laugardagur, febrúar 28, 2009

Síðasta helgin í Eyjum

...ever!

Neih!

Djókmaður!!!

Ahem... ég er búinn að panta miðann til London, flýg út 9. mars. Átti hið skemmtilegasta spilakvöld með Gústafi og Zindra heima hjá Hildi í gærkvöldi. Þegar svona skemmtilegt fólk er samankomið er erfitt að láta sér leiðast. Maður getur reynt, en að tekst að öllum líkindum ekki.

Dvölin hér... eins þægileg og hún hefur verið, hefur hins vegar valdið mér þónokkrum vonbrigðum. Ekkert leikstjórnarverkefni, loðnan í mýflugumynd, og tekjurnar hafa ekki einu sinni hrokkið til þess að núlla yfirdráttinn... hvað þá að leyfa heimsóknir í borgina óspjölluðu. Og nú vil ég hitta ALLA á einni helgi. Gangi mér vel. En, ókei, lítum á þetta svona: ég þénaði meira og eyddi minna en ég hefði gert úti. Hana! Kallið mig Pollýönnu.

Rekstrarstjórinn á HaHa er búinn að staðfesta það að ég fæ vinnu þar aftur um leið og ég kem út. Stolt er ekki inni í myndinni á þessum síðustu og verstu. Hlakka samt til að hitta samstarfsfólkið mitt aftur. Mun þurfa að vinna mikið... mikið mikið! Ég kvartaði oft undan því að eiga of lítinn frítíma meðan að ég var úti síðast. Nú er ég búinn að komast að því að ég vil frekar hafa of lítinn frítíma en of mikinn. Þá veit ég allavega að ég er að koma einhverju í verk.

Talandi um samstarfsfólk sem ég hlakka til að hitta: ég næ rétt svo að henda frá mér farangrinum áður en ég rýk á æfingu hjá Bottlefed, það verður skemmtilegt. Sem og að hitta Snorra, Aldísi, Völu og Auðunn og alla hina aftur. Svo var Vigdís Lára Ómars að fara að flytja út, síðast þegar ég vissi. Þekki nokkrar manneskjur sem eru leiðinlegri en hún :)

Þetta ár verður strembið, fjárþröngt og hlaðið óvissu og kvíða... en spennandi verður það


svo ekki sé minnst á hversu skemmtilegt það verður.

fimmtudagur, febrúar 12, 2009

Baggalútur benti mér á dálítið fyndið

Þetta er eiginlega BARA fyndið. Svona kjaftæði er ekki hægt að taka alvarlega... þó svo að eitthvað alvarlegt virðist ama að þeim sem skrifar þetta.