sunnudagur, september 06, 2009

Kominn aftur út

Kominn "heim" í Catford, og við tekur stress yfir tóma herberginu í íbúðinni okkar. Við spyrjum að leikslokum hvað það varðar.

Eyjar voru notalegar, og lokakvöldið var einkar ánægjulegt. Ég át dýrindis lambasteik með gamla settinu, fékk Öldu og Birnu í heimsókn, og kíkti svo með Zindra heim til Hildar og Eyvinds, þar sem þjóðarheiti voru rædd og leiðrétt. Við komumst að því að fólk frá Sviss kallast ekki Svisslendingar, heldur Svissar, enda heitir landið ekki Svissland. Frá Póllandi koma Póllendingar, Danmerkingar frá Danmörku og Svíþýðingar frá Svíþjóð.

Nú er bara að vinna og spara alla þessa viku, og reyna að springa ekki úr spenningi yfir því að fara til Sviss á mánudagsmorguninn, og hitta Kathrin aftur.

1 Comments:

At 11/11/09 13:39, Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha....ég var búin að gleyma þessu með Danmerkingana og allt það rugl! Ógeðslega fyndið...

Hildur

 

Sendu inn athugasemd

<< Home