miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Betra seint en...

Hvernig var svo helgin? Bara svona helvíti fín! Aulaðist reyndar á fyllerí með Andra Húgó og Sæþóri Á. kvöldið fyrir brottför svo Mamma þurfti hálfpartinn að draga mig á fætur svo ég missti ekki af dallinum, og var hún ekki ánægð með ástandið á manni... skiljanlega. Boggi og Svana, vinafólk foreldra minna, leyfðu mér að fljóta með í borgina (takk) og þegar þangað var komið var bara komið sér fyrir hjá henni Huld, tekið sér smá rúnt í bæinn, hjálpað henni að undirbúa veisluna og fleira sem til féll. Kíkti á sýningu Hugleiks á "Undir Hamrinum" og rifjaði upp mörg fín fynd, fann ekkert fyrir því að búið væri að stytta sýninguna helling, sem segir manni það að þeir hlutar sem voru klipptir út hafi verið auðgleymdir og þar af leiðandi óþarfir. Eftir sýninguna var svo bara haldið beint í afmælið og skemmt sér konunglega. Hitti mikið af æðislegu fólki sem ég hef ekki séð allt of lengi og var mikið spjallað, étið... og drukkið. Gerði tilraun til að mæta á Hraun eftir partýið en vegna mannvonsku dyravarðar fengum ég og Gummi ekki að kíkja inn. Náðum samt að kasta kveðju á Jón Geir í gegn um gluggann. Þá var bara haldið á Ölstofuna þar sem frizbee hélt sig bara við vatnið vegna ölvunar. Eftir lokun fengum ég og nokkrir úrvaldir knús og koss frá engum öðrum en sjálfum Friðriki Þór Friðrikssyni (málavextir skipta ekki máli, bara neimdroppið) og ég og Huld gerðum okkur heimakomin hjá honum Bjössa Thor greyinu, sem átti sér einskis ills von, en bauð okkur samt velkomin. Vöknuðum um hádegi en fórum ekki út fyrr en rúmlega 3 þar sem við gátum ekki hætt að spjalla, en líka vegna þess að Huld gat ómögulega horfst í augu við draslið heima.
Eftir smá heimsókn til Einars Bro var bara drifið sig í rútu og Herjólf og daglegt líf feisað á ný.

3 vikur þar til ég fer aftur út!!!

föstudagur, ágúst 26, 2005

"Altso"

"Altso" er orð sem fer alveg óendanlega í taugarnar á mér. Einnig hef ég tekið eftir því að flestir þeir sem nota þetta orð að jafnaði eru leiðinlegir. Amma mín er undantekning, hún notar orðið "altso" og hún er ekki leiðinleg, en hún fer nú að ná níræðisaldrinum, þannig að það er örugglega skýringin á því af hverju hún notar þetta guðsvolaða orð. En ég veit um fólk sem er bara á fertugs- eða fimmtugsaldri og notar þetta samt! Hvaðan kemur þetta orðskrýpi, og hvað í andskotanum þýðir það? Er það bara svona gamaldags útgáfa af "héddna" eða "þú'st"?

Á öðrum nótum, þá er kominn tími til að ég bindi enda á þessa vitleysu hjá mér.

Þrítugsafmælið hennar Huldar á morgun. JEIJ!!!

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Greit!

Nú get ég ekki sett myndir inn í póstana mína. Hálfvitaforrit!!!

Helgin sem leið:

Kom heim í gærkvöldi, þunnur og þreyttur en ánægður. Mætti í bæinn um hádegi á laugardaginn, matur og sturta og svo dreif ég mig með honum Gvendi niður á Austurvöll til að spila með Sláttuvélinni. Var það skemmtun hin mesta og fengum við góðar viðtökur viðstaddra. Ekki spillti fyrir að margir þeir sem spiluðu með í þetta skiptið eða komu að fylgjast með voru fólk sem ég er ekki búinn að sjá í háa herrans tíð og var því skipst á allmörgum knúsum. Fór að sjá tvær misgóðar sýningar hjá Rose Bruford fólki í Tjarnarbíó, en eftir þær gekk ég í flyer-dreifingu sem Júlli Júll fékk mig í og grynnkaði aðeins á kostnaðinum sem hlaust af þessari ferð. Tók það heldur lengri tíma en til hafði verið ætlast en það gerði svo sem lítið til, gat alltaf skotist inn á næsta bar (nei ekki Næsta Bar) og tekið mér bjórpásu.

