fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Farvel!

Farinn á sjó. Gæti vel reddað fjárhag sumarsins. Ef ekki, þá verður það frekar súrt að húka um borð í Vestmannaeynni í 3 vikur, giv or teik.

Heyrumst!

mánudagur, ágúst 28, 2006

Allir hafa sitt stolt

Og það geri ég líka. Þess vegna hef ég lofað sjálfum mér að, sama hversu örvæntingafullur ég verð til að fá einhver verkefni sem leikari í framtíðinni, þá mun ég aldrei lesa inn á ömurlegar útvarpsauglýsingar eins og Steinn Ármann virðist vera fastur í þessa dagana. Draumur, Rís og Villiköttur frá Freyju, og Buffaló bitar fá öll að njóta hæfileika hans, en auglýsingarnar eru svo herfilega ömurlegar að ég er við það að missa áhugann á því að borða nokkurt af þessu, og Draumur og Rís hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. En menn verða víst að vinna.

laugardagur, ágúst 26, 2006

Smyglarana heim!!

Já, grey strákarnir sem voru svo óheppnir að vera gripnir með einungis 12 kíló af kókaíni *leiðrétting: annar var með 12 kíló af hassi og hinn var með 2 kíló af kókaíni* í Brasilíu eru í stórhættu í prísundinni sinni, þurfa að þola morðhótanir daginn út og inn, og bíða eftir því að íslensk yfirvöld frelsi þá og færi þá í þægindin á Kvíabryggju (rúmin þar eru víst þægileg) eða, ef hún er full, kannski Litla Hrauni.

Og af hverju ættum við að neita þeim um það? Það er ekki eins og þeir hafi ekki bara verið að svara eftirspurn. Þeir vildu bara veita þjónustu. Það er ekki eins og þeir hefðu hótað neinum lífláti hér. Senda þessir menn ekki bara greiðsluseðil til þeirra sem dragast aftur úr með borganir fyrir varninginn? Það hélt ég allavega. Björgum nú þessum greyjum og látum Brazzana skila þeim kókinu sínu. Its ðö líst ví ken dú!

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Samsæri!

Færslan sem ég var búinn að reyna að troða hérna inn síðan í síðustu viku vill bara ekki inn. Gæti það verið vegna þess að ég var að skrifa um mótmælin við Kárahnjúka? Er einhver að reyna að stöðva mig? Skil svo sem ekki hver gæti verið að því, þar sem færslan var í rauninni engum hliðholl, bara nokkrar hugrenningar og ábendingar sem ég taldi að gæti komið að gagni hvað björgun heimsins varðar. En, þetta vill ekki inn, þannig að ég sleppi því þá bara.

bla

blablabla

mánudagur, ágúst 21, 2006

Blogger með stæla!

Hef ekki getað sett inn póst síðan fyrir Fiskidag! Er að spá hvort vandamálið sé hjá mér sjálfum eða bara blogger.

Auðvitað liggur það í augum uppi hvort er ef þið sjáið þessa færslu...

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Tjaldið komið niður

Okkur Bræðrunum bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Vorum að taka tjald félagsins niður rétt áðan, 2-3 dögum á eftir öllum öðrum. Um að gera að vera ekkert að flýta sér að þessu!

Bíð í ofvæni eftir að fá lokaeinkunnir ársins í hendurnar. Þær áttu að vera sendar síðasta mánudag, en þær hafa ekki komist í hendur mínar enn þá...
langar dálítið að sjá þær, og senda þær svo til LÍN svo ég geti fengið framfærslulánið mitt greitt út!

Upp á land á morgun. Jeij!!
Fiskidagurinn Mikli á laugardaginn! Jeijj!!!!!

laugardagur, ágúst 05, 2006

Orðapirr

Var að rekast á annað orð sem ég þoli ekki: Lífskúnstner!

Reyndar er það aðallega "kúnstner"-hlutinn sem ég þoli ekki. Svo er það málið að þegar ég heyri þetta orð, dettur mér í hug fólk eins og Kristján Jóhannsson og Hallbjörn Hjartarson. Er þetta vitleysa í mér?

Og svo er spurningin: Hver er skilgreiningin á lífskúnstner?


-útúrdúr-
9000 manns þegar mætt á Þjóðhátíð! Stefnir í met?

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Slappt

50% er bara ekki nógu gott þegar það kemur að svona hlutum

Hvernig gengur ykkur með þetta?

Súrt og Sætt

Það súra: Shonel kemst ekki til landsins. Svo virðist sem hálfur hnötturinn sé að fara að heimsækja Danmörk og Ísland (íslenska sendiráðið ræður greinilega ekki við notkun stimpla, og lætur því danska sendiráðið um að gefa út vegabréfsáritanir til fólks sem kemur frá of hættulegum löndum til þess að ferðast eins og það vill) því þegar mín heittelskaða ætlaði að panta sér tíma, gat hún ekki fengið tíma fyrr en 7. september, en planið var að hún kæmi og upplifði Menningarnótt. Hef ég minnst á að ég hata skriffinnsku?

En, ég ætla að hlýða honum Sverri Stormsker og horfa á björtu hliðarnar, því nú fækkar plönuðum frídögum hjá mér um tvo, þannig að ég kemst með Sýnum til Dalvíkur og fæ að sjá Mávinn! ... sem og umgangast þetta yndislega fólk í u.þ.b. tvo sólarhringa!!!

Heyrðu, svo er bara að koma Þjóðhátíð! Verður stuð!