sunnudagur, júní 21, 2009

Óverlód!

Látum okkur nú sjá. Eftir 3 vikur er norræn hátíð í The Space, leikhúsinu sem leikfélagið Maddid hefur næstum til einkaafnota, og Bottlefed hefur sýnt í. Á þessari hátíð mun Maddid sýna vísi að nýju verki, sem ég og Vala munum leika í, Bottlefed mun sýna brot úr Hold Me Until You Break, og leikfélagið Imploding Fictions mun sýna vísi að einleik sem heitir Immitating Eloquence, sem ég mun leika í. Sem sagt, 3 stykki yfir eina helgi. Reyndar eru þau aðeins 10 til 30 mínútur að lengt, en maður þarf víst að æfa þetta eins og hvað annað, og tíminn fyrir utan vinnuna er ekki mikill. En, þetta hefst.

En þar með er ekki allt upptalið! Alla Hanna og Nanna Bryngeirs eru að fara að koma í vikuferð í enda mánaðarins, og auðvitað er bráðnauðsynlegt að hitta þær amk einu sinni. Eftir norrænu hátíðina mun sem betur fer hægjast aðeins um hjá manni hvað æfingaplön varðar, en svo kemur Erna Björk þann 16. júlí og stoppar í 5 daga áður en hún fer til Svíþjóðar að heimsækja systur sína. Svo erum ég og nokkrir af vinum mínum úr skólanum búnir að plana að heimsækja foreldra vinar okkar, sem lést í byrjun 3. ársins okkar í skólanum, síðustu helgina í júlí; ég, Kathrin og fleiri úr Bottlefed munum mæta í brúðkaup einnar úr hópnum um miðjan ágúst; svo er Íslandsferð; fljótlega þar á eftir kemur ferð til Sviss og svo mun ég koðna niður!

Hausinn á mér er á um það bil 10 mismunandi stöðum í einu, en mér leiðist alla vega ekki á meðan :)

Svo er búið að búa til þetta fína kynningarmyndband um Bottlefed, sem er ágætis vísir að því sem fólk má búast við að sjá í Iðnó. Skoðið nú!