mánudagur, september 26, 2005

Eitthvad virdist faedingarvottordid vera i ólagi...

You Are 25 Years Old

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.

Here we go again!

Fyrsti timi annars ars buinn. Hressandi!

Lenti hálftIma of seint (12:10) a Stansted vegna vidhaldsframkvaemda a flugbrautinni og thaut eins hratt og mogulegt var i gegn um flugstodina til thess ad hitta Shonel. Óhaett ad segja ad thar hafi verid fagnadarfundir. Fórum heim til hennar og stigum vart út úr húsi fyrr en seinnipart fimmtudagsins. Á fostudaginn var svo skráning og fundur med kennurum og svo var bara ad halda upp á endurfundina med skólasystkinunum! Gaman thar.

Vid skotuhjúin skutumst svo til Woking til ad heimsaekja Andrew fraenda minn og saekja dótid sem var i geymslu hjá theim fedgum. Fórum út ad borda, horfdum á "American Dad" og svo var bara skotist aftur til Sidcup daginn eftir.

Ibúdin min virdist eitthvad vera ad drabbast nidur, og gaeti thad tengst theirri stadreynd ad thad er bara ein stelpa eftir i henni og hún er á Nyja Sjálandi thessa dagana. Vona ad hlutirnir lagist thvi ég nenni ekki ad standa i meira ibudarbrasi!!!

Annars bid ég bara ad heilsa ykkur ollum og vid sjáumst i desember (ef ekki fyrr)

mánudagur, september 19, 2005

Góðir dagar

Allt hefur farið vel fram þessa helgina, fyrir utan það að Herjólfur ætlaði að stinga mig af á laugardagsmorguninn, en ég dey ekki ráðalaus og stökk um borð að aftan þegar hann var kominn 2 metra frá bryggjunni... með 30 kíló af farangri... og í fullum herklæðum. Ok, hann var ekki búinn að leysa landfestar, og ég stökk ekki, en ég steig um borð að aftan, með hjálp Pabba og háseta skipsins. Laugardagskvöldið fór eins og áætlað var og meir en það. Heimsótti stóra bró og fjölskyldu, drakk nokkra bjóra með frænkufereykinu frækna - Victoriu, Iðunni, Hrefnu og Maddý, mætti í innflutningsveislu Aldísar og hlýddi á töfratóna Bibba pönkgoðs, hljóp á Ellefuna til að hitta Viggó, Sæþór og fleiri, sem voru farnir þegar ég kom, en rakst í staðinn á forseta vorn og Kolla, og spilaði "fúsboll" með Eyrúni Haralds á móti vinkonu hennar og einhverjum gaur, og endaði sá leikur með miklum báráttusigri okkar!

Fór á Klaufa og Konungsdætur með Gumma og varð ekki fyrir vonbrigðum, þess heldur fór þetta fram úr væntingum mínum... eini gallinn var að þar sem þetta er helst fyrir börn, þá var dáldill kliður og einstaka væl í salnum allan tímann. Svo var bara chillað fram á kvöld og mætt á Litla Ljóta Andarungann þar sem Toggi kom færandi hendi með tvo diska með rússneska ofurþjóðlagabandinu Ljúbe, sem og Bibbi, Huld og Hjalti.

Nú er ég bara á Prikinu, nýbúinn að kveðja Ernu Björk og Íris, Alla og Ingi Freyr eru nýkominn og Ingi Þór á leiðinni.

Einn og hálfur sólarhringur eftir...

föstudagur, september 16, 2005

Ekki er öll vitleysan eins

Nú er Andri víst búinn að klukka mig. Þá verð ég víst að setja fram 5 random staðreyndir um sjálfan mig og klukka svo 5 bloggara í viðbót. Zindri greyið var víst líka búinn að klukka mig, en þar sem hann er blogglatari en andskotinn sjálfur var ég bara hættur að lesa hann. It's your own damn fault, boy!!!

en hér fer ekkert:
1. Ég er með plattfót
2. Ég hef náð að vinna 55 Freecell leiki í röð
3. Ég hef sett Vestmannaeyjamet í 3000 metra hlaupi... með því að vera fyrsti Vestmannaeyingurinn sem keppir í því.
4. Ég hef brotið tönn í bjórdrykkjukeppni
5. Ég var hrikalega nefmæltur fram að unglingsárum, þegar ég var settur í talkennslu

