Allt hefur farið vel fram þessa helgina, fyrir utan það að Herjólfur ætlaði að stinga mig af á laugardagsmorguninn, en ég dey ekki ráðalaus og stökk um borð að aftan þegar hann var kominn 2 metra frá bryggjunni... með 30 kíló af farangri... og í fullum herklæðum. Ok, hann var ekki búinn að leysa landfestar, og ég stökk ekki, en ég steig um borð að aftan, með hjálp Pabba og háseta skipsins. Laugardagskvöldið fór eins og áætlað var og meir en það. Heimsótti stóra bró og fjölskyldu, drakk nokkra bjóra með frænkufereykinu frækna - Victoriu, Iðunni, Hrefnu og Maddý, mætti í innflutningsveislu Aldísar og hlýddi á töfratóna Bibba pönkgoðs, hljóp á Ellefuna til að hitta Viggó, Sæþór og fleiri, sem voru farnir þegar ég kom, en rakst í staðinn á forseta vorn og Kolla, og spilaði "fúsboll" með Eyrúni Haralds á móti vinkonu hennar og einhverjum gaur, og endaði sá leikur með miklum báráttusigri okkar!
Fór á Klaufa og Konungsdætur með Gumma og varð ekki fyrir vonbrigðum, þess heldur fór þetta fram úr væntingum mínum... eini gallinn var að þar sem þetta er helst fyrir börn, þá var dáldill kliður og einstaka væl í salnum allan tímann. Svo var bara chillað fram á kvöld og mætt á Litla Ljóta Andarungann þar sem Toggi kom færandi hendi með tvo diska með rússneska ofurþjóðlagabandinu Ljúbe, sem og Bibbi, Huld og Hjalti.
Nú er ég bara á Prikinu, nýbúinn að kveðja Ernu Björk og Íris, Alla og Ingi Freyr eru nýkominn og Ingi Þór á leiðinni.
Einn og hálfur sólarhringur eftir...