föstudagur, júní 27, 2008

VIDEO!

Klippur fra gigginu okkar i Shunt um daginn, gjorid thid svo vel


Nei, thetta er EKKI skallablettur!

þriðjudagur, júní 17, 2008

Ástþór Ágústsson: Leikstjóri

Já, hlutirnir breytast hratt. Um daginn spjölluðu stelpurnar í Maddid Theatre Company við mig og spurðu hvort ég vildi ekki bara taka að mér leikstjórnina á verkinu þeirra þar sem það væri miklu meira vit í því en að ég væri stöðugt að þýða það sem Vala (leikkonan) væri að segja fyrir leikstjórann, Mari. Ég var ekkert allt of fljótur til að segja já, þar sem ég hef aldrei leikstýrt neinu utan skólans áður, en einhvern tímann er allt fyrst, og þar sem ég hafði hugsað mér að taka að mér leikstjórn fyrr eða síðar sagði ég já. En ég er ekki alvaldur. Ég sé bara um að leikstýra Völu og Mari sér um umgjörðina, sem er fínt.
Vala sagði mér í gær að Fréttablaðið hefði haft samband við hana og tekið smá viðtal, þannig að það ætti að birtast fljótlega. Kynning kynning gott!
Svo hef ég sett mig í samband við bæjaryfirvöld í Eyjum til að skoða möguleika á að fara með sýninguna þangað í tvö kvöld, sem verður stuð ef úr því verður.

Bottlefed gellurnar eru alveg á fullu að bóka okkur hingað og þangað. Við sýnum í leikhúsi hér í borg þann 31. júlí og svo er Noregsferð plönuð í enda september, auk þess sem við gætum verið að fara til Brighton á næstunni. Fúff!

Einn meðleigjandinn minn er að flytja út í næsta mánuði, sem væri leiðinlegt ef Nonni vinur minn og Jónína, kærastan hans, væru ekki að flytja inn í staðinn. Víííí!