mánudagur, desember 31, 2007

Gleðilegt nýtt ár!

...og takk fyrir það gamla.

Ég hef það á tilfinningunni að 2008 verði árið mitt.

mánudagur, desember 24, 2007

Í tilefni dagsins

Í tilefni dagsins vil ég óska ykkur gleðilegra jóla og þakka fyrir allt á árinu sem er að líða.

...einnig vil ég láta ykkur vita af þessu:
23

Looking for x-ray technician training?

mánudagur, desember 17, 2007

Þeir sem þekkja hann vita það nú þegar,

en ég verð að ítreka:

Ze Frank er snillingur

*Hóst*

Heima, veikur. Er þá ekki um að gera að nöldra aðeins?
Frétti fyrir stuttu af frumvarpi sem menntamálaráðherra hefur sett fram. Meðal þess sem kemur fram í því er heimild til foreldra til að mennta börnin sín heima. Er ég eitthvað skrýtinn eða er þetta fáránlegasta sparnaðaraðferð sem hægt er að beita í menntamálum? Ég get ekki ímyndað mér að Þorgerði detti í hug að þetta verði til bóta fyrir börnin, menntunarlega séð. Og hvaða félagslegu afleyðingar mun þetta hafa? Hvers konar fólk haldið þið að muni helst vilja mennta börnin sín heima? Eftir því sem ég hef séð af heimamenntuðu fólki (sem, ég verð að játa, er ekki mikið) í BNA þá er þetta aðallega komið úr strangtrúuðum fjölskyldum eða öðrum fjölskyldum sem hafa ekki mikið álit á öðru fólki almennt. Ekki hefur mikið farið fyrir víðsýni hjá þessu fólki. Ég er afskaplega hræddur um að ef að foreldrum verður leyft að "mennta" börnin sín heima, þá mun það einfaldlega geta af sér fleiri félagslega hefta og fáfróða einstaklinga í þessu samfélagi okkar.

Og ég er ekki hættur: hvað var eiginlega samþykkt í Balí? Af hverju er fólk að kalla þetta sögulega stund? Ef ég skil þetta rétt, þá hafa BNA-menn samþykkt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda eitthvað fyrir einhvern tíma.
Ég er með yfirlýsingu: Ég skuldbind mig hér með til að auka tungumálakunnáttu mína. Ég ætla að læra eitthvað í einhverju tungumáli einhvern tímann áður en ég dey. Finnst ykkur þetta ekki gott hjá mér? Er ég ekki duglegur?

þriðjudagur, desember 11, 2007

Lífið er...

gott?

Ekki er það slæmt, til þess er ég allt of sáttur við sjálfan mig. En undanfarið hef ég tekið vanlíðunarköst þar sem mér finnst eins og bæði líkami og sál séu að verða mergsogin af öllu sem heitir orka. Varð einkar slæmt þar síðustu helgi. Já, góðu helgina. Skrýtið hvernig maður 'gleymir' að minnast á svona hluti. Hvað er að? Eyjar. Ekki góður staður fyrir mig. Er líka orðinn leiður á vinnunni. Langar út. Langar að byrja á ferlinum mínum... hver sem hann er. Langar að hitta vini mína úti. Langar að hitta vini mína og ættingja í Reykjavík oftar en ég geri. Langar að losna við Glitni af bakinu... en samt hætta sem fyrst að vinna þessi störf sem eru ekki fyrir mig. Langar ekki á sjó... en verð að komast á sjó! Langar að komast aftur í samband... en hef ekkert í samband að gera meðan að svona mikil óvissa ríkir í lífi mínu. Ekki það að ég vilji rútínu... en svona mikil óvissa er ekki góð. Er ég stressaður? Veit það nú ekki. Mér leiðist allt of mikið dagsdaglega til að vera stressaður. Hef reyndar áhyggjur af peningum. Hef litla stjórn á mér hvað þá varðar. Eða hvað? Er ég eitthvað verri en meðalmaðurinn? Hvað veit ég um það? Maður hefur oft heyrt fólk segja "ekki bíða eftir því að verða hamingjusamur seinna, byrjaðu að vera það núna!" Vandinn er að ég er, almennt séð, mjög hamingjusamur (hmmm). En þessi...kvíðaköst?...þunglyndisköst? (neeh)...leiðindaköst?... hverskonarköst sem þau eru, endurtaka sig oftar og oftar þessa dagana.

Síðasta helgi var, engu að síður, æðisleg! Þakka öllum sem komu við sögu fyrir sinn hlut í henni.

Kveðja, Ástþór stuðbolti!

mánudagur, desember 03, 2007

Ein góð búin, önnur betri framundan!

Síðasta helgi var drullufín: Póker heima hjá Hansa og smá pöbbaferð eftir hann á föstudeginum, og svo jólahlaðborð í Höllinni á laugardeginum. Jólahlaðborðið sjálft var ekkert sérstakt sem skemmtun, eiginlega hálf slappt, en maturinn var auðvitað snilld (enda Óli frændi einn af kokkunum), en kvöldið byrjaði mjög vel með smá upphitun heima hjá Vigdísi Láru, þar sem ég, hún og Ívar Torfa kláruðum næstum því heila rauðvínsflösku á mann, áður en við mættum upp í höll kl. tæplega átta. Svo var farið heim til Hildar Sævalds eftir Höllina, sem var bara snilld, og svo pöbbinn, sem var bara... tjah, pöbbinn. Seim óld seim óld. Hildur má alveg halda fleiri partý í framtíðinni í litla húsinu sínu, tvö komin og bæði verið algjör snilld!

En næsta helgi hlýtur að slá þessu öllu við, því þá mæti ég í partý í nýja húsnæði Leikfélags Kópavogs!!! Er auðvitað að vonast til þess að sem flestir, og helst allir, sem maður hefur unnið með hjá LK sjái sér fært að mæta og að kvöldið verði sem allra allra lengst! Svo er auðvitað theatre sport kvöld á fimmtudaginn... sem ég mæti líka á. Er reyndar að fara að mæta í bæinn á morgun, þar sem Herjólfur mun fara í slipp í Hafnarfirðinum. 5 dagar í borg óttans. Ekki slæmt.