fimmtudagur, apríl 26, 2007

...oooog anda út

Vid félagarnir fluttum lokaverkefnid okkar i dag. Vidtokurnar voru framar bjortustu vonum, sem er sigur i sjálfu sér. Nú thurfum vid bara ad bida fram á sumar eftir einkununum. Thá eru bara skrifleg verkefni eftir, thannig ad ég stig vaentanlega ekki aftur á svid i Rose Bruford.

Einkennileg tilfinning

þriðjudagur, apríl 24, 2007

ÚFÓ???


I lok opnu vikunnar, sidastlidinn fostudag, var smá hóf á skólalódinni. Skellt var upp smá karnivali eins og i fyrra, og svo var vikunni slitid med svifandi ljóskerjum eins og sjást á medfylgjandi mynd. Sleppt var um 100 stykkjum af thessum ljóskerjum, sem hefur eflaust verid falleg sjón (frizbee var heima, enn ad reyna ad hrista thessa andskotans pest almennilega úr sér). En thad sáu thetta audvitad fleiri en nemendur Rose Bruford, og fólk hringdi i baejarbladid. Lesid endilega kommentin, sumir eru greinilega ad grinast, en adrir eru ekki ad kaupa sannleikann. Thetta er gott daemi um thad hvernig fólk sér thad sem thad vill sjá, og trúir thvi sem thad vill trúa.

föstudagur, apríl 20, 2007

Einhvern veginn datt mér í hug...

...að einhverjum West End/Broadway-drulluhálfvitanum myndi detta í hug að setja Kóngulóarmanninn á svið, þar sem það væri hægt að láta leikarana sveiflast um beint fyrir framan augun á fólki og skjóta vefjum út um allt svið meðan að "Lói" og Græni púkinn kveðast á í C-dúr!!! En ég hló að sjálfum mér, út af því að enginn gæti verið svo smekklaus. Og svo las ég þetta. Ég er enn þá að spá hvort mbl-menn séu að falla fyrir álíka vitleysu og Önnu Nicole fréttinni sem ég var að bísnast yfir fyrir nokkrum vikum.
En ef þetta er satt, þá heiti ég hér með 15% af öllum tekjum mínum, ævilangt, til mannsins eða konunnar sem drepur þessa Julie Taymor tussu fyrir glæpi gegn mannkyninu.

sunnudagur, apríl 15, 2007

Su fyrsta af mörgum?

Tallulah Willis, þrettán ára dóttir Bruce Willis og Demi Moore, vill láta breyta nafninu sínu (en þetta er svo fallegt nafn...ahem). Get vel séð fyrir mér bylgju stjörnubarna hlaupandi niður í þjóðskrá að láta breyta þessum fáranlegu nöfnum sem fíflin foreldrar þeirra gáfu þeim út af þau eru svo spes. Power to the children, especially Reemer, Zopzop, Plancten, Brocktween, Zangwillia etc.

PS. aðeins nafnið Reemer er raunverulegt í þessum lista... vona ég

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Stoppið stutta búið

Er kominn "heim" í íbúðina okkar Shonel og beint upp í rúm. Nei, ekki þannig! Ég var nefnilega með 40 stiga hita í gær. Liferni páskahátíðarinnar hefur greinilega tekið sinn toll, en það hafa labbað heim í byl og úrhellisrigningu á laugardagsmorguninn hefur örugglega verið kveikjan. Og ekki hjálpaði þessi litla "við viljum spila í jakkafötum" vitleysa félaga minna í Ramanamahamanams.

(hóst)

leiter

sunnudagur, apríl 08, 2007

Svona líður mér í kringum hátíðarnar

Cyanide and Happiness, a daily webcomic
Cyanide & Happiness @ Explosm.net

Stórviðburður!

Súperstuðbandið Ramanamahamanams (berist fram með ammrískum hreim) mun sýna og sanna tónlistarlega yfirburði sína á Conero frá 11 leitinu í kvöld. Já, það er rétt: við munum kalla yfir okkur reiði Guðs með því að gera eitthvað skemmtilegt í dag, og stuðla að viðskiptum með áfengi. Eins gott að það er ekkert helvíti til, því annars værum við örugglega á leiðinni þangað! Aldrei hefur eins mikill undirbúningur og metnaður verið lagðir í eina tónleika. Sem dæmi má nefna að ég áætla að hringja nokkur símtöl í dag til að fá lánaðan bassa. Ókeipis er inn á þennan stórviðburð, en þeir sem búa á fastalandinu eru allir of langt í burtu, þannig að bara hí á ykkur!

föstudagur, apríl 06, 2007

Næsheit

Ég mætti á "tónleika" á Lundanum í gær. Ég set orðið innan gæsalappa vegna þess að þetta var svo afslappað og líbó að mér fannst eins og þetta væri bara stór vinahópur sem hefði hist og ákveðið að skiptast á að spila tónlist. Það var mikil umferð á og af sviðinu, og svo skemmtilega vildi til að frizbee fékk að baða sig í sviðsljósinu í smá stund. Enginn þurfti að vekja aðdáun neins, feilar í hljóðfæraleik, söng eða textameðferð vöktu bara kátínu og allir voru bara svo helvíti afslappaðir. Svo er ekki á hverjum degi sem maður sér menn flytja Sigur-Rósar-ábreiðu... og setja mann í gæsarham.

Já, í dag er föstudagurinn langi. Ætli fréttastofurnar segi frá geðsjúklingunum sem láta krossfesta sig á hverju ári? Nei, ætli það nokkuð...

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Kominn heim

Lenti á Keflavíkurflugvelli í gær. Kíkti á rennsli á Bingó hjá LK og settist á spjall með Gumma og leikhópnum, auk Ernu Bjarkar. Ljúft.

Held á eyjuna fögru á morgun og nýt páskafrísins með fjölskyldu og vinum, kem aftur upp á land á þriðjudaginn og svo bara út aftur á miðvikudaginn. Stutt og laggott frí.

En fyrst: matur hjá stóru systur