóta Andarunganum og vafra á veraldarvefnum meðan ég bíð eftir Gumma Lú, sem ætlar að skjóta skjólshúsi yfir mig í nótt, og held síðan á eyjuna fögru á morgun.