fimmtudagur, maí 28, 2009

Þrítugur!

Varð þrítugur í gær.
Þjófstartaði á laugardaginn... með góðum árangri.
Fékk bíóferð, köku og þrítyngdan afmælissöng frá leikstýrunni minni (sem er orðinn meira en það þessa dagana) og meðleigjendum hennar á mánudagskvöldið.
Hélt svo upp á daginn sjálfan með Dan og Auðunni (sem svo skemmtilega vildi til að hann hafði tekið lokaprófið fyrir mastersgráðuna sína þann morguninn)

gott að vera þrítugur!