mánudagur, júlí 30, 2007

Hvað er að frétta?

Jæja, ég held barasta að þetta sé met hjá mér, ekkert blogg í 3 vikur!! Maður er búinn að vera á fullu í vinnu, og fyrir utan hana þjáist ég af alvarlegri 'Elder Scrolls 4: Oblivion'-fíkn.

Hvað er að gerast? Ég er kominn með vinnu um borð í Herjólfi, er í afleysingum eins og er, en það gerir ekkert til, þar sem ég fæ álíka mikla vinnu og þeir fastráðnu. Svo eru launin ekkert til að kvarta yfir.

Þjóðhátíðin er bara handan við hornið, og þó að ég verði að vinna fullt á dallinum í kringum hana, þá næ ég samt góðu djammi á föstudagskvöldið og smá tjútti á laugardagskvöldið. Gott mál.

Ég hlakka dáldið mikið til að koma í bæinn, en eins og vanalega ætla ég að gera mér ferð þangað til að mæta á Menningarnótt. Er að vonast til að geta stoppa í eins og 4 nætur, en þyrfti helst að stoppa í 4 vikur til að geta eytt smá tíma með öllum sem ég vil hitta. Matarboð og pöbbaferðapantanir skulu leggjast í commentakerfið eða bara berast símleiðis.

En hvað finnst mér um það sem er búið að gerast undanfarið?

Lúkas: Bara brandari

Saving Iceland: góður málstaður, en kolvitlaus aðferð. Þeir koma óorði á alla umhverfisverndarstefnu.

Gegnslag Ljótu Hálfvitanna: BARA SNILLD

Göngin: bömmer. Áhættan er dálítið sem við verðum að taka alvarlega, en einhvernveginn virðist það alltaf gleymast að nefna eitt þegar kostnaðurinn við göngin er nefndur: að það mun kosta u.þ.b. 40 ma. (ef ekki meira, man töluna ekki alveg) að reka Herjólf næstu 30 árin, og ef það á að hafa tíðari ferðir, þá á þessi kostnaður bara eftir að aukast.

Ehh... hvað er fleira búið að gerast?

Ójá, ég sá frétt um einhvern geðveikan hagnað hjá KB banka (eða hvað sem hann heitir nú) um daginn. Í viðtalinu spyr fréttamaðurinn bankastjórann (eða einhvern yfirmanninn) hvað eigi að gera í tilefni af þessum mikla hagnaði, hvort þeir ætli ekki að lækka vexti og þjónustugjöld. Yfirmaðurinn svarar "Nei, við ætlum að greiða hærri skatta til íslenska ríkisins" og hlær.
Ég ber öllu meiri virðingu fyrir hippunum í Saving Iceland en svona helvítis kúkalöbbum!

Er þetta ekki nóg í bili, finnst sem ég sé búinn að bæta upp fyrir bloggleysið.

mánudagur, júlí 09, 2007

Heima

Ég kom heim á föstudaginn. Bið ástvini í borginni afsökunnar á tilkinningarleysinu, en ég stoppaði ekkert við, heldur þusti beint til Eyjarinnar fögru vegna þess að amma mín var að fara að halda upp á níræðisafmælið sitt daginn eftir. Það var allt hið ljúfasta og svo var bara goslokahátíðin um kvöldið, sem klikkar aldrei. Fór í rúmið um 11 í gærmorgun.

Nú er bara að reyna að komast á sjó eða ná sér í vel borgað starf í landi.