laugardagur, júlí 29, 2006

Genginn í barndóm

...eða unglingsdóm. Þar sem fyrsta kvikmyndin um þessa félaga kom út þegar maður var um 12-13 ára. Bíð spenntur!

Meira um íslenskunarsýki

Ég læt smávægilegustu hluti fara í taugarnar á mér. Eitthvað sem hefur engin áhrif á lífsgæði mín eða fólks yfirleitt getur gert mig frekar pirraðan, og tjái ég mig oftast um það eins og gamall kall, nástöddum oft til skemmtunar. Nýjasti pirringurinn var vörumerki. Vörumerkið er "Feti".

ÞETTA HEITIR FETA!!! HÁLFVITAR!!!

En. Ég segi "var" þar sem ég er búinn að fá skýringu á vitleysunni. Sem sagt, Mjólka notar orðskrýpið "Feti" þar sem Grikkir eiga orðið "Feta".

Þetta þykir mér samt skrýtið. Ættu ítalir ekki þá einir að eiga orðið "pizza", eða Mexíkóar "taco"??? Kol mí kreisí, en mér mér finnast þessi orð ekki vera vörumerki frekar en "mjólk" og "lambakjöt".


Þetta var smá útúrdúr.

Ég er sammála kommentinu hennar Hildar í fyrri pósti mínum af þessu tagi. Þar segir hún að erlend orð eigi ekkert að fallbeygja. Hér er reyndar gengið skrefi lengra og nefnifall (og reyndar eina "fall") orðsins er gert að þolfalli ("viltu feta") og nafnið fær endingu sem hentar íslenskum málfræðireglum. Ég gerði mér grein fyrir því að ég sagði alltaf "Vodki", eins og það væri íslenskt orð, en er að reyna að venja mig af því (gerir reyndar lítið til, þar sem ég drekk örsjaldan vodka og er því ekkert að nefna það mjög oft (talandi um það, ef maður segir "vodka" í staðinn fyrir "vodki", er orðið þá orðið hvorugkyns í staðinn fyrir karlkyns?))

(Alltaf gaman að fara yfirum í sviganotkun)

En, eins og áður sagði, þá hefur þettta engin áhrif á mitt líf þannig séð, og ég ætti að geta hæglega leitt þetta hjá mér...
en þetta er bara svo ASNALEGT

mánudagur, júlí 24, 2006

Undirskriftarlisti

Við undirrituð viljum hér með biðja Stuðmenn kurteisislega um að leggja niður störf hið snarasta, í ljósi þess að leiðindi og pirringur af ykkar völdum eru komin upp úr öllu valdi. Lengi vel hafið þið verið eitt ofmetnasta band landsins og hafið af einhverri undarlegri ástæðu fengið að njóta vafans þegar kemur að ömurlegum lagasmíðum því þið voruð nú einu sinni góð hljómsveit og fólk afsakar ykkur með því að þið séuð bara svona "spes". En nú er svo komið að ef við þurfum að heyra eitt enn "séríslenskt" Stuðmannalag, þá gæti vel farið svo að einhver hreinlega missi vitið og gangi berserksgang, sem skapar augljóslega hættu fyrir viðkomandi og alla sem eru nálægir. Vinsamlegast hættið þessum óbjóði! Þó að þið séuð löngu búin að missa af tækifærinu til að, eins og enskumælandi fólk tekur til orða, "quit while you're ahead", þá er kannski góð regla að þegar maður finnur sig í holu er um að gera að hætta að grafa!


P.S. Textahöfundur lagsins "Á röltinu í Reykjavík" má líka skammast sín... vel og lengi

sunnudagur, júlí 23, 2006

Kynlíf og matreiðsla

Þessi tvö... áhugamál... eiga meira sameiginlegt en maður heldur í fyrstu:

He'd noticed that sex bore some resemblance to cookery: it fascinated people, they sometimes bought books full of complicated recipes and interesting pictures, and sometimes when they were really hungry they created vast banquets in their imagination - but at the end of the day they'd settle quite happily for egg and chips. If it was well done and maybe a slice of tomato.

úr The Fifth Elephant eftir Terry Pratchett

SNILLD!

laugardagur, júlí 22, 2006

Fokking Fokk!!!

