fimmtudagur, desember 28, 2006

Verí interesting

Gegn um tíðina hefur fólk, með einum eða öðrum hætti, bent mér á að ég sé með mjög "svart" andlitsfall, og mér hefur verið líkt við ótrúlegustu menn sem allir eiga það sameiginlegt að vera svartir. Hef ég ósjaldan verið spurður hvort eitthvað svart blóð sé í ættinni minni sem ég hef aldrei getað gefið pottþétt svar við.

Ég hef spáð mikið í því hvaðan þetta svarta blóð ætti að geta komið, því enginn man eftir neinum svertingjum innan fjölskyldunnar, og hefur mér þótt erfitt að ímynda mér einhverja íslendinga að heimækja Afríku eða eiga vingott við þræla í annarri hvorri Ameríkunni einhvern tímann langt aftur í öldum.

En nýlega fékk ég lítinn fróðleiksmola sem er möguleg útskýring á þessu: Shonel fór nefnilega á e-s konar málfund með svörtum leikstjóra um stöðu minnihlutahópa í ensku leikhúsi. Minntist sá ágæti maður á að eitt eða fleiri gömlu skosku klananna hafi samanstaðið af svertingjum, og því er ekki erfitt að ímynda sér að víkingarnir, eða seinni tíma fólk hafi eitthvað heimsótt þá.

Skemmtilegt, ekki satt?

Ekkert hægt að gera!

Blogger með endalaus leiðindi. Er að spá í að skifta yfir í eitthvað áreiðanlegra. Mælið þið með einhverju?

miðvikudagur, desember 27, 2006

fokkoff!

jfesaklfjeaiop

mánudagur, desember 18, 2006

Alls ekki nógu duglegur

Ég hef haft nóg að segja undanfarnar vikur, en ekki fundið mér tíma til þess. Eitt sem ég hefði vel getað kastað inn var "flýg heim sunnudaginn 10/12", en ég gerði það ekki, og sumir sem hefðu viljað vita af manni hérna vissu ekki neitt! Ljótur frizbee!

Sýningin mikla gekk vonum framar. Orðstýrinn gekk hratt um skólann og þeir sem ekki höfðu pantað sér miða mættu margir hverjir í miðasöluna og biðu eftir mögulegum ósóttum miðum.
En þetta var ekki auðveld fæðing. Vegna hins gífurlega umfangs sýningarinnar reyndist það tækniliðinu ómögulegt að hafa alla sviðsmynd tilbúnna á réttum tíma og því gátum við ekki rennt almennilega á þriðjudeginum. Peader var hinn rólegasti og fullvissaði okkur um að þrátt fyrir þessar tafir myndum við engu að síður vera tilbúin fyrir kl. 6 á miðvikudaginn, rennslið þyrfti bara að eiga sér stað kl. 11 um morguninn. Miðvikudagurinn kom, rennslið rann, og sýningar dagsins voru ágætar, ekkert meira en það. Fimmtudagurinn fór í fínpússanir og það var allt sem þurfti til þess að sýningin yrði rasssparkandi með afbrigðum. Reyndar tjáði Peader nokkrum okkar það eftir lokasýninguna að hann hafi stigið afsíðis seinnipart þriðjudagsins og kjökrað af áhyggjum af sýningunni. Ég gef honum nú bara prik í kladdann fyrir að láta ekki á sjá, því þá hefðum við algerlega misst alla von, við vorum alveg nógu stressuð fyrir....og svo var auðvitað nauðsynlegt að halda smá partý þegar þessu var öllu lokið. Besta lýsingin á þessu æðislegasta náttfatapartýi sem frizbee hefur nokkurn tímann mætt í var nokkurn veginn á þennan hátt:
Lucy: "The party was great, untill someone stood on my face"

Ég vil ljúka þessari færslu með fyndnustu geitum sem ég hef nokkurn tímann séð. Efast stórlega um að þær nýtist við eldvarnir eins og þær sem á að rækta hérna á Íslandi (kom það einhvern tímann í ljós hvernig þær fúnkera sem eldvarnarskepnur???)

þriðjudagur, desember 12, 2006

Jóla-"frí"

Kominn heim, í eitthvað sem á að líkjast fríi. Á meðan að því stendur mun ég standa í ritgerðarskrifum og vinna við pantanir fyrir Mylluna í Rvkinni rétt yfir aðal jóla- og áramótatarnirnar.

En heimkoman byrjaði ekki vel. frizbee fékk þá váfrétt að annar kunningi hans, Ágúst Bjarna, væri látinn! Tveir innan tveggja mánaða! Þetta ár endar á mjög sveiflukenndum nótum, ekkert nema alsæla og þunglyndi. Þó það sé kannski ljótt að segja það, þá er þessi missir ekki eins sár, þar sem lítið samband var á milli okkar undanfarin ár, en við vorum góðir vinir hér í denn, og þar var alltaf gaman að rekast á hann. Síðast þegar við hittumst þá talaði hann um að hann langaði að kíkja til London í nokkra daga og vildi þá endilega heimsækja mig og gera eitthvað skemmtilegt...

helvítis!

Vertu blessaður Ágúst minn,
sjáumst vonandi á endanum
Ástþór

laugardagur, desember 02, 2006

Heilinn minn er að falla saman!!!

Rikki, Hansi og Silja voru kærkomin tilbreyting. Gaman að fá þau í heimsókn og kynna þeim fyrir því sem hefur verið mér til dægradvalar hér í borg. Aðallega spurningaleikjakassanum : )

Lærstæðið (eða námstæðið... eða lærsmiðjan) gekk ágætlega. Reyndar fékk ég þá athugasemd að tengslin milli vinnunnar sem ég setti fram og kenninganna sem ég byggði hana á væru frekar þunn, en allt í allt, þá var útkoman bara fín og ég var með grunninn að áhugaverðri vinnuaðferð.

Sýningin mikla er að verða tilbúin. Þetta verður ansi umfangsmikið fyrirbæri þar sem u.þ.b. 20 mismunandi rými eru til boða og hver áhorfandi er leiddur í gegn um ca. 7 þeirra. Þeir munu sjá leikhóp sem þjáist í eylífri sýningu sem tekur engan enda, ganga inn í rými sem hefur aðeins einn leikara í umhverfi sem hann hefur byggt upp sjálfur og aðeins einn áhorfandi getur séð í einu, þeim verður svo safnað saman í eins konar bar sem er algjörlega skjannahvítur og býður upp aðeins upp á vatn, en með fjölda mismunandi “afbrigða”, s.s. “jómfrúartár” o.þ.h, og að lokum munu þeir verða leiddir að risastóru borði þar sem heimurinn er byggður upp á nýtt.
Þessi lýsing er ekki mjög nákvæm, og hún segir ekki mikið... maður þarf eiginlega að sjá sýninguna til að skilja hvað fer fram. Við erum að drepast úr spenningi yfir þessu öllu saman. Ótrúleg vinna hefur farið fram, og við höfum þurft að ganga í gegnum mikið af sterkum tilfinningum og grafa upp minningar, drauma, eftirsjár, vonir og ótta, við höfum komið inn með hnífa, bíldekk, morgunkorn, tré, pappakassa, balletpils og gerviblóð og ég veit ekki hvað og hvað!

Jólafríið verður ekki mikið frí þar sem við þurfum að skila ritgerð um leið og við mætum aftur í skólann. Ritgerðin er aðeins 1500 orð, en hún þarf að vera miklu “þéttari” en nokkuð annað sem við höfum skrifað hingað til.

Get ekki hugsað meira. Bæjó!