föstudagur, apríl 20, 2007

Einhvern veginn datt mér í hug...

...að einhverjum West End/Broadway-drulluhálfvitanum myndi detta í hug að setja Kóngulóarmanninn á svið, þar sem það væri hægt að láta leikarana sveiflast um beint fyrir framan augun á fólki og skjóta vefjum út um allt svið meðan að "Lói" og Græni púkinn kveðast á í C-dúr!!! En ég hló að sjálfum mér, út af því að enginn gæti verið svo smekklaus. Og svo las ég þetta. Ég er enn þá að spá hvort mbl-menn séu að falla fyrir álíka vitleysu og Önnu Nicole fréttinni sem ég var að bísnast yfir fyrir nokkrum vikum.
En ef þetta er satt, þá heiti ég hér með 15% af öllum tekjum mínum, ævilangt, til mannsins eða konunnar sem drepur þessa Julie Taymor tussu fyrir glæpi gegn mannkyninu.