miðvikudagur, apríl 21, 2010

STÓRA sýningin

Fyrir þau ykkar sem mistuð af tilkynningunni á fésbók, eða eru bara alls ekki á fésbók, set ég inn þessar fréttir:

frizbee er að fara að taka þátt í uppfærslu á Carmen í O2 Arena! Í henni mun ég ganga á stultum og blása eld í einu eða tveimur af stóru hópatriðunum. Æfingar byrja 4. maí, sýningar verða 21.-23. maí, og fyrir þetta fæ ég rúmlega 1600 pund!!

Alls. Ekki. Leiðinlegt.