mánudagur, september 25, 2006

Nanna getur andað léttar

Kominn í land, öllu ríkari. Þarf m.a.s. ekki að taka eins stórt lán fyrir skólagjöldunum eins og tvö síðastliðin ár.

Túrinn var svona upp og ofan. Þótti súrt að vera svona lengi á sjó, og þá helst að missa af síðasta helgardjamminu áður en ég fer út. En ekki er á allt kosið eins og einhver besservisserinn sagði einu sinni og ég get ekki verið annað en sáttur við útkomuna á þessu. Þarf reyndar að seinka fluginu mínu út um einn dag, með tilheyrandi kostnaði, en fokk itt! Ég á pening!!! Bjór á línuna!