fimmtudagur, júlí 28, 2005

Stundin nálgast

Þabbarað koma Húkkaraball! Sem þýðir að í kvöld verðum ég og Jón Helgi formlega vígðir inn í Vini Ketils Bónda. Hvers konar meðferð við fáum í kvöld veit ég ekki, vona bara að hún leiði ekki til veikinda...

Svo er bara að vinna vinna vinna yfir Þjóðhátíðina. Eina sem ég mun leyfa mér að gera er að djamma á sunnudagskvöldið/nóttina/mánudagsmorgun/eftirmiðdegi... og sjá Hoffman í frysta skiptið á ævi minni :) , en þeir munu spila strax eftir brennuna á morgun. Næsta skólaár (ef ég hef efni á því að fara aftur út) mun frizbee taka á því hvað varðar sparnað: ekki eins margar pöbbaferðir og reyna að redda sér vinnu aðra hverja helgi! Það er tvennt sem hvetur mig til sparnaðar: Annars vegar langar mig ekkert að vinna aftur á Þjóðhátíð, allavega ekki jafn mikið, og hins vegar langar mig ALLS EKKI að vera í þrjá mánuði í burtu frá Shonel aftur... ef við verðum enn þá saman... sjöníuþrettán.

Njótið helgarinnar!

laugardagur, júlí 23, 2005

Eitt er erfitt:

Að tjá sig um flókin mál sem kosta mikil skrif. Oftast er það hreinlega leti sem hindrar mig, en svo þegar ég finn í mér þörfina til að skrifa, lúffa ég fyrir þeirri tilfinningu að ég viti hreinlega ekkert hvað ég er að segja.
Sem betur fer er til fólk sem er aðeins betra en ég í þessum efnum og því er bara um að gera að benda á þau. Annars vegar er Sigga Lára, leikskáld og söngdíva með meiru, sem skrifaði tvær snilldarhugleiðingar um "ástandið í heiminum í dag" (ægilega þreytt orðatiltæki, finnst mér): "Stríðum - Gegn stríði" og "Málsvari Skrattans"
Svo er það Toggi, (ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa þeim manni í færri en 2000 orðum því það væri ósanngjörn einföldun) sem skrifaði þetta. Endilega lesið, það er hollt.

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Ok, smá klúður

Verð að fá hann Andra vefséní hingað til mín.

En myndin er flott engu að síður, ekki satt?

_______________________________________________________________________________________
*edit* Andri gat/vildi ekkert hjálpað mér, þannig að ég hjálpaði mér bara sjálfur! Who needs him? Not me!!! Maður lærir bara á þetta smátt og smátt :)
_______________________________________________________________________________________

Meðan ég man. Fyrir þá sem ekki vissu, þá er Vesturport að fara að setja upp Woyzeck, leikrit sem við stúderuðum í ETA. Þau munu sýna það í Borgó og í Barbican leikhúsinu, og Nick Cave mun sjá um tónlistina. Og hvað haldiði? Shonel var búin að panta miða áður en ég sagði henni frá þessu. Hversu fullkomin er þessi elska?

Allt er breytingum háð

...og breytingar eru af hinu góða, svona oftast.

Nú er bara að prófa nýja leikfangið...
og í tilefni af því fáið þið undurfallegt sólarlag á Heimaey.Hún er nú dáldið falleg :)

Það er ekki hægt að hafa neitt í friði

Live 8 tónleikarnir fóru væntanlega ekki fram hjá neinum sem er með fullri meðvitund, með öllum sínum vonarboðskap og gagnrýni á ríka fólkið sem rígheldur í peningana sína og leyfir okkur hinum og þeim sem eiga enn minna að leika okkur með þá líka. En gæti verið að þeir sem hafi grætt mest á þessu framtaki hafi einmitt verið ríka fólkið? Þessi grein gefur sterklega til kynna að svo sé.

Evil will triumph in the end.

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Þar sem Boggi er ekki með "comments"...

...verð ég að setja kommentið mitt við "Gagnrýni" póstinum hans hérna inn:

Ástæðan er sú að Pizza Hut er eina veitingastaðakeðjan í San Angeles.

Mér finnst ég rosa klár.

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Merkileg uppgötvun!

Ég neyti aðallega hins vinsæla Skyr.is drykks í kaffitímum mínum. Stundum, þegar umræðuefnið í kaffiskúrnum hjá verktakafyrirtækinu Steina og Olla ehf. verður lítt spennandi, fer hugurinn að reika og frizbee fer að spá í hinum furðulegustu hlutum og/eða grandskoða hvað sem það er sem hann er með í höndunum. Nú seinast var það tóm Skyr.is dolla sem varð fyrir valinu og leiddi þessi skoðun dálítið merkilegt í ljós: Skyr.is drykkurinn inniheldur fenílalanín!!!

Þetta finnst mér merkilegt!

Ef þið trúið mér ekki, þá getið þið bara gáð sjálf!Hvað er fenílalanín?

... og af hverju þarf ég að vita að það sé í skyrdrykknum mínum???

laugardagur, júlí 16, 2005

Pirr!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Það eru fjögur börn undir 6 ára aldri á heimili mínu þessa helgina. Sem þýðir bara eitt: frizbee er ekki skemmt. Fjórir krakkar undir sama þaki er bara ávísun á LÆTI!!! Ef þau eru ekki hlaupandi út um allt, skríkjandi og öskrandi, þá er eitthvert þeirra vælandi, eða þau öll í kór!!! Þessi andúð mín yfirfærist reyndar ekki á öll börn, bara þessi... þegar þau koma saman. Aldrei, aldreialdreialdrei skal frizbee verða faðir. Ok, aldrei að segja aldrei, en það er MJÖG ólíklegt!

föstudagur, júlí 15, 2005

Aulahrollur!

Það er ekki oft sem maður verður algjörlega orðlaus yfir því sem maður sér í sjónvarpinu. En í gær varð ég það. Tveir menn heimsóttu Ísland í Dag (í gær, híhí) og kynntu litla klúbbinn sinn sem heitir einfaldlega Kallarnir. Þessi klúbbur upphefur metrosexualisma upp í hinar hæstu hæðir og trúa því statt og stöðugt að það sé fátt mikilvægara en að líta vel út. Brúnka, vöðvar, vaxmeðferðir, hand- og fótasnyrtingar, "tzjellingar" og óaðfinnanlegt hár eru efst á nauðsynjalista þessarra manna og svo virðist sem aðsóknin sé góð í klúbbinn. Ég fann bara til við að horfa upp á þessi grey. En þetta er þeirra líf og þeir meiga svo sem lifa því eins og þeim lystir. Einhvern veginn grunar mig að sumir í þessum hóp sjá ekki þá sem eru ekki "up to standard" í friði þegar þeir hópa sig saman og kíkja út á lífið. Einnig voru þeir spurðir út í orðalagið sem þeir nota yfir konur og hvort ekki væri einhver kvenfyrirlitning þarna í gangi. Þvertóku þeir fyrir það og verð ég nú að styðja þá í því þar sem ég hef nú aldrei gúdderað þetta orð. En hvort þeir virði kvenfólk sem annað en hömp- og tiltektarmaskínur er svo sem allt annað mál... en kannski eru konur sem falla fyrir svona gaurum baaara að kalla svoleiðis yfir sig...

miðvikudagur, júlí 13, 2005

*HÓST*

Tók mér frí frá vinnu í gær vegna þess sem ég taldi vera hálsbólga. Heimaseta, rúllukragapeysa og norskir brjóstdropar áttu nú aldeilis að sjá við þeim vágesti og það undir eins. Nú er ég farinn að hallast að því að þetta sé eitthvað annað... og verra. Gæti verið að ég hafi bara verið heppinn að smitast ekki af hettusóttinni hérna um daginn? Gæti þetta verið svona Final Destination dæmi, sem sagt, mér var ætlað að fá hettusótt, náði að forðast hana, og í bræði sinni leið hún yfir Atlantshafið (einhvern veginn get ég ekki ímyndað mér að sýklaský geti "þotið"), lagðist á svona þrjá-fjóra grunlausa vegfarendur bara til að safna kröftum og fá útrás í leiðinni og svo á endanum fundið mig og tekið sér bólfestu í skrokknum mínum??? Ef svo er, þá er ég ekki að fara neitt út úr húsi næstu vikuna eða svo, sem þýðir engar tekjur!!! Hver sem þessi yfirnáttúrulega vera er sem er staðráðin í að eyðileggja allt fyrir mér og - óbeint - Shonel, þá má hún vita þetta: You've fucked with the wrong hombre!

*hóst*

fimmtudagur, júlí 07, 2005

OOOOooooooh, þið aumkunarverða fólk!!!!

Þabbara íslenskt Batsjelor á leiðinni! Hvað er að??? Er sumt fólk bara algjörlega óhæft til að fá nýjar hugmyndir? Erum við svona sorgleg að þurfa að apa allt eftir kananum? Fyrir stuttu las ég grein í Mogganum þar sem var kvartað yfir því hvernig kaninn býr endalaust til ömurlegar endurgerðir á erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og spurt af hverju hann gæti ekki komið með sitt eigið efni. Ég held að við ættum að segja sem minnst þegar við erum að kópera kanann sí og æ. En á endanum er sorglegasta staðreyndin þessi: Þessir þættir eru framleiddir út af því að það er nokkuð öruggt að fólk mun horfa á þá. Þessi heimur er allt of mikið að flýta sér til helvítis.

Svo eru bara bombur í London! Blessunarlega eru allir sem ég þekki, og þeirra nánustu, heilir á húfi og fylgjast bara með af hliðarlínunum. Eins ömurlegt og þetta mannfall sem fylgir þessu er, þá fynnst mér alltaf jafn ömurlegt að heyra sömu vísuna kveðna af annars sæmilega gefnu fólki: "Það á bara að útrýma þessum villimönnum þarna í miðausturlöndum eins og þeir leggja sig!!!" og fleira í þessum dúr.
Hvernig er það? Hlustar fólk ekkert?? Lærir það aldrei neitt??? Kunna menn ekki að leggja tvo og tvo saman? Djöfull er ég þreyttur á þessari þröngsýni og fáfræði sem grasserar í kringum mann. En svona er þetta, fólk er bara til í að heyra hvernig aðrir eru verri en það sjálft. Það nennir aldrei að kynnast því jákvæða í fari annarra menningarheima. Ef tveir þættir væru sýndir með stuttu millibili með jafn mikilli kynningu, annar um stríðið gegn hryðjuverkum og hinn um menningu og daglegt líf venjulegs fólks í t.d. Jórdaníu, er engin spurning um hvor myndi fá meira áhorf.

Er þetta ekki bara vonlaust?

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Bloggleti?

Neeeh, varla er hægt að segja það. Ég hef bara varla leitt hugann að blogginu, hvað þá sagt við mig "ég nenni ekki að skrifa núna". Reyndar ætti ég að njóta þess að þurfa ekki að skrifa nokkurn skapaðan hlut í sumarfríinu, eða ætti ég kannski að reyna að skrifa sem mest til að halda mér í æfingu??? Hver veit?

Maður er ein harðsperruhrúga þessa dagana vegna vinnunar, en ég er að vinna við byggingarvinnu hjá verktakafyrirtækinu hans Pabba (hann á það ekki, heldur vinnur hjá því, þið skiljið), og vöðvarnir orðnir miklu vanari því að það sé teygt á þeim en að þeir séu spenntir til hins ýtrasta aftur og aftur daginn út og inn. En þetta kemur manni bara í form, ég er að vonast eftir að geta heillað Shonel með maga sem hún getur þvegið fötin sín á þegar við hittumst aftur í haust. Já, var ég búinn að minnast á að við erum algjörlega ástfangin upp fyrir haus? Well, now you know.

Goslokahelgin var öll hin fínasta, fyrir utan smá sígarettuglóðartengt slys sem átti sér stað í örlítilli teiti sem var haldin heima, ég ætlaði bara að bæta mömmu skaðann með því að kaupa nýjan borðdúk, en nei, þá var þetta handsaumaður borðdúkur frá Sísí frænku, systur mömmu. Nokkur mínusstig í kladdann þar.

Erna greyið veiktist svona heiftarlega fyrir helgi og var drifin í uppskurð á föstudaginn, botnlanganum kippt úr henni að óþörfu, og svo var unnið að raunverulega vandanum. En hún er nú að hvíla sig í faðmi fjölskyldu og vina og öll að koma til. Dálítil sjálfselska af minni hálfu en ég