þriðjudagur, mars 09, 2010

Verðlaun!!!

Fimm af meðlimum Bottlefed fóru til Berlínar og sýndu Hold Me Until You Break-gjörninginn á listahátíð þar í bæ síðastliðna helgi. Það að félagið sé að skjóta upp kollinum í fleiri og fleiri löndum er í sjálfu sér mjög jákvætt og bara nóg. En, eins og gráðug svín þurftum við að vinna til verðlauna á hátíðinni fyrir besta verkið, og erum boðin til baka í maí!! Hvort frizbee fái að fara með þá er óvíst, við sjáum til. En því verður ekki neitað að fjölmargar dyr eiga eftir að opnast nú þegar við getum með sanni kallað okkur verðlaunað leikfélag!

Ííí gamangaman!!!

1 Comments:

At 16/3/10 10:55, Anonymous Nafnlaus said...

Frábært, til hamingju með þetta :) Kveðja Hrefna

 

Sendu inn athugasemd

<< Home