laugardagur, desember 31, 2005

"Tíminn líður endalaust..."

Þá er þessu ári næstum lokið. Jólin bara búin að vera fín. Tilheyrandi djamm tekið út og nú er bara Gamlársballið eftir. Sótti Shonel á Keflavíkurflugvöll og gistum við í nýju íbúðinni hjá Einari bróður og Elvu. Sáum King Kong (ómægod! snilldin!)með Magna á miðvikudagskvöldið og kíktum á Jólaævintýri Hugleiks kvöldið eftir í fylgd Nonnans míns. Óhætt að segja að þar hafi hinn sanni jólaandi komist í gírinn með hjálp snillinganna í Hugleik: takk fyrir, Sigga Lára (Jón Geir, taktu frá svona Trommubox fyrir mig!). Komum til Vestmannaeyja í hávaðaroki og Shonel, sem aldrei hefur migið í saltan sjó, slapp alveg við alla sjóveiki! Farið var í skoðunarferð um eynna og svo kíkt á Conero í smá pool og spjall með smá rúnt í endann.

Í dag slógumst við skötuhjúin í för með Vinum Ketils Bónda til að setja upp merki félagsins í hlíðar Helgafells, en frúin var ekki alveg tilbúin til að tölta upp og niður fjallið í þessum kulda, svo henni var fylgt heim áður en verkið var klárað. Nú logar merki óskabarna Eyjanna í hlíðum Helgafells og minnir fólk á að heimsfriður og útrýming hungursneyðar eru engan veginn óhugsandi (ef þessi félagsskapur getur burðast með fleiri hundruð kíló af kyndlum hálfa leið upp eldfjall, raðað þeim rétt niður og kveikt í þeim án þess að nokkur slasist eða deyi, þá er allt hægt!!!)

Nú er bara að sjá hvernig íslenskt áramótadjamm leggst í Shonel...
Gleðilegt ár og takk fyrir að liðna!

þriðjudagur, desember 27, 2005

URK!!!

Þetta er kannski besta leiðin til að lýsa líðan minni núna. Tvö djammkvöld í röð afgreidd, og hið seinna - gærkvöldið - var nokkurn veginn óplanað. Ég var ekkert sérlega spenntur fyrir því að mæta á ballið í gær, aðallega út af þeim fíflaskap sýslumannsins hér í bæ að veita ekki leyfi fyrir balli á aðfaranótt 2. í jólum en leyfa hins vegar ball í gær, þegar það var vinnudagur daginn eftir! Auðvitað var mætingin heldur dræm, og ballið heldur viðburðasnautt. Ég náði þó að skemmta mér með spjalli við skemmtilegt fólk og örlitlum dansi í endann. Mér þætti gaman að hitta Sýsla og heyra hann reyna að rökstyðja þessa ákvörðun sína, það er nú einu sinni hollt að hlægja af sér rassgatið!

Mikil eftirvænting fyrir morgundeginum! Shonel lendir með Iceland Express um þrjúleitið og mun ég gera mitt besta til að hún skemmti sér vel. Inn í því plani lendir auðvitað Jólaævintýri Hugleiks og verður gaman að sjá hvernig það legst í hana. Hvernig ég mun skemmta mér er engin spurning, þetta verður hrein snilld!

föstudagur, desember 23, 2005

Athugasemdir

Fékk spam-comment við síðasta póst og sagði "hingað og ekki lengra!" Mikið þætti mér gaman að koma höndum yfir einhvern þeirra sem halda svona starfsemi úti og, í fyrsta lagi, spyrja hann hvort hann græði mikið á þessu og, í öðru lagi langar mig að berstrípa hann, tjarga og fiðra og hengja hann upp á tánum á fjölförnum stað (mannréttindasáttmálinn nær ekki yfir svona fólk).

En þetta litla atvik nær engan veginn að spilla fyrir mér vina- og ættingjamótum síðustu daga. Eins og það er hálf dauft að vera hérna í Eyjum þegar enginn er til að leika sér við, þá er þeim mun meira gaman þegar maður sér að þessi og hinn er kominn í bæinn og rekst á gamla og góða vini úti á götu eða inná pöbbnum (sem er reyndar algengara). Litlu Jól Vina Ketils Bónda voru í gær, og var skipts á gjöfum góðum og farið í pub-quiz þar sem Forseti vor og Siggi Björn báru sigur úr bítum (grunsamleg úrslit í hið minnsta). Eftir þetta var sest og vandamál heimsins skeggrædd fram og aftur, en engar lausnir voru fundnar.

