þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Framfarir, framfarir!

Þá er maður loksins búinn að skrá sig utan trúfélags. Þetta á örugglega eftir að færa mér mikla hamingju í framtíðinni... eða kannski breytir þetta engu? En rétt skal vera rétt.

Ég get nú, með miklu stolti, lýst því yfir að ég hef ekki verið léttari í 4-5 ár! Var kominn upp í 82 kíló (sem mér finnst ekkert rosalegt, bara meira en ég er vanur) þegar ég snéri heim frá Englandi og ætlaði aldeilis að láta eitthvað af þeim fjúka með tíðum sundferðum og mætingum á körfuboltaæfingar. Það tók mig dálítinn tíma að koma upp reglulegum heimsóknum í sundlaugina, m.a. vegna mikillar fíknar í Elder Scrolls IV: Oblivion, en eftir að ég kláraði hann (maður á alltaf að klára það sem maður byrjar á) fór ég að synda 1km einu sinni til tvisvar í viku, og mæti á körfuboltaæfingar þegar það hittist svo á að ég er ekki að vinna. Samt lét þyngdartap (af hverju þyngdartap? Varla tapar maður ekki því sem maður er á annað borð að reyna að losa sig við?) á sér standa. En það þurfti ekki mikið meira til: ég hætti að drekka gos með kvöldmatnum um borð í Herjólfi. Rúmri viku seinna var ég kominn undir 80 kílóin og núna, 3 vikum seinna, er ég kominn niðrí 77,5 kíló, og bara drullusáttur.

Nú er bara að fá sér kylfu eða einhvers konar lensu til að halda öllu kvenfólkinu í burtu. BADA-BING!!!

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Allir góðir hlutir taka sinn enda einhvern tímann

Ég geri mér fyllilega grein fyrir því, en það þýðir ekkert að mér líki það eitthvað skár. Eins og þegar samband endar. Við skildum í góðu. Núna er ég bara þakklátur fyrir það að vera á námskeiði sem dreifir huganum á daginn, og get heimsótt fólk sem kætir mig og stappar í mig stálinu á kvöldin, svo hefur maður líka fésbók og emmessenn. Það hefði ekki verið gott að vera í rútínunni á Herjólfi í þessu ástandi.

Ég hef það ágætt, miðað við aðstæður.

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Gull

Þetta er hið fullkomna lag fyrir mig akkúrat núna:

Annars vegar ýtir það undir depurðina sem ég finn fyrir núna (útskýri bráðlega).
Hins vegar kætir það mig með því að minna mig á að frábær tónlist heldur alltaf áfram eftir að verða til, og flutt af fólki sem hefur bara gaman af því að spila!!!

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Góði Guð, hvað ég elska...

þennan mann: