föstudagur, mars 31, 2006

Lokadagur

Vorum ad klara sidasta kennslutimann okkar og thvi er bara eftir ad syna leikritid kl. 18:00, sma pöbbaferd eftir thad og svo i rumid. Fljugum flest til London um hadegi a morgun. Skrytid ad hugsa til thess ad vid seum buin ad vera herna i thrja manudi. Vid vorum ad tala um thad sem hefur dregid a daga okkar medan a dvöl okkar hefur stadid, og thad er bara otrulega margt. Thetta er buin ad vera heljarinnar reynsla sem mun lifa lengi i minningunni (og halft gigabite af myndum hjalpar daldid hvad thad vardar), en thad er kominn timi a ad kikja heim.

Um daginn kvartadi eg yfir surnandi vist, en hun atti eftir ad surna enn meira. Eg fekk nefnilega aelupest eda matareitrun eda einhvern fjandann a sunnudagskvöldid og var algerlega ur leik fram a thridjudag, og tha var eftir ad fa matarlistina aftur, sem let ekki a ser kraela fyrr en a midvikudeginum. Lagpunktur ferdarinnar? Eg held thad nu!

Eniveis (eins og Andri segir gjarnan), sjaumst vonandi i paskafriinu elskurnar minar.

sunnudagur, mars 26, 2006

The animal in me!

You Are A: Monkey!

monkeyMonkeys are intelligent and agile, well-adapted for jungle life as they swing happily from tree to tree. As a monkey, you are a social animal who is quick to learn new things and loves to climb. A monkey's tiny primate features are irresistable, as is his gregarious personality!

You were almost a: Duck or a Bear Cub
You are least like a: Turtle or a ChipmunkDiscover What Cute Animal You Are!

Í gær lærði ég þetta:

ef maður ætlar að setja persónulegt met í samfelldri drykkju með því að drekka í 28 tíma samfleitt, þá er best að maður hafi ekki verið vakandi í 13 tíma áður en byrjað er á drykkjunni. Fór á djammið með fólkinu á föstudagskvöldið og skemmti mér konunglega. Fór með tveimur vinkonum mínum heim til eistnesks kunningja okkar þar sem ein okkar stakk upp á því (meira í gríni en alvöru) að við ættum að taka 24 tíma fyllerí. Ég tók hana á orðinu og við þustum út úr íbúðinni á veitingastað sem er opinn allan sólarhringinn og fengum okkur að borða og drekka. Síðan var stokkið upp í sporvagn í þeim tilgangi að finna þann stað sem er bestur fyrir snjóþotur í Tallinn, en í staðinn lentum við á endastöð einhvers staðar úti í rassgati! Við komumst þó aftur heim heilu á höldnu og ég tók til við að halda stúlkunum vakandi þangað til að þær fóru að grátbiðja mig um að leyfa sér að sofa. Hélt út með nokkrum vinum og náði mér í rassþotu og renndi mér með þeim í lítilli brekku í smá tíma þar til þreytan fór að segja heldur betur til sín og við héldum heim, þar sem ég henti mér í rúmið um fimmleitið. Árangurinn: 34 tíma vaka og 21 tíma fyllerí. Svo sem ágætt, en betur má ef duga skal! Verð að plana þetta seinna meir.

miðvikudagur, mars 22, 2006

Vistin súrnar

Eitt og annað er farið að stuðla að nettu þunglyndi hjá mér þessa dagana. Leikritið sem við erum að vinna að, og virtist í fyrstu vera hið fínasta stykki, er farið að fara í taugarnar á okkur. Aðalástæðan fyrir því er að Kadi (fyrrnefndur kennari) er frekar ónýtur leikstjóri, en svo er þýðingin líka hræðileg og ýmsir frasar sem koma bara út úr blánum hér og þar. Þar að auki er hún að klippa leikritið niður í ræmur sem missa allt samhengi og svo virðist sem það fjúki u.þ.b. fimm línur á hverri æfingu. Þetta gerir okkur erfitt fyrir hvað varðar að vera með á nótunum textalega séð, auk þess sem hún breytir blokkeringum á 10 mínútna fresti! Upp úr þessu skapast vítahringur þar sem við flöskum á texta sem fær hana til að kötta meira og breyta meiru... og við sýnum á föstudaginn í næstu viku!!!

Einnig er svefninn hjá mér orðinn heldur erfiður og ég hef ekki fengið almennilegan nætursvefn síðustu 2-3 vikur, annað hvort vegna slæmra draumfara, óeðlilegrar morgunbirtu eða bara út af því að líkaminn minn virðist ekki vera í skapi til að sofa!!!

En jæja, það eru aðeins tíu dagar eftir af dvölinni hér, og þá snýr maður heim í stutt frí og fær svo að eyða restinni af önninni með Shonel í nálægð við fleira fólk sem manni þykir vænt um.