Um hálf átta var komið að Sturm und Drang, "þýska" raftónlistarkvartettnum. Hæfileikaríkt en einkar hrokafullt fólk. Myndi ekki vilja mæta í partý með þeim. Svo fór kvöldið bara í sjóræningjapartý og stefnulaust ráf á milli skemmtistaða, þar sem Hjálma-tónleikar á Þjóðleikhússkjallaranum og metalstemning á De Boomkicker (sic) stóðu hæst, fyrir utan flugferðina mína niður tröppurnar af annarri hæðinni á Nelly's :p

Svo er bara enn önnur Rvk ferðin næsta laugardag, til að mæta í þrítugsafmælið hjá henni Huld. Veit nú ekki hvort það verði eitthvað varið í það partý, þetta er svo dauft lið sem mætir þarna...

Eitthvað fokk!!!!

Hendi þessum póst inn bara svona í tilraunaskini. Blogger er eitthvað að stríða mér :(

föstudagur, ágúst 19, 2005

"Me-, Me-, Menningarnótt"

"Me-, Me-, Menningarnótt,
Me-, Me-, Menningarnótt,
Menningarnótt í kvelli!"

Það þýðir ekkert annað! Bara í Herjólf í fyrramálið, mæta í bæinn um hádegið, matur, sturta og svo bara af stað! Vonast til að leika mér með Vesturgötuenglunum mínum, Nonnanum mínum fleirum, svo er ég meira eða minna búinn að mæla mér mót við Andra Húgó og Co, Dröfn og Guðrúni, Victoriu frænku og fleiri. Of margt fólk? Ekki nóg segi ég.
Svo gæti farið svo að ég performi með Sláttuvélinni á morgun. "Hvað er Sláttuvélin?" spyrjið þið kannski. Þeir sem ekki vita verða bara að mæta á Austurvöll kl. 14:00. Sjáumst!


P.S: Fenýlalanín er líka í Pepsí Max

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Guilty pleasures

Verð að viðurkenna eitt:

*dregur andann djúpt*

ÉghorfiáWifeSwap.
There! I said it!

Hlægið bara! Mér finnst dáldið gaman að sjá hvernig fólki sem hefur byggt líf sitt á ákveðnum gildum og viðmiðum tekst að takast á við gjörólíkan lifnaðarhátt annarra. Lifnaðarhættir beggja aðila fara eiginlega alltaf í taugarnar á mér þar sem þeir eru svo öfgakenndir, en þá er líka gaman að sjá þegar fólkið tekur (eða segist taka) breytingum eftir að hafa tekið þátt í þessu.

Svona í endann vil ég skjóta inn frekari fréttum af uppáhalds efninu mínu þessa dagana: fenýlalanín. Fenýlalanín er, eins og ég hef áður sagt, í skyr.is drykknum. En það er ekki í öllum bragðtegundunum! Jarðaberja skyr.is er ekki með fenýlalaníni í. Það sem meira er, þá er fenýlalanín í Sprite Zero. Fylgnin er sú að allar þær fæðutegundir sem eru með fenýlalaníni í eru með sætuefni. Ætli Þórunn Gréta hafi nokkuð verið að bulla...? Neeeeeh, varla, því eins og allir vita þá er ÞG næringarfræðingur mikill og þökk sé henni þá við vitum öll hversu mikilvægt fenýlalanín er fyrir starfsemi DNA og RNA kjarnsýra.

Meira af fenýlalaníni seinna.

...
FENÝLALANÍN!!!

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Lagað til á linkalista

Sem var löngu orðið tímabært.

Kjartan komst nálægt meti Viggós, sem setti inn að mig minnir heilar fjórar færslur áður en hann sprakk á limminu. Þú hefur nú meira að segja en þetta, Kjartan minn, en þangað til þú segir eitthvað, dúsir þú í hundakofanum. Zindri, Alla Hanna og Hafdís virðast vera búin að láta lífið og því er ég ekkert að vísa fólki á þau.

Gummi sakaði mig um að hafa ekki uppfært bloggið hans á listanum, sem er bara ekki satt!!! Þegiðu svo, kellingin þín!

mánudagur, ágúst 15, 2005

Hvurslags leti er þetta eiginlega???

Ekki eitt aukatekið orð í 10 daga! Fuss og svei! Skammastín!
Ég biðst afsökunar gott fólk, þetta gerist ekki aftur. Ég vil sko ekki verða eins og Gummi.

Först þings först: Fékk staðfestar einkunnir frá skólanum síðasta þriðjudag og var engin breyting á þeim frá því sem gefið hafði verið í skyn áður... sem er bara fínt. Ég er hæstánægður með þetta allt saman, sérstaklega þar sem meðaleinkunnin fór síhækkandi með hverjum áfanganum allt síðasta ár.

Helgin sem leið var undirlögð giftinuna hans Einars bróður (til hamingju aftur!) og verður eiginlega að koma bara í aðalatriðum svo einhver nenni að lesa þetta.
-Fór á föstudag til rvk.
-hitti Vigdísi Ómars og Möggu, Huld og Sigga
-ródaði og æfði með brúðkaupsbandinu "Hans"
-Heimsótti Nonnann minn
-fór að sofa
-vaknaði rétt fyrir 11 laugardagsmorgun
-fór inní Kringlu til að versla linsur
-heilsaði upp á Kjartan í leiðinni
-keyrði brúðarbílinn
-skemmti mér konunglega í brúðkaupsveislunni
-spilaði í tvo og hálfan tíma, sem liðu eins og hálftími
-kíkti með Magna á Ölstofuna til að hitta á Gumma
-það breyttist í Grimmskallaríjúníon þar sem Helgi Róbert var þegar staddur þar og Maggi bættist óvænt við
-Spilaði FIFA við Magga í "partíinu" heima hjá honum
-svaf í fyrsta skiptið með svona dæmi eins og maður fær í flugvélunum yfir augunum (skerí að vakna og opna augun án þess að sjá neitt)
-Horfði á Hitch með litla bróður, sem, mér til óvæntrar ánægju, var bara alltílæ
-var samferða Birnu og Öldu frænkum mínum aftur til eyja.
Þannig var helgin í grófum dráttum

Fékk bréf frá Rose Bruford í dag: fæ 700 punda afslátt af námsgjöldunum mínum sem lítilsháttar styrk frá skólanum!!! Hæstánægður með það, og því líta bara fjármálin bara nokkuð vel út!

þar til næst...

föstudagur, ágúst 05, 2005

Mikið vatn hefur runnið til sjávar

Maður orðinn fullgildur meðlimur í VKB (brosi í gegn um tárin). Vígslan gekk stóráfallalaust fyrir sig (fyrir utan einar blóðnasir... takk Jón Helgi!!!) og við lifðum til frásagnar. Reyndar gátum við ekki sagt frá mjög miklu sökum minnisleysis, en það sem máli skiptir er að við dóum ekki áfengisdauða þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir félaga okkar til að koma því í kring.

Svo vaknaði maður daginn eftir, enn frekar drukkinn, og mætti í vinnu niðrí Dal. Vinnan var öllu skárri þetta árið en í fyrra, fólk virðist vera farið að kunna þetta, fyrir utan laugardaginn, en það var sökum rigningar sem byrjaði rétt eftir að við mættum í vinnu og linnti ekki látum þar til eftir að við vorum löngu farnir.

Eftir að vinnu lauk á sunnudeginum tók ég mig til og bætti mér upp djammleysi helgarinnar með því að drekka og vafra um dalinn í misgáfulegu ástandi, en þó með rænu, jafnvel þótt ákveðin manneskja hafi byrlað mér NyQuil (Denis Leary aðdáendur ættu að þekkja það) í staup. Staulaðist heim um rúmlega eitt á mánudagseftirmiðdegi... takk fyrir mig.

Sá frétt í gær um að herra W ætli að fá sköpunarsöguna kennda í Bandarískum skólum jafnhliða þróunarkenningunni. Er kristinfræðin eitthvað ryðguð hjá mér eða er sköpunarsagan ekki bara u.þ.b. fyrstu 2-3 blaðsíðurnar eða svo í biblíunni??? Gæti það verið að menn ætli sér að troða biblíunni eins og hún leggur sig í grey krakkana? Neeei, varla :Þ