sunnudagur, mars 30, 2008

GIGG!!!!

...og uppsveiflan heldur áfram!

fékk lyklana að nýju íbúðinni afhenta í dag, en næ hins vegar ekki að flytja inn fyrr en viku eftir morgundaginn.
Fæ fullt af vinnu (ekki veitir af), 52 tímar í þessari viku; ef við tökum svo ferðatíma, leikhúsvinnu og daglegt snatt inn í reikninginn, þá hef ég u.þ.b. 5 tíma fría fyrir sjálfan mig næstu vikuna... gróflega reiknað. Djók. En í alvöru talað, ég þarf að ákveða með 2 vikna fyrirvara ef ég vill hitta einhvern.

Já, giggið: Bottlefed mun sýna einhvers konar tónlistarspunagjörning með mig innanborðs í Shunt Vaults, sem er staður sem mikið af leikhúsfólki sækir þessa dagana. Þetta er auðvitað yfirmáta jákvætt, þar sem ég er greinilega kominn með annan fótinn inn um dyrnar hjá þeim, og mun kannski ná athygli fleira bransafólks.

spenna!

sunnudagur, mars 23, 2008

Góðar fréttir:

1: Ég er á lífi

2: Ég er kominn með vinnu, og yfirmennirnir eru hæstánægðir með mig

3: Ég og Gordie vinur minn erum búnir að finna íbúð (MEÐ UPPÞVOTTAVÉL) sem er nær miðborginni en ekkert svo dýr

4: Vinnan með leikfélaginu sem ég minntist á í færslunni hér fyrir neðan gengur vel, og ég tel mig eiga séns á að leika í sýningunni sem verður sett upp í haust... en við sjáum til.

fimmtudagur, mars 06, 2008

Engin vinna eins og er...

...en ég er að taka þátt í þróunarvinnu fyrir sýningu sem verður sett upp í haust af félagi sem heitir Bottlefed. Mæti 2svar í viku og tek þátt í spuna og hugmyndavinnu með hópnum. Við höldum áfram að gera þetta fram í apríl og svo aftur í júní og júlí. Svo verður afraksturinn settur upp í haust, að mér skilst, en það er ekki öruggt að ég verði með í því. Hins vegar er það alveg möguleiki.

Hey! Rétt í þessu datt búnt af 50 punda seðlum úr loftinu í fangið á mér! Hvílík heppni!!!


Neeeiii, bara að ljúga :D

sunnudagur, mars 02, 2008

frizbee: “Ha? Er ég Drekinn???”

Vinnuveitandinn: “Nei, þú ert Rekinn!”

Ójá, gott fólk, frizbee hefur verið rekinn í fyrsta skiptið á ævinni. Ég var að afgreiða á barnum og tveir kúnnar pöntuðu sinn hvorn drykkinn. Annar rétti mér 5 punda seðil og hinn rétti mér akkúrat upphæðina sem drykkurinn hans kostaði. Ég hafði slegið inn bjórinn sem “akkúrat” gaurinn hafði pantað, þannig að ég fór að kassanum og setti borgun fyrir honum fyrst, en sló inn 5 punda greiðslu fyrir bjórnum í flýtinum. Náði að redda því með því að leggja afganginn fyrir þeirri greiðslu til hliðar og færa svo greiðsluna sem 5 punda gaurinn var með (ódýrari drykkur) með peningnum sem akkúrat gaurinn lét mig fá, og leggja afganginn af henni ofan á og fékk þannig réttan afgang handa honum. Þetta klúður/redding tók auðvitað aðeins lengri tíma en eðlilegt er, en ekkert svakalegan. En þegar ég leit upp frá kassanum voru þeir farnir frá barnum og ég lét afganginn til hliðar. Sá þá samt í salnum nokkurn veginn strax, og ákvað að labba til þeirra og láta manninn fá afganginn sinn. Vandamálið er að þessi massívi pöbb sem ég var að vinna hjá heldur uppi “sekur uns sakleysi er sannað”-reglu gagnvart starfsfólki sínu (starfsfólk sem hefur unnið við kassana á að láta yfirmann leita á sér áður en það fer í starfsmannaherbergið, sem dæmi). Eníveis, ég fer og ætla að láta kúnnan fá peninginn SINN, en stoppa á ganginum sem liggur að salnum þar sem ég er í einhverjum vandræðum með svuntuna mína. Þar eru tvær manneskjur sem eru vaktstjórar að bardúsa eitthvað, og ég er með peninginn í höndunum, en spái ekkert í því, þar sem ég er ekki að gera neitt af mér. Ég laga svuntuna, en gaurinn bendir mér á að ég sé ógirtur. Þar sem ég sé ekkert að því að skila pening til kúnnans míns, þá legg ég peninginn á hilluna meðan ég girði mig. Konan sér þetta og spyr hvað þetta sé, sem ég útskýri. Hún segir mér að bíða HÉR. Framkvæmdastjóri kvöldsins kemur og yfirheyrir mig. Ég segi honum hvernig sé í pottinn búið og bíð honum að ná í manninn sem átti peninginn. Það er ekki tekið til greina. Hann fer afsíðis og ráðfærir sig við konuna og kemur svo aftur og segir “I’m sorry Astthor”.
-“What? I’m fired??”
-“Yes”

Skítt, ekki satt?
Hins vegar, þá var ég hvort eð er ósáttur við þetta vantraust sem fyrirtækið hefur gagnvart starfsfólki sínu og var að spá í að leita mér að vinnu á svæðinu sem ég og Gordie erum að fara að flytja á, og þar sem Gordie er vaktstjóri hjá þessu magnaða fyrirtæki, þá fæ ég góð ummæli frá honum og gaurinn sem var viðstaddur “atburðinn” sagði að hann trúði mér og væri tilbúinn til að gefa mér meðmæli, þannig að vonandi verður atvinnuleit mín ekki svo löng.

Aðrar fréttir: fór í áheyrnarprufu um daginn og komst í gegn um fyrsta úrtak.... en ekkert lengra. En að komast í gegn um fyrsta úrtak er svosem fínt... sjálfstraustið er í lagi. Allt getur gerst. Við félagarnir munum ná okkur í nettengingu þegar við finnum varanlegri dvalarstað, og þá verða færslur tíðari.

Bið að heilsa.