Þetta er dálítið fokking skemmtilegt!

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Alvöru íslenskt

Ég fór í alvöru íslenskt afmæli um helgina, þar sem Einar bróðir hélt upp á það að hann væri orðinn þrítugur.
Það fór fram í Brautarholtinu (tjaldsvæðinu, ekki götunni), rétt fyrir utan Selfoss. Slegið var upp meðalstóru partýtjaldi og gestirnir týndust á svæðið frá föstudagskvöldinu alveg fram á laugardagskvöld. Á laugardagseftirmiðdeginu skelltu sumir sér í sund áður en tekið var til að grilla ofan í mannskapinn og svo var bara veisla í partýtjaldinu fram undir morgun. En hvað var svona alvöru íslenskt við þetta? Nú, málið er að það gekk á með skúrum og roki mest alla helgina, en það hindraði okkur ekkert í því að vera með ratleiki utandyra og grilla eins og fáráðlingar!

Alvöru íslenskt!

En skemmtilegt var það :)

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Lagfæringar

Gummi benti mér á mikið óréttlæti sem ríkti í linkamálum mínum, þar sem hann hefur dúsað í hundakofanum sem mánuðum skiptir, en fólk sem hefur ekki skrifað staf í lengri tíma fær að vera á "fallega" listanum óáreitt. Það lagfærist hér með.


Sorrý Gummi

Svo er sjálfsagt að henda eins og einum nýjum inn á listann. Velkominn Jón Helgi

Bara svona út í bláinn...

...ætla ég að birta lista yfir örfá orð og hugtök sem fara í taugarnar á mér. Af hverju? BECAUSE I CAN, BABY!

1: "Mysa". Eitt mest óaðlaðandi orð í íslenskri tungu. Get eiginlega ekki sagt það án þess að bretta upp á nefið og setja á mig smá skeifu. Af einhverjum ástæðum gerir ufsilonið illt verra. Mysingur fellur í sama flokk.

2: "Lundúnir". Hvað er að "London"??? Hvaða þýðingarsýki hrjáir fólk sem ælir þessu orðskrýpi út úr sér. "Nýja Jórvík" og önnur erlend örnefni sem færð hafa verið yfir á íslensku fara líka óendanlega í taugarnar á mér. Undantekningarnar eru auðvitað þær þegar örnefnið þýðir axjúllí eitthvað á íslensku, t.d. "Miklagljúfur".

3: "Ástsæll söngvari". Einhvern veginn detta mér bara ísí lissening aumingjar, sem eiga aðdáendahóp þar sem meðalaldurinn er 58, og Bó Hall (seim þing) í hug þegar ég heyri þessi orð, enda eru þau oftast notuð í beinu sambandi við einmitt þetta fólk.
Er sannfærður um það að þetta hugtak sé notað þegar ómögulegt er að tala um "góðan söngvara".

Hana, er að spá í að gera þetta að lauslega föstum lið á þessu bloggi, s.s. þegar mér detta fleiri í hug hendi ég þeim inn. Lesendum er auðvitað velkomið að tjá sig um valið hér að ofan, og koma með orð sem þeim mislíkar sjálfum.

mánudagur, júlí 03, 2006

Heim á ný

Lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan tæplega þrjú og dreif mig beint í bæinn. Sit núna á Litla Ljóta Andarunganum og vafra á veraldarvefnum meðan ég bíð eftir Gumma Lú, sem ætlar að skjóta skjólshúsi yfir mig í nótt, og held síðan á eyjuna fögru á morgun.

Lokaball Rose Bruford var hið ágætasta, nema hvað að ég saknaði þess að eiga myndavél til að setja mynningarnar frá því í stafrænt form.

Lenti í þeirri óvenjulegu (og dálítið óþægilegu) reynslu að mæta svanafjölskyldu á þröngum stíg á leiðinni í skólann á föstudaginn, en þar sem ég var að flýta mér varð ég að mjaka mér framhjá þeim í þeirri von að styggja foreldrana ekki... pabbinn hvæsti á mig, en lét þar við sitja. Lesendum er hér með stranglega bannað að flissa. Eru þetta ekki stórhættuleg kvikyndi í návígi?

Svo er bara að byrja að byggja og safna á miðvikudaginn.