Nú er bara að hjálpa til við jólasteikina og gera sig fínan fyrir Jesú, hann er víst svo strangur þegar það kemur að dresskódinu í afmælinu hans.

GLEÐILEG JÓL ÖLL SÖMUL!!!

mánudagur, desember 19, 2005

R.I.P.

Þetta eru víst gamlar fréttir, en þar sem þetta fór fram hjá mér, þá getur vel verið að eitthvert ykkar hafi ekki heldur heyrt þær.

Tvímælalaust einn af bestu og áhrifamestu skemmtikröftum 20. aldarinnar.

laugardagur, desember 17, 2005

Hjúkk!!!

Varð hugsað til þess í gærkvöldi að ég hef ekkert tékkað á því hvað Radiohead eru að gera þessa dagana; þeir gætu vel verið búnir að spila í London án þess að ég vissi af því! Ef sú er raunin, þá neyðist ég til að rota sjálfan mig upp á prinsipp. En allavega, ég kíkti á síðuna þeirra og fór að skoða bloggið sem þeir halda úti. Sá þetta, og hjartað stoppaði í tvær sekúndur. Djöfull er maður auðtrúa stundum.

mánudagur, desember 12, 2005

*andvarp*

...kominn heim.

Lenti rétt rúmlega ellefu í gærkvöldi og var sóttur af öðlingnum honum Gumma sem skutlaði mér heim til Ernu Bjarkar þar sem mín beið kók, spjall og svefnsófi. Mikilvægt að hitta á hana þar sem hún er á enn meiri þeytingi en ég út um allar tryssur þessi misserin og erfitt að láta leiðir okkar liggja saman. Kristín Óskars gisti líka hjá henni og leyfði mér að fljóta með í Herjólf. Gott þegar maður sleppur svona við allar rútuferðir :)

Nú er bara að byrja jólaundirbúninginn. Ég mun taka öllu meiri þátt í honum þetta árið þar sem móðir mín sæl skröltir um á hækjum og getur lítið verið að stússast í þessu. Svo er bara að kíkja á körfuboltaæfingar, hitta á vinina og kíkja á Conero svona einu sinni eða tvisvar meðan ég er hérna.

En spurningin sem brennur á allra vörum er væntanlega þessi: Hvað myndi Ástþór gera ef hann gæti skipt um kyn í viku?
Ég skal segja ykkur það

1: Drífa mig í sund... en eyða mesta tímanum í búningsklefanum
2: Fara á frítt fyllerí (ég yrði svo yndisfagur kvenmaður að það yrði ekkert mál)
3: Fara á deit og gera varla annað en ropa, reka við og klóra mér í klofinu
4: Stunda kynlíf (hver sem segist ekki vilja prófa það er lygari!)
5: Stunda lesbískt kynlíf!!!
6: Standa ber að ofan fyrir framan spegilinn... og hoppa
7: Fara á karókíbar og syngja ekkert nema þungarokkslög
8: Reyna borðtennisboltatrikkið!
9: Tékka hvort tíðaverkir séu í rauninni jafn slæmir og spark í punginn
10: Síðasta daginn myndi ég nota til þess að slátra Einari Bárða fyrir glæpi gegn mannkyninu - the perfect crime!!!

Ég löðrunga Fangor, Hjalta Litla og Hörð

föstudagur, desember 09, 2005

Úúúúúffff...

Thessar sidustu 2 vikur eru búnar ad vera heldur annasamar! Lokaverkefni, jólainnkaup, undirbúningur fyrir Eistlandsdvol (fer eftir 31 dag!!!) og fleira hefur haldid mér frá tolvunni og ég veit ekkert hvad er ad gerast i heiminum i dag!

Vid fognudum thvi ad sidastu tveimur lokaverkefnunum lauk i gaer og nú er bara lokafundur thar sem vid fáum meiri upplysingar um londin sem vid forum til og leikstjórnarverkefnid sem vid munum vinna ad i lok thessa skólaárs.

Svo er bara djamm i kvold, pakkad nidur og slappad af med Shonel á morgun, og heim á sunnudagskvoldid.

Sjáumst!

(Gummi, ég svara lodrungnum thinum seinna)