mánudagur, febrúar 26, 2007

Ég var latur...

Undanfarið hef ég ekki fundið fyrir mikilli þörf til að blogga, eins og þið hafið væntanlega tekið eftir, jafnvel þó það hafi ýmislegt drifið á daga mína sem ég gæti talað um.

En um daginn ákvað ég að kíkja á gamlar færslur hérna á blogginu og valdi mánuð af handahófi. Það er skemmst frá því að segja að ég hafði bara drullugaman af því, bæði að rifja upp minningar og lesa commentin frá ykkur, og ákvað því að nú skildi ég taka mig taki og fara að blogga meira. Jafnvel þótt það sé bara að segja frá enn öðru partýinu sem öllum öðrum er sama um nema mér, þá skal ég skrifa!

Og hvað er að frétta akkúrat núna? Tjah, lokaverkefnið byrjar vel. Við félagarnir höfum gaman af því að vinna saman og erum að gera margar tilraunir með hluti sem væri skemmtilegt að gera (og sjá) á sviði. Vonandi höldum við áfram á sömu braut, oft vill maður komast á fljúgandi start og verða síðan bensínlaus þegar helmingurinn er eftir. Krossleggjum nú fingur..

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Vel á verði!

Fjölmiðlavarðhundarnir passa að það sem virkilega skiptir máli fái athygli almennings í Bandaríkjunum.

Allir saman nú: Hverjum ER ekki sama?!?

Írak? pf! Darfur hvað? Anna Nicole er fyrirmynd okkar allra! Nú er bara spurning hvar reisa skuli minnisvarðann um þessa miklu manneskju...

"Fyrir þjóð sem er að takast á við missi..." AHAHAHAHAHAH! ERTEKKAÐGRÍNAST???

mánudagur, febrúar 12, 2007

Ekki í lagi

Væri ekki í lagi að nota peningana í eitthvað annað? Er þetta ekki hámark sjálfselskunnar? Persónulega finnst mér dálítið heimskulegt að láta líkkistuna sína líta á ákveðinn hátt út þegar maður er ekki í aðstöðu til þess að njóta hennar. Þegar ég dey, ætla ég að vona að ég verði einfaldlega grafinn í kistu úr spónaplötum, og kostnaður við að fá "alvöru" kistu verði gefinn til líknarmála. Mér verður alveg nákvæmlega sama.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Best að passa sig

Í þessum skrifuðu orðum er veðurfræðingurinn að vara okkur öll við því sem búist er við að verði ein mesta snjókoma sem England hefur séð í langan tíma. Tölurnar sem ég hef séð í spánum eru nú ekkert rosalegar, en við Íslendingar erum svosem öllu vön. En miðað við hvernig Englendingar hafa ráðið (eða ekki ráðið) við örlitla föl á jörðu, þá er spurning hvort ég ætti ekki að sleppa því að vera með tónlist í eyrunum á leiðinni milli heimilis og skóla á morgun, bara til að vera tilbúinn ef einhver bifreiðin skildi fljúga upp á gangstétt.

Pearl Jam verða með tónleika í London, daginn eftir að ég fer á Muse! Náði ekki að verða mér úti um miða, en spurning hvort ég mæti ekki fyrir utan höllina í þeirri veiku von um að verða mér út um miða á síðustu stundu... ef það reddast, þá verða þetta MAGNAÐIR 2 dagar!