Ég held ég klukki Ernu Björk, fangor, Gumma Lú, Tröllatíkina og Hildi Sævalds

fimmtudagur, september 15, 2005

Styttist í þetta

Nú á ég bara einn vinnudag eftir með Pápa gamla og félögum niðri á bryggju. Annað kvöld fæ ég eitthvað súper gott að borða (vonandi humar), kveð Ömmu og aðra ættingja, kíki út í nokkra bjóra og svo bara til Reykjavíkur. Þar tekur sami pakkinn við: hitta á sem flesta áður en ég fer aftur út, smala á kaffihús o.s.frv. Á sunnudaginn næ ég loksins að kíkja á Klaufana hennar Ágústu Skúla með honum Gumma, (spurning hvort einhverjir fleiri vilji kíkja með) og kíki svo á Andarungann til að hitta á leikfélagana.
Á þriðjudaginn mun ég kíkja til Grindavíkur í mat og spjall hjá honum Palla Þorbjörns, sem verður gaman, því maður hefur dáldið vanrækt sambandið við gömlu vinina og svo er ekki á hverjum degi sem maður fer til Grindavíkur... veit reyndar ekki til þess að ég hafi nokkurn tímann stoppað þarna. Ekki verður mikið sofið því ég þarf að mæta upp í Leifsstöð rétt fyrir sex á miðvikudagsmorgunn og svo verður bara farið í loftið um hálf átta og flogið í faðm elskunnar minnar, skólans og Englands með öllu því sem það hefur að bjóða.

Ekki laust við að það sé fiðringur

laugardagur, september 10, 2005

Mikilmennskubrjálæði

Við Íslendingar erum víst með snert af því. Okkur finnst eins og allir eigi að vita a.m.k. eitthvað um Ísland, bara út af Björk og Laxness. Ég hef m.a.s. gerst sekur um að hálf móðgast við að vera spurður hvaða tungumál sé talað hérna á þessu smáskeri okkar. En öllu má nú ofgera. Hér á eftir fer tilvitnun í smáfrétt í Fréttablaði gærdagsins:

"Brotthvarf Davíðs Oddssonar:
Þögn í erlendum fjölmiðlum

Engar fréttir voru í erlendum miðlum af brotthvarfi Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra úr stjórnmálum þegar einn sólarhringur var liðinn frá því að hann tilkynnti það formlega.
Undantekningin var þó ein, því á fréttavef færeyska útvarpsins var frétt um málið í gær undir fyrirsögninni: "Davíð Oddsson gevst nú fullkomuliga í pólitikki."


Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að í ruslakörfum Reuters, BBC, CNN og helstu fjölmiðla norðurlanda liggi fréttatilkynning um einmitt þetta efni, blaut af tárum þeim sem viðtakendur hafa fellt í hláturskrampa meðan þeir hafa, með herkjum, komið út úr sér orðunum: "WHO THE FUCK CARES!!!"

fimmtudagur, september 08, 2005

Nú er gaman!

Varríus er farinn að lesa Biblíuna og bloggar um hana hérna! Hann mun kryfja hana eins og honum einum er lagið og koma með spurningar og pælingar. Ég kvet alla til að fylgjast með, því ekki aðeins munu skrif hans verða áhugaverð, heldur umræðan öll á commentakerfinu! Ég fylgist allavega með, og það er aldrei að vita nema maður gluggin í bókina góðu af og til, svona til að vera með.

þriðjudagur, september 06, 2005

Kjarnorkusprengjur eru allra meina bót

Liggurðu undir árás geimvera? Stefnir risaloftsteinn á jörðina? Er (fliss) kjarni jarðarinnar hættur að snúast? Áttu von á gífurlegum jarðskjálfta sem ógnar strandlínu landsins þíns? Sprengdu þá bara 1 - 5 kjarnorkusprengjur á réttum stöðum og allt mun reddast!
Svo virðist sem þeir sem vilja að Bandaríkin haldi sem fastast í kjarnorkuvopnin sín hafi frekar sterk ítök í henni Hollívúdd, því það koma reglulega út kvikmyndir sem predika það sjónarmið að það er bara hollt að eiga sæmilegan lager af bombum svona til vonar og vara. Nú síðast var það framhaldsmyndin 10,5 sem Stöð tvö sýndi undanfarin tvö kvöld. Fyrri hlutinn byrjaði ágætlega, en svo varð þetta sífellt vitlausara og væmnara eftir því sem á leið. Og þetta var svo tilnefnt til Emmy-verðlaunanna!!! Kaninn stendur alltaf fyrir sínu :) Hálf kaldhæðnislegt að sjá þessa mynd, þar sem allt gengur upp og þeim sem hægt er að bjarga er bjargað, og allir sem eru fluttir í flóttamannabúðir búa þar í sátt og samlyndi, þegar maður er um leið að fá fréttir frá New Orleans og öllu klúðrinu í kring um hamfarirnar þar.

Nú spyr maður sig bara: hversu fljótir verða kanarnir að gleyma þessu klúðri hans herra W???

fimmtudagur, september 01, 2005

Það hlaut að gerast

Varríus benti mér og öðrum lesendum sínum á þessa endemis vitleysu. Ég var nú ekki búinn að sjá þessi viðbrögð fyrir, en þau koma mér nákvæmlega ekkert á óvart! Þeim mun heitari sem trúin er, því minna er umburðarlyndið... og geðveilan meiri!!!