miðvikudagur, apríl 26, 2006

Sorg

Fíni bandalausi bassinn sem Shonel gaf mér í jólagjöf er látinn. Hann varð töskufautum Iceland Express að bráð. Spurning hvort IE ábyrgist á nokkurn hátt öryggi farangurs farþega sinna. Efast stórlega um það... *kjökur*

En ég get glaðst yfir því að gemsinn minn, sem týndist um helgina síðastliðna, er kominn í leitirnar...

Fyrsta vikan eftir páskafrí er alltaf skemmtileg, svokölluð symposium vika (hvað þýðir symposium eiginlega á Íslensku?). Gott meðal við mögulegum námsleiða, að fá að fara í allskonar workshops og fylgjast með umræðum og fyrirlestrum sem mynna mann á fjölbreytileika leikhússheimsins og þeirra möguleika sem manni bjóðast eftir útskrift.
Væri ekki gott ef íslenskir nemendur fengu eitthvað svipað til að kynna fyrir þeim skemmtilega möguleika til þess að auka áhuga þeirra á náminu eða gefa þeim skýrari mynd af því sem þeir vilja gera í framtíðinni?
Í enda vikunnar var slegið upp litlu carnivali þar sem ykkar einlægur spilaði á djembe trommuna sína sem var einmitt keypt á Notting Hill carnivalinu á sínum tíma. Mikið stuð var á liðinu og allir sem fylgdust með, sem og þeir sem tóku þátt, skemmtu sér konunglega.

Nú líður bara að leikstjórnarverkefninu (íík)

mánudagur, apríl 24, 2006

Skrýtið

This Is My Life, Rated
Life:
7.6
Mind:
7.9
Body:
7.3
Spirit:
7.5
Friends/Family:
6.8
Love:
7.7
Finance:
6.1
Take the Rate My Life Quiz


Ég hefði nú haldið að vina- og vandamannadálkurinn væri með þeim hærri í mínu lífi. Greinilegt að vinir mínir eru ekki eins góðir og ég hélt... ekki lýgur netið allavega!

laugardagur, apríl 22, 2006

Netprófamaraþon

hvað get ég sagt? Ég er þunnur, í letikasti, og hef gaman af þessu

Your French Name is:

Jules Dupin


Your Personality Profile

You are elegant, withdrawn, and brilliant.
Your mind is a weapon, able to solve any puzzle.
You are also great at poking holes in arguments and common beliefs.

For you, comfort and calm are very important.
You tend to thrive on your own and shrug off most affection.
You prefer to protect your emotions and stay strong.


Your IQ Is 110

Your Logical Intelligence is Below Average

Your Verbal Intelligence is Above Average

Your Mathematical Intelligence is Exceptional

Your General Knowledge is Exceptional


The Cure Shares Your Taste in Music


See their whole playlist here (iTunes required)


You Are 60% Boyish and 40% Girlish

You are pretty evenly split down the middle - a total eunuch.
Okay, kidding about the eunuch part. But you do get along with both sexes.
You reject traditional gender roles. However, you don't actively fight them.
You're just you. You don't try to be what people expect you to be.


Það segir sig sjálft að maður hefur lokaorðin síðust, en svo fannst mér þau líka skemmtilegust :)

Your Famous Last Words Will Be:

"I dunno, press the button and find out."

laugardagur, apríl 15, 2006

Ég get þetta enn þá!

Það er örugglega hollt að tékka á svona hlutum, bara til að vita hvort maður virkilega læri eitthvað á skólagöngu sinni.

You Passed 8th Grade Math

Congratulations, you got 9/10 correct!

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Fjúkk

Það er gott að þessi bók sé enn þá til sölu, svona djöst in keis...

Hittingur með Hildi og örugglega Gumma og Inga í kvöld; Hoffman, Foreign Monkeys og fleiri á Conero annað kvöld plús afmælisveisla Forseta vors; Todmobile á föstudaginn; Armæða og Arndís á Prófastinum á laugardaginn og svo eru Einar bro og dætur að koma plús Erna og kærastinn hennar og örugglega alltof miklu fleira fólk sem mér þykir vænt um.
Þau taka á, þessi frí :Þ

mánudagur, apríl 10, 2006

Axjonn!!!

Kominn heim. Stoppaði í þrjár nætur í Rvk sem áttu að fara mestmegnis í afslöppun og kannski eina eða tvær kaffihúsaferðir. Í staðinn fór ég á dEUS tónleika, "Forðist Okkur" í Borgarleikhúsinu og grandskoðaði næturlíf borgarinnar, sem hefur ekki tekið mörgum breytingum, en þó einni sem hryggir mig mjög: 22 hefur lokað. En ég hef allavega enn þá 11na!

Svo bara Hoffman í 2. sæti á Xinu og Foreign Monkeys sigurvegarar músíktilrauna. Heilar fjórtán sveitir starfandi á eyjunni fögru og bæjarstjórnin búin að lofa að styðja betur við bakið á vestmannaeysku rokksenunni. Að hugsa sér, þegar við vorum á fullu í D-7, þá vorum við og Dans á Rósum einu hljómsveitirnar sem störfuðu að einhverju ráði hérna, nú er allt morandi í hljómsveitum og sífellt verið að halda tónleika og svona. Það er þá kannski von fyrir Eyjar enn...