Eins og hann Andri, þá var ég orðinn frekar leiður á þessum klukkleikjum, en ég get nú ekki staðist þetta.
1. Með hvaða hljómsveit eða flytjanda áttu flestar hljómplötur?Pearl Jam og Radiohead - 8 stykki á hljómsveit, reyndar er Radiohead með eina EP plötu þarna: My Iron Lung
2. Hvað var síðasta lagið sem þú hlustaðir á?Disposition með Tool.
3. Hvaða hljómplata er mest á fóninum hjá þér þessa dagana?Var að fá 10.000 Days með Tool í hendurnar, þannig að hann á eftir að vera á nær stöðugri keyrslu næstu vikurnar.
4. Spilarðu á eða langar þig að læra á eitthvað hljóðfæri?Ég spila á bassa, og það er eiginlega eina hljóðfærið sem ég get eitthvað á, en dútla aðeins við gítar, djembe trommu, munnhörpu, gyðingahörpu, melódikku o.fl.
5. Hver er uppáhalds íslenska hljómsveitin þín?Verð bara að vera sammála Andra þarna - Jagúar, Hjálmar og Sigur Rós... og Hoffman, auðvitað :) ... og Ampop
6. Hvaða hljómsveit sástu síðast á tónleikum?dEUS á NASA
7. Hvað er bestu tónleikarnir sem þú hefur séð?RATM í kaplakrika, Nick Cave & The Bad Seeds og Beck í London.
8. Hver er lélegasta hljómsveit sem þú hefur séð á tónleikum?hmmmm... erfitt að segja, svo ég segi ekki neitt
9. Hefurðu verið í hljómsveit?Nokkrum, þær sem fengið hafa nafn eru, í réttri tímaröð: Rattatti - með Rúnari Karls, Unnþóri og Didda Viktors, D-7, Whole Orange - lítið ballband sem ég spilaði með í Rvk og gerði meðal annars frægðarför til Tálknafjarðar, að mig minnir, og Hoffman
10. Hvaða tónlistarmann, bæði dáinn og lifandi, myndirðu helst vilja hitt?Dave Grohl - aðallega út af því að hann virðist bara vera svo rosalega kammó og almennilegur gaur (langar ekkert sérstaklega að kynnast fólki bara út af því að það er frægt) og svo John Lennon.
11. Hvaða tónleikar eru á döfinni sem þú hlakkar til að sjá?Er ekki með neina tónleikaferð planaða, en Tool eru að spila í London í júní og það hefði verið gott að vita af því í tíma svo maður hefði getað orðið sér út um miða.
12. Hver er uppáhalds tónlistarbolurinn þinn?Moby bolurinn minn, er enginn aðdáandi, finnst litla eðjótið framan á honum bara svo flott
13. Hver er elsta tónlistarminning þín?Að hlusta á vínilplötur mömmu og pabba í stofunni heima og dilla mér við slagara á borð við "Maria Magdalena" og "Rock Me Amadeus"
14. Hvaða tónlistarmaður eða tónlistarkona myndirðu vilja að væri ástfangin(n) af þér?Einu sinni var ég skotinn í Gwen Steffani, en það var áður en hún varð sykurpopphóra (sorry Gwen, it can never be), en núna myndi ég ekkert hrinda Aliciu Keys í burtu, né heldur Meg White.
15. Hvaða tímabili sem tónlistarunnandi ertu ekki stoltur af?Ég hlustaði mikið á Stjórnina þegar hún var upp á sitt "besta"
16. Hvort hélstu með Blur eða Oasis á sínum tíma?Maður var í vinahóp með Óla Guðmunds, og því komst Oasis eiginlega bara að, en þegar ég lít til baka þá var Blur miklu fjölhæfari og skemmtilegri hljómsveit
17. Hvaða þrjár hljómsveitir myndirðu kalla þínar uppáhalds?Hmmm... Pearl Jam, Radiohead og... ætli ég verði ekki að segja Red Hot Chili Peppers
18. Hver er uppáhalds hljómplatan þín í plötusafninu þínu?Þessa stundina er það Frances The Mute með Mars Volta
19. Hvaða áratugur í tónlistarsögunni var bestur?Áttundi áratugurinn, skil ekki af hverju svo margir sjá bara diskó og ABBA þegar þeir heyra minnst á hann.
20. Hvað er uppáhalds kvikmynda sándtrakkið
þitt? O brother where art thou og Judgement Night
O Brother, Where Art Thou?, Garden State og Thrashin'.