miðvikudagur, september 16, 2009

Bara svo þið vitið það,

þá eru ágætis líkur á því að ég flytji einhvern tímann til Bern. Þvílík borg! Aðeins stærri en Reykjavík, og mikið fallegri. Lífið hérna er alveg stórfínt, sem við gistum í eru á efstu 2 hæðum leikhússins, þannig að það er lítið mál að koma sér í vinnuna, við erum með 2 eldhús, 2 baðherbergi, internetaðgang og svo er ísskápur í búningsherberginu sem starfsfólk Slachthaus Teater fyllti með vatni, kók, eplasafa og bjór :)

Fyrsta sýning á morgun, og nær uppselt á hana: 115 manns komnir.

Borðaði hjá "tengdaforeldrunum" í gær, 3 mismunandi tegundir af svissneskum pylsum, nautakjöt og grænmeti, og plómubaka í eftirrétt. Ég var dálítið illa fyrirkallaður í gærmorgun og fram eftir degi, en í dag er ég nýr maður!

Það er yfir fáu að kvarta.