"Tíminn líður endalaust..."
Þá er þessu ári næstum lokið. Jólin bara búin að vera fín. Tilheyrandi djamm tekið út og nú er bara Gamlársballið eftir. Sótti Shonel á Keflavíkurflugvöll og gistum við í nýju íbúðinni hjá Einari bróður og Elvu. Sáum King Kong (ómægod! snilldin!)með Magna á miðvikudagskvöldið og kíktum á Jólaævintýri Hugleiks kvöldið eftir í fylgd Nonnans míns. Óhætt að segja að þar hafi hinn sanni jólaandi komist í gírinn með hjálp snillinganna í Hugleik: takk fyrir, Sigga Lára (Jón Geir, taktu frá svona Trommubox fyrir mig!). Komum til Vestmannaeyja í hávaðaroki og Shonel, sem aldrei hefur migið í saltan sjó, slapp alveg við alla sjóveiki! Farið var í skoðunarferð um eynna og svo kíkt á Conero í smá pool og spjall með smá rúnt í endann.
Í dag slógumst við skötuhjúin í för með Vinum Ketils Bónda til að setja upp merki félagsins í hlíðar Helgafells, en frúin var ekki alveg tilbúin til að tölta upp og niður fjallið í þessum kulda, svo henni var fylgt heim áður en verkið var klárað. Nú logar merki óskabarna Eyjanna í hlíðum Helgafells og minnir fólk á að heimsfriður og útrýming hungursneyðar eru engan veginn óhugsandi (ef þessi félagsskapur getur burðast með fleiri hundruð kíló af kyndlum hálfa leið upp eldfjall, raðað þeim rétt niður og kveikt í þeim án þess að nokkur slasist eða deyi, þá er allt hægt!!!)
Nú er bara að sjá hvernig íslenskt áramótadjamm leggst í Shonel...
Gleðilegt ár og takk fyrir að liðna!