mánudagur, janúar 12, 2009

Jáheyrðu, gleðilegt ár!

Það byrjar svona sæmilega hjá manni, þó að það mætti vera öllu betra hvað atvinnu varðar, þar sem hún er nauðsynleg til að grynnka á skuldasúpunni.

En hvað er búið að vera gott? Áramótin voru helvíti góð, þau fjölmennustu sem Brattagata 19 hefur nokkurn tímann séð (en þetta stefnir nú í vandræði ef Hrefna fer að fjölga mannkyninu, eða Alda nær sér í mann... og fjölgar) skaupið var hið fínasta, og svo þusti maður á milli partýa og ballstaða með góðum árangri og, það sem meira er, varla nokkrum tilkostnaði!

Eitt hefur hjálpað verið til bóta hvað fjárhaginn varðar, en það er gott gengi í póker undanfarið. Ekki eru nein áform uppi um að gerast pró, en ég þarf ekki að bæta mig mikið til þess að vinningar verði það algengir að þetta sé meira en bara skemmtun með smá séns á vinningi. Borgaði meðlimagjaldið í Félag Íslenskra Leikara (jebb, orðinn fullgildur meðlimur), lagði 5000 kall inn á banka, og átti svo afgang af síðasta vinningi.

Eitt stutt: Ísraelska stjórnin og Hamas-liðar eru hálfvitar! Meira segi ég ekki hér. Veit að þetta er dálítið í ætt við "helvítis fokking fokk", en ég er búinn að eyða munnlegu púðri í þetta og nenni ekki að skrifa eitthvað sem engu máli skiptir, heldur að láta verkin tala og styrkja hjálparstofnanir sem vinna gott og hættulegt starf þarna eystra.

Nú vona ég bara að atvinnumálin lagist hjá mér svo ég geti farið að borga Glitn... ég meina Íslandsbanka, og jafnvel skellt mér í heimsókn í höfuðborgina.

Meira var það ekki