fimmtudagur, febrúar 25, 2010

Ný vinna

Þá er loksins komið að því, frizbee byrjar í nýrri vinnu á mánudaginn! Ég verð hluti af hóp sem vinnur kynningarstörf fyrir fyrirtæki sem leigir út bíla á klukkutímann og fólk gerist eiginlega "áskrifendur" að þjónustunni. Við sem sagt förum út á stúfana og vekjum athygli á þjónustunni og fáum fólk til að kaupa aðild. Ég verð í fjögurra vikna reynslutíma þar sem ég fæ 7 pund á tímann, auk þess sem ég fæ bónus fyrir hvern sem skrifar undir. Eftir 4 vikur fæ ég svo að vita hvort ég fæ að halda áfram störfum hjá fyrirtækinu. Ég hef samt ekki sagt alveg skilið við HaHa, heldur mun vinna 1 dag í viku þar þangað til að ég veit meira, og ætla svo að sjá hvort ég geti ekki haldið þessum tveimur störfum á lofti... svo maður fái nú smá almennilegan pening.

Bottlefed sýnir gjörning í kvöld og tvær úr hópnum halda upp á þrítugsafmæli á morgun, þannig að það verður gaman í Lundúnaborg næstu daga.

Svo er einn af bestu vinum mínum úr Rose Bruford að fara að flytja í borgina eftir nokkrar vikur, og mun hann leigja með Dan vini okkar, sem býr í korters göngufjarlægð frá mér. Það verður ekkert leiðinlegt.

Meira var það ekki í bili. Blogga aftur þegar mér sýnist :p