sunnudagur, október 30, 2005

Hinn gullni meðalvegur

Ég er að taka mér smá pásu frá ritgerðarskrifum þetta augnablikið. Reyndar eru engin eiginleg skrif búin að fara fram, bara lestur og punktar, ásamt nokkrum blundum sem hafa komið nokkurn veginn af sjálfum sér. Ég er hættur að hafa neinar stórfelldar áhyggjur þó ég sé ekki búinn að skrifa neitt viku fyrir skilafrest, þetta virðist alltaf koma þegar pressan eykst og einkunnirnar hafa bara verið stórfínar hingað til. En ég er samt að reyna að breyta mynstrinu, byrja fyrr, lesa meira og þurfa ekki að vaka langt fram eftir nóttu síðustu dagana. En ekkert kemur. Í þetta skiptið á ég meira að segja erfitt með að finna efni sem ég get notað í ritgerðina. En, eins og áður sagði, ég er ekkert að stressa mig... eins og er.

Ég ætla að vinna næstu 2 tímana og svo förum við Shonel til Greenwich til að eyða deginum m.a. í bíóferðir og notalegheit fram á kvöld, svo reyni ég að kreista nokkur orð út úr mér í viðbót.

Eitt enn sem gaman er að minnast á, ritgerðin á að vera komin í hús fyrir kl. 14:00 á mánudaginn 7. nóv. Næsta ritgerð á að skilast þann 23. nóv. kl. 16:00. En eftir þetta skilst mér að vinnan verði nær eingöngu verkleg þangað til eftir páska, þannig að það verður andað þó nokkru léttar þegar þessari skriftartörn er lokið.

þriðjudagur, október 25, 2005

Bara svo thad sé alveg á hreinu:


How evil are you?


Thar hafidi thad, og látid ykkur ekki detta i hug ad lysa neinu odru yfir!

föstudagur, október 21, 2005

Víma

Já, ég er í vímu. Woyzeck var snilldin ein og gaman var ad fylgjast med spjallinu vid hann Gísla leikstjóra eftir syninguna.

En thetta gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Vid skotuhjúin gerdumst sek um thad ad treysta um of á samgongukerfi Lundúnaborgar og guldum fyrir thad med thví ad koma 5 mínútum of seint á stadinn og horfdum á fyrstu 20 mínúturnar á sjónvarpsskjá inní lítilli setustofu med 8 odrum tossum. En eftir ad búid var ad lauma okkur inn í salinn gleymdist bras kvoldsins og fengum vid ad njóta syningarinnar til fullnustu… thrátt fyrir ad hafa setid upp undir rjáfri.

En nú tekur vid annad og ollu sárara verk. Hún Erna Bjork er búin ad vera heldur lot vid bloggid undanfarid og thví get ég ekki annad en vísad henni í hundakofann thangad til hún tekur sig saman í andlitinu. Gummi Lú er engu skárri og verdur minna lagt upp úr thví ad fylgjast med hogum hans á netinu naestu daga, og svo tilkynnti hún Íris mér thad ad hún sé haett ad blogga, a.m.k. í bili, thannig ad henni hendi ég bara beint út… en hún verdure audvitad bodin velkomin aftur ef og thegar hún tekur lyklabordid af hillunni.

miðvikudagur, október 19, 2005

Unglingar...

... eru erfidir. Ég var fenginn af kunningja minum til thess ad hjálpa honum med gotuleikhússworkshop fyrir hóp af 13-14 ára krokkum i einu af fátaekari hverfum London. A tveggja vikna fresti fer 5 manna hópur sem samanstendur af núverandi og fyrrverandi nemendum Rose Bruford til Woolwich og kynnir nokkra unglinga thar fyrir leiklist og ymsu sem henni tengist svo thau sjái ad thau thurfa ekki endilega ad vera gód i hinum hefdbundnu skólagreinum til ad komast áfram og ad thad er mikilvaegt ad klára fyrstu skólastigin til ad eiga fleiri moguleika i lifinu. Thetta voru dáldid frústrerandi 6 timar, en gefandi thar sem madur sá nokkra af krokkunum gripa thad sem madur var ad kenna theim og koma manni á óvart. Svo fengum vid ad heyra frá fólki sem taladi vid thau eftir á ad theim hefdi thótt bara helviti gaman. Fint fint! Og svo fékk ég lika 50 pund fyrir thetta... enn betra!

Annars er ég búinn ad vera ad berjast vid enn adra kvef- og hálsbólgupestina sidan um helgina og ég er ekki frá thvi ad thetta verdi metár hvad veikindi vardar hjá mér. Pirrandi.

Woyzeck á morgun! Eftirvaenting i gangi? Get ekki neitad thvi

miðvikudagur, október 12, 2005

Nettenging á leidinni

Vid íbúarnir á 147 Penhill Road erum ad vinna í thvi ad koma upp nyrri nettengingu, thar sem theirri fyrri hefur vaentanlega verid sagt upp, og thvi má búast vid thvi ad thessar pirrandi, og heldur strjálu, hálf isl-ensku faerslur muni hverfa af sidu thessari.

En hvad er ad frétta? Helgin sem leid var thó nokkud stór. Fór og heimsótti hann Nonna á fostudaginn, en ekkert hafdi ordid úr áformum okkar um ad kikja i leikhús thar sem félagid sem átti ad syna thetta kvoldid hafdi haett vid uppfaersluna á sidustu stundu!! En vid létum thad ekki trufla okkur og forum bara á fylleri med bekkjarfélogum hans Nonna.

Drosladi mér á faetur um 11-leitid daginn eftir og kom mér aftur til Sidcup til thess ad hitta Gordy, vin minn og bekkjarfélaga, thar sem vid vorum fengnir til ad syna eldblástur i partyi sem átti ad fara fram i og vid ibúd ykkar einlaegs. En fyrst á dagsskrá var bióferd i bodi Shonel! Vid skelltum okkur i einn af fjórum lúxussolum i biói sem er med 18 sali allt i allt (!!!) og sáum A History of Violence. Ég vil ad thetta sé algjorlega á hreinu, lesandi gódur: Fordastu alla umfjollun um thessa mynd, sem og synishorn úr henni eins og heitan eldinn!!! Fardu bara og sjádu, og njóttu. Best er ad vita sem minnst, og thad eina sem ég vissi var ad Viggo Mortensen var i henni og ad David Cronenberg (Naked Lunch, The Fly) leikstyrdi henni, og ég var thakklátur fyrir thad.

Eftir bíóid drifum vid okkur heim i partyid thar sem ég og Gordy voktum mikla lukku og Nonni lét sjá sig á endanum, eftir ad smá misskilningur hafdi verid leidréttur (hann steig úr lestinni sinni á vitlausri stod… eftir midnaetti… og var svo heppinn ad ná naestu lest sem hefur orugglega verid einnig sú sidasta!).

Sunnudagurinn fór i thad ad reyna ad ná heilsunni aftur medan ég aefdi leikrit sem Oystein, 2. árs leikstjóri og fyrrverandi medleigjandi minn er hofundur og leikstjóri ad. Ég og thrjár adrar manneskjur úr ETA erum leikarar og svo er ljósa- og svidsfólk ad tynast í sarpinn, og frumsyning er áaetlud í byrjun nóvember. Um kvoldid spiladi ég á fyrsta gigginu mínu utan skólans á Metro-barnum góda, i léttri gitar-og-bassastemningu med einum medleigjanda minum og vini hans, og var thad óneitanlega gaman ad fá ad spila aftur fyrir fólk sem hlustar ótilneytt á mann.

Ad lokum, thá vorum vid ad klára kynningu okkar á Meyerhold í dag med verklegu prófi sem, ad mínu mati fór bara nokkud vel, og erum ad faera okkur yfir í Michael Chekhov. Paeder, kennarinn okkar, aetti ad vera sérstaklega vel ad sér í theim málum thví kennarar hans laerdu víst hjá Chekhov sjálfum!!!


…og já, ég er kominn í hljómsveit. Spenntur ad sjá hvad gerist á theim baenum.

þriðjudagur, október 04, 2005

Ionesco, Meyerhold og Simmons

Spennandi hlutir sem vid erum ad skoda thessa dagana.

I gaer byrjudum vid ad skoda existentialisma og thad sem á ensku kallast Theatre of the Absurd (isl. Fáránleikhús?), og thad er óhaett ad segja ad heilinn i manni var á sudupunkti i enda timans, svo mikid var upplysingaflaedid sem madur thurfti ad taka inn. Medal theirra sem adhylltust thessa stefnu voru menn eins og Jean Genet, Eugene Ionesco, Samuel Beckett og fleirri, thannig ad their sem thekkja til theirra geta gert sér i hugarlund hvers konar maendfokki vid stondum i thessa dagana. Til stendur ad fara ad sjá The Lesson eftir Ionesco i Camden á fostudaginn og ég er ad vonast til ad Nonnsinn minn komist med okkur.

Auk thessa erum vid ad kynnast thjálfunartaekni Meyerholds, sem útheimtir thónokkurn aga hvad allar hreyfingar vardar og vid thurfum oft ad eyda dágódum tima i stellingum sem erfitt er ad halda medan Paeder gengur hringinn og tékkar hvort vid séum ekki búin ad stilla okkur rétt upp (púff).

En auk thess ad laera hitt og thetta sjálfur, er ég ad fylgjast med nokkrum skólakrokkum i ogudum heimavistarskóla laera ad rokka... undir handleidslu sjálfs Gene Simmons. Thad er erfitt ad lysa herra Simmons i ordum, en ég veit ad ekkert theirra er jákvaett... nei, ok, "sjálfsoruggur" er jákvaett lysingarord. Veit ekki hvort ég nenni ad fylgjast meira med thessu. Annars vegar fer Simmons alveg rosalega i taugarnar á mér, en hins vegar vaeri dáldid gaman ad fylgjast med ferlinu hjá nemendum hans, sem faestir hafa neinn áhuga á rokki og fynnst kennarinn theirra vera heldur hjákátlegur. Og já, medan ég man: their sem útskrifast munu verda thess heidurs adnjótandi ad hita upp fyrir Motorhead á tónleikum :D