Annað sem veldur mér áhyggjum: ég er ekki búinn að geta komið höndum mínum yfir leikritið sem mig langar að nota í leikstjórnarverkefninu mínu, né heldur tónlistinni sem mig langar að stúdera fyrir það. Málið er að ég reyndi að ná í diskinn með samstarfi Sigur Rósar og Steindórs Andersen, rímnameistara, hjá Kidda Snæ vini mínum, en hann var ekki með hann í höndunum þegar ég var síðast á landinu. raritetið mitt tjáði mér það að bróði hennar ætti víst eintak af téðum diski, en bara svona til að vera öruggur langar mig til að tékka hvort einhver viti af eintaki sem ég get kóperað meðan á páskafríi stendur.

laugardagur, mars 18, 2006

Spakmæli

Var að muna eftir dálitlu sem einn vina minna sagði við mig hérna úti sem mér finnst mjög góð heimspeki: Maður hættir ekki að leika sér út af því að maður er orðinn gamall; maður verður gamall út af því að maður er hættur að leika sér!

ha, ég? Með aldurskomplex? Neeeeh...

REACH OUT AND TOUCH FAITH!!!


Jæja já!

Ég, Jane og Dan mættum galvösk í "Saku Suurhall" höllina síðastliðinn fimmtudag, kynntum okkur sem vini The Bravery (híhí) og eftir smá bið fengum við þrjá ókeypis miða í hendurnar og nutum magnaðra tónleika. Ég vona innilega að Erna og Anthony (sem er trommari The Bravery) verði mjög hamingjusöm saman um aldur og ævi svo ég komist oftar frítt á tónleika :)

Gærdagurinn var Dagur Heilags Patreks, og þar sem það er ein írsk stúlka í hópnum var það auðvitað bráðnauðsynlegt að fara á skallann. Við fórum á írskan pöbb, sem var pakkaður af bretum, írum, könum og fleiri þjóða kvindindum, og nutum tónlistar U2 coverbands og - einhverra hluta vegna - sekkjapíputónlistar. Svo var auðvitað drukkinn Guinnes í lítratali og grænn bjór var einnig á boðstólnum. Þó að flestir hafi drifið sig heim á skikkanlegum tíma, vorum ég og Jane í fullu fjöri fram á morgun og lærðum rússnesk blótsyrði (sem við erum reyndar búin að gleyma núna) og drukkum piparmyntuvodka. Við spöruðum líka pening á því að vera nógu lengi úti til þess að taka fyrsta strætó morgunsins í staðinn fyrir leigara :D

Svona á að gera þetta!

miðvikudagur, mars 15, 2006

Húff!!!

Fór á netkaffihús um daginn og ætlaði að tengjast netinu, en gat það ekki. Ég átti í svipuðum vandræðum síðasta sumar og þegar ég lét kíkja á tölvuna, þá var það stillingarmál sem var leyst á staðnum. Ég reyndi að leysa þetta eins og ég gat í þetta skiptið, en ekkert gekk og ég sé fram á að vera tengingarlaus það sem eftir lifir dvöl minni hérna úti.

*Öppdeit* Var að koma frá umboðsaðila Dell í Tallinn, þar sem málinu var snarlega kippt í liðinn, jibbýskibbýjei!!!

Við fórum til Tartu síðustu helgi. Kadi (sem ég kallaði víst Mardi í einni af fyrri færslum mínum) fór með okkur í heimsókn í háskólann í Tartu, sem er elsti og stærsti háskólinn í Eistlandi, með 18.000 nemendur. Við fengum að skoða listasafn skólans, sem einhverra hluta vegna hefur að geyma alvöru múmíu af litlu barni frá 2000 f.kr..
Við sáum tvær leiksýningar meðan við vorum í Tartu, The Crucible eftir Arthur Miller og Hundrað Ára Einveru. Báðar sýningar voru hræðilegar og ég er búinn að ákveða að Eistneskt leikhús er ekki eins frábært og ég hélt í fyrstu. Svo virðist sem Eistar séu á þeirri skoðun að leikrit megi helst ekki vera styttra en tveir og hálfur klukkutími, og af þeim tólf sýningum sem ég er búinn að sjá hérna eru fjórar búnar að vera þrír til þrír og hálfur klukkutími að lengd, og aðeins þrjár undir tveimur tímum. Það væri svo sem í lagi ef sýningarnar væru frábærar, en þegar maður þarf að sitja undir þvílíkum hroðbjóð eins og við sáum um helgina, þá eru þrír tímar heil eilífð!
En hvað er að? Mér sýnist sem Eistar mæti í leikhús bara til að mæta í leikhús. Á þeim tímum í sögu Eistlands þegar þjóðin hefur verið undirokuð, hvort sem það er af Svíum, Þjóðverjum eða Rússum, þá hefur leikhúsið verið mikilvægur miðill sem leyfði fólki að halda í sína þjóðerniskennd og mótmæla ríkjandi ástandi (undir rós, auðvitað), og mér sýnist sem fólk mæti í leikhús nú orðið meira af skildurækni en annað. Á þeim sýningum sem mér hefur þótt vera frábærar höfum við verið eina fólki sem hrópar og blístrar til að láta ánægju okkar í ljós, en alltaf klappar fólk leikarana upp að minnsta kosti þrisvar sinnum með þreytulegu, taktföstu lófataki. Við höfum líka tekið eftir því að fjórða árs leiklistarnemarnir eru með afburðum betri en leikarar sem hafa tíu ára reynslu eða meira á bak við sig og það skýrist örugglega með því að þegar maður útskrifast úr eistneska leiklistarskólanum, þá er maður öruggur með vinnu fyrir lífstíð, en maður mun líka væntanlega leika hjá sama félaginu allan sinn feril. Þetta öryggi gerir það væntanlega að verkum að margir leikaranna hætta að halda sér við, hætta að gera radd- og líkamsæfingar og mennta sig aðeins meira, þó ekki væri nema að mæta á stutt námskeið af og til. Við öfunduðum eistnesku nemendurna í fyrstu, en nú virðist hlutskipti þeirra ekki vera eins gott. Eins óöruggur og ég er með kúrsinn minn og þau tækifæri sem mér munu bjóðast þegar ég útskrifast, þá veit ég að ef ég stend mig vel og held rétt á spilunum, þá mun minn ferill vera skemmtilegri og fjölbreyttari en þeirra sem sem starfa í Eistlandi, sem eru í rauninni að vinna 9-5 vinnu eins og allir aðrir.

