Af hverju...?
Af hverju?Afhverju?Afhverju?
AF
HVERJU
...horfir fólk á fokking Big Brother hérna úti? (fyrir þá sem ekki vita, þá er big brother þáttur þar sem hópi af athyglissjúkum hálfvitum er troðið inn í hús fullt af myndavélum og alþjóð fylgist með þeim, slefandi yfir því að fá að vita hver er skotin/n í hverjum og hver hatar hvern/hverja)
Það er kannski óþarfi fyrir mig að spyrja af hverju fólk horfir, því flestir sem ég spyr segja það sama: "Það er svo gaman að sjá hvað þetta fólk er bilað". Er fólk almennt orðið svo óöruggt með sjálft sig að það þarf að fylgjast með félagslega þroskaheftu fólki gera sig að fíflum fyrir alþjóð til þess að líða betur með sjálft sig? Ég er svo sem ekkert betri en aðrir þegar kemur að því að tala illa um sumt fólk og lýsa því óbeint yfir að "ég er allavega ekki eins og þessi", en ég tek mér ekki tíma til þess að horfa á þetta lið í sjónvarpinu! Oftast, ef einhver fer í taugarnar á mér, þá forðast ég að þurfa að sjá eða heyra í viðkomandi. Þarf í alvörunni að skrapa botninn í þróunartunnunni og sjónvarpa afrakstrinum til að skemmta fólki? Finnst fólki í alvörunni svona sárt að hugsa aðeins? Ég er ekki að biðja um hámenningarlega dagskrá 24/7, en bara eitthvað sem krefst þess að maður sé ekki heiladauður til að skilja það.
Æi, ég ætti ekki einu sinni að eyða púðri í að nöldra yfir þessu, finnst ég bara hljóma eins og gamall og bitur maður þegar ég geri það.
Klára hönnunarverkefnið á morgun... JEIJ!!!!