miðvikudagur, desember 24, 2008

Gleðileg jól, öll sömul!

Takk fyrir lesturinn á þessu blogglatasta ári frizbees hingað til. Við sjáum til hvað framtíðin hefur í för með sér hvað þessi mál varðar.

Hafið það gott um hátíðarnar, borðið eins og þið getið, því hver veit hvenær við höfum færi á því næst?

miðvikudagur, desember 17, 2008

Daginn eftir daginn í dag sný ég aftur til landins er ég fæddist í!

Af hverju orða ég þetta svona asnalega? Út af því að ég get ekki skrifað stafinn er liggur handan við L í stafrófinu. Einhver andskotans drulla (gos? bjór?) hefur ratað í lyklaborðið á tölvunni er ég á og nokkrir lyklanna því orðnir ansi klístraðir. Er að vonast til að einföld hreinsun dugi til, því ég hef engan veginn efni á nýrri tölvu, en þarf nauðsynlega að nota slíka svo ég viti hvaða starfstækifæri bjóðast.

Tækifærið er bauðst hér fyrir stuttu var hlutverk í Karíus og Baktus, og hefði borgað 390 pund á viku, hefði ég fengið hlutverk (hef fengið 180-300 pund á viku frá barvinnunni), en ykkar einlægur var ekki svo heppinn.

Það er engu að síður óþarfi að vorkenna sér, því lífið er ekkert verra vegna þessa, heldur bara engu betra. Hins vegar er öllu verra að Antigoni, vinkona vor, er ætlaði að leigja herbergi vort af oss í fjarveru vorri, er farin að tvístíga þónokkuð og heljarinnar óvissa farin að ríkja hvað þetta varðar. ÞAÐ er ekki gott!
Hitti hana líklegast í dag og fæ hlutina á hreint.

Hlakka alveg hrikalega til þess að snúa aftur á Klakann, og auðvitað Skerið. Sakna ykkar nefnilega pínu pons. Ástþór sér ykkur og þið sjáið Ástþór, þannig að við... hvað?

Hana! Nokkuð stór bloggfærsla án þess að nota eitt einasta " "