laugardagur, mars 04, 2006

Fóbíur

Þegar ég var í sálfræðinni í FÍV, þá lærði ég um ýmsar fóbíur sem fólk berst við, eins og kóngulóafóbíu og loftfælni, sem eru skiljanlegar. Sjálfur er ég haldinn vægri myrkfælni, ég var frekar slæmur þegar ég var krakki, en nú er það bara svo að ég á erfitt með að sofa einn í ókunnugu umhverfi. En svo voru hlutir eins og ótti við fjaðrir sem maður á erfiðara með að skilja. Nú þegar ég hef umgengist fólkið í hópnum mínum meira og minna allan daginn hef ég fengið að kynnast ýmsum fleiri undarlegum fóbíum. Joanna er t.d. hrædd við óvenju hávaxið fólk og fólk á stultum, auk þess sem hún er hrædd við nokkurn veginn alla fugla.
(fólkið birtist í réttri röð)
Dan á erfitt með að koma nálægt bökuðum baunum, Amanda á erfitt með að horfa á úlnliði fólks og að sjá þegar æðar eru sýnilegar undir húð fólks og Natalie, sem er ekki haldin lofthræðslu, á erfitt með að labba á málmgrindum og svoleiðis. Þetta mynnir mig óneitanlega á garðálfafóbíuna hans Jóns Geirs, vinar míns og því spyr ég: er eitthvert ykkar haldið sjaldgæfri fóbíu?

miðvikudagur, mars 01, 2006

1. mars! Gleðilegan bjórdag!!!


Jæja! Helgin í London var draumi líkust! Við komuna fékk Shonel vægt sjokk yfir hárvextinum í andlitinu mínu, en vandist honum fljótt, og nú vill hún ekki að ég raki mig... við sjáum hvernig það fer eftir dvölina hér.

Við skötuhjúin gerðum okkur glaðan dag á Leicester Square á laugardeginum. Lékum okkur í leikjasal, þar sem við unnum okkur inn kanínubrúðu handa Shonel, tróðum okkur út af ís og fórum í bíó... tvisvar(!) og sáum Munich og Crash, sem munu lifa lengi í minningunni sem hreint út sagt frábærar myndir. Sunnudagurinn fór svo bara í leti og sjónvarpsgláp í örmum hvors annars (jájá, ég veit ég er væminn).

Í gær ákvað ég að tékka á miðum fyrir Depeche Mode tónleikana, sem við höfðum trassað í þónokkurn tíma, og það kom á daginn að sá tími var of langur, löngu uppselt og við sitjum uppi með sárt ennið... eins og aular.

En víkjum að náminu í smá stund. Ég hef mynnst (minnst?) á tungumálaörðugleikana, sem eru reyndar frekar smávægilegir, en þeir bjóða stundum upp á sæmilega skemmtun. Um daginn var ég í raddþjálfunartíma og, eins og gengur og gerist, þá fór mér að svima örlítið. Ég kraup á hækjur mér og setti hendurnar yfir munn og nef og andaði rólega til að komast yfir svimann. Kennarinn tók eftir mér og spurði hvað væri að. Þegar ég útskýrði málið gaf hún mér þetta hollráð: "Concentrate on detail, then you won't lose your mind". Þannig að þá veistu það, lesandi góður: ef þig svimar, þá skaltu einbeita þér að smáatriðum svo að þú missir ekki vitið!!!

Góðar stundir