Sorg
Fíni bandalausi bassinn sem Shonel gaf mér í jólagjöf er látinn. Hann varð töskufautum Iceland Express að bráð. Spurning hvort IE ábyrgist á nokkurn hátt öryggi farangurs farþega sinna. Efast stórlega um það... *kjökur*
En ég get glaðst yfir því að gemsinn minn, sem týndist um helgina síðastliðna, er kominn í leitirnar...
Fyrsta vikan eftir páskafrí er alltaf skemmtileg, svokölluð symposium vika (hvað þýðir symposium eiginlega á Íslensku?). Gott meðal við mögulegum námsleiða, að fá að fara í allskonar workshops og fylgjast með umræðum og fyrirlestrum sem mynna mann á fjölbreytileika leikhússheimsins og þeirra möguleika sem manni bjóðast eftir útskrift.
Væri ekki gott ef íslenskir nemendur fengu eitthvað svipað til að kynna fyrir þeim skemmtilega möguleika til þess að auka áhuga þeirra á náminu eða gefa þeim skýrari mynd af því sem þeir vilja gera í framtíðinni?
Í enda vikunnar var slegið upp litlu carnivali þar sem ykkar einlægur spilaði á djembe trommuna sína sem var einmitt keypt á Notting Hill carnivalinu á sínum tíma. Mikið stuð var á liðinu og allir sem fylgdust með, sem og þeir sem tóku þátt, skemmtu sér konunglega.
Nú líður bara að leikstjórnarverkefninu (íík)