laugardagur, apríl 25, 2009

Þjórfé

Ég þjónaði hópi af dönum á veitingastaðnum um daginn. Fannst um að gera að babbla mig aðeins áfram á dönsku við þá, og það gekk svona sæmilega. Þegar kom að borguninni rétti einn þeirra mér peninginn og sagði mér að inni í upphæðinni væri "drykkepenge". Ég fattaði ekki alveg hvað hann átti við, þannig að hann sagði á ensku að afgangurinn væri þjórfé. Fannst það dálítið skemmtilegt að danir tali um "drykkjupeninga". En svo kveikti ég á litlu 15 watta perunni: Þjórfé! Fé til að þjóra fyrir.
Þjóra fjóra stóra bjóra.

Að maður skuli kalla sig íslending!