þriðjudagur, október 30, 2007

Hindrun?

Ég er lengi... LENGI búinn að vera á leiðinni að láta skrá mig úr þjóðkirkjunni. Dreif mig loksins niðrí ráðhús í dag og spurði um manninn sem sér m.a. um þessi mál.

Hann er veikur.... einmitt þegar ég ætla að ská mig úr þjóðkirkjunni... hmmm, gæti verið..?


Nauðgun á Selfossi. Hræðilegt. Ekki sé ég samt hverjum er gerður greiði með því að tilgreina hvaðan drullusokkarnir sem gerðu þetta eru. Þetta verður bara til þess að auka á spennu milli innfæddra og innfluttra. Las helvíti áhugaverða grein eftir forstöðumann Alþjóðahússins (eða var það viðtal?) í Mannlífi um daginn. Þar bendir hann á einmitt þessa tilhneigingu fjölmiðla til að velta sér upp úr þjóðerni brotamanna, ef þeir eru erlendir. Í sömu grein bendir hann á að samkvæmt gögnum frá lögreglu eru flestir þeir sem byrja með einhver læti í miðbæ Reykjavíkur frá landsbyggðinni, en fréttafólk minnist aldrei á það. Það væri gaman að fylgjast með umræðunni í þjóðfélaginu ef það væri gert. "Væri ekki bara best að banna þessu aðkomupakki að troða sér þarna að? Þarna sést greinilega að Reykvíkingar eru besta fólk, það er landsbyggðapakkið sem er snarbrjálað, útúrspíttað og mígandi utan í allt og alla!!!"

mánudagur, október 29, 2007

Fastur í regnbogum

Er búinn að hlaða niður In Rainbows... og forpanta pakkann sem Radiohead liðar gefa út í desember. Skríkj!!!

Heyrði frétt í útvarpinu um daginn um að verktakar séu að neita allri ábyrgð á göllum í nýbyggingum. Eru þeir ekki að fá nógu andskoti mikið í vasann til að gera þetta almennilega??? Af hverju er ekki lögbundin ábyrgð á húsnæði alveg eins og raftækjum? Mér finnst nú öllu mikilvægara að nýtt hús og allt sem það samanstendur af endist í a.m.k. 10 ár heldur en að i-belgurinn eða kjöltutoppurinn endist í 2-3. Hver sá aðili sem kemur að byggingu nýs húss á að taka ábyrgð á sínu verki; rafvirkinn á raflögnum, píparinn á pípulögnum o.s.frv. Það er alveg óforsvaranlegt að fólk sem er búið að ráðstafa mörgum milljónum í nýtt hús þurfi að fara að standa í einhverjum stórræðum til að halda því íbúðarhæfu áður en búið er að þurrka af hillunum í fyrsta skiptið! Gróðavonin (lesist 'græðgin') hjá sumum verktökum er greinilega svo yfirgengileg að hlutunum er bara rumpað af á sem minnstum mögulegum tíma, burtséð frá því hvort búið sé að ganga frá öllu almennilega, eða jafnvel hvort GRUNNURINN HAFI VERIÐ Í LAGI ÁÐUR EN BYRJAÐ VAR AÐ REISA HELVÍTIS KOFANN!!!

Svona helvítis...


en djöfull er diskurinn flottur

miðvikudagur, október 24, 2007

'Engrish'?

Neei, 'inglisj'

Um borð í Herjólfi heyrast nokkrar vanabundnar tilkynningar, ein í upphafi ferðar, ein þegar tíu mínútur eru í höfn og ein þegar skipið er lagst að bryggju. Sú fyrsta er nokkurn veginn í lagi, fyrir utan einstaka smáatriði sem koma þó ekki í veg fyrir að skilaboðin skiljist. Hins vegar hljóta hinar tvær að hafa verið skrifaðar af einhverjum sem býr yfir enskukunnáttu 10 ára krakka. Sem betur fer gerir skipstjórinn sér grein fyrir þessu, og því heyrast þessi skilaboð þegar báturinn er lagstur að bryggju:
"Good evening ladies and gentlemen. The ship is now alongside in Vestmannaeyjar. They who have cars down on the car deck are kindly asked to go down there and drive their cars out."
Ekki besta enska í heimi, en sleppur alveg, og er miklu betri en það sem stendur á blaðinu:
"Good evening ladies and gentlemen. The ship has no longest in Vestmannaeyjar. They who have car down on the car deck are candles asked to go down there and drive the cars out."
Mér leikur mikil forvitni á að vita hvaða snillingur skrifaði þetta.

föstudagur, október 19, 2007

Hvað er að?

Íslenska landsliðið kúkar á sig æ ofan í æ; Hemmi og Eiður hefðu átt að hlægja aðeins meira að Lichensteinska (er þetta orð?) liðinu. Þeir hafa greinilega ekki heyrt að það borgar sig alltaf að bera vissa virðingu fyrir andstæðingi sínum.

Pavarotti er varla kólnaður áður en gefinn er út safndiskur með honum. Ætli plötuútgefendur fagni þegar tónlistarmaður deyr?

Bingi chillar bara með Degi og Svandísi og co. í ráðhúsinu. Var Svandís ekki manna háværust og duglegust þegar það kom að því að gagnrýna þennan REI brandara? Er R-listinn alveg rólegur yfir því að vera í samstarfi með svona manni? Þeim er kannski alveg sama, svo lengi sem þau eru við völd. Stjórnmálamenn... fuss!

George Lucas ætlar að framleiða Stjörnustríðssjónvarpsþætti. Greinilegt að þessi maður getur ómögulega fengið neinar nýjar hugmyndir, og hefur ekki getað það í aldarfjórðung.

Er orðinn óþolinmóður... mig langar í milljón NÚNA svo ég geti farið út að leika! En þangað til læt ég nægja að hjálpa Denna og LV af og til við uppsetninguna á Bláa Hnettinum.
Svo er póker heima hjá Hansa í kvöld. Hlýt að græða á því... sérstaklega ef Daði mætir, hnéhné!

miðvikudagur, október 10, 2007

Híhí!

miðvikudagur, október 03, 2007

Fullkomnast?

Finnst engum öðrum en mér undarlegt að lýsingarorðið "fullkomin" geti stigbreyst? Ef eitthvað er fullkomið, er þá nokkuð hægt að bæta það?
Bara að spá.

Ætla að hætta mér í borgina um helgina; horfa á Gumma í bíó, Jón Geir í Borgó (sem og verkin hennar stóru systur og allt hitt), mæta í afmælisveisluna hennar Ernu Bjarkar, heimsækja Steina ofl. ofl! Vona bara að ég verði ekki með of mikil læti á djamminu, gæti fengið sekt. En annars finnst mér aukinn sýnileiki lögreglunnar, sem og hertar aðgerðir hennar hið besta mál, fannst oft mega hafa hemil á sumu liðinu í bænum sem heldur að það geti bara hagað sér hvernig sem er með ölvunina sem "afsökun". Hins vegar líst mér ekkert á þær spekúleringar að láta alla staði loka kl. 2. Man Villi ekkert hvernig ástandið var í bænum þegar allir staðir þurftu að loka kl. 3?!? Ég bara spyr.

Það hlýtur einhver að benda honum á þetta.

...og kannski þessa forljótu hausmoppu hans í leiðinni.