mánudagur, maí 26, 2008

Ég á afmæli í dag

Það er rigningarsuddi úti, og ég á að mæta í vinnu kl. 5.
En, það er búið að rigna yfir mig afmæliskveðjum, þannig að ég get ekki kvartað.

Pantaði nýjan flakkara frá amazon um daginn. Tengdi hann, ekkert gerðist. Kíkti á leiðbeiningarnar, og þar segir að tölvan þurfi að vera með örgjörva sem er a.m.k. 900 Mhz til að geta notað flakkarann!!! AF HVERJU Í ANDSKOTANUM ÞARF EINHVERN ÁKVEÐINN VINNSLUHRAÐA TIL AÐ DÖMPA GÖGNUM INN Á HARÐAN DISK????? Er búinn að skoða skilarétt amazon, og fyrst ég er búinn að opna pakkann, þá má ég ekki skila. Drulluhelvítiskjaftæði.

Vantar einhvern lítinn flakkara? 120 Gb. 5þús kall

þriðjudagur, maí 13, 2008

Sumarið er komið!

Ég var að bóka flug til Alicante í enda mánaðarins til að hitta fjölskylduna og chilla í nokkra daga.
Ég hélt innflutningspartý um daginn, sem rokkaði feitt. Meirihluti gestanna var íslenskur, og þar af leiðandi var ekki annað hægt en að kveikja varðeld í bakgarðinum og halda gítarpartý... til 6 um morguninn :)

BrusselsMeetsBrighton-giggið gekk vonum framar, skipuleggjandinn vill vinna meira með okkur.

Ég gæti fengið tímabundna vinnu fyrir leikfélag hér í borginni (en hún mun væntanlega ekki fela neinn leik í sér, bara vinnu) sem mun gefa mér þokkalegt tekjubúst! Gottgott.

Aldís og Maja vinkona hennar komu í heimsókn og sváfu í stofunni minni, við grúskuðum ýmislegt skemmtilegt, þ.á.m. tókum við næturstrætó í vitlausa átt eftir djammið á föstudeginum.

Orlofspeningarnir mínir eftir vinnuna hjá Herjólfi voru miklu meiri en ég bjóst við. Æði!

Bakið á mér er brunarúst. Búinn að fjárfesta í sólarvörn, aloe vera geli og sólgleraugum.

Meira var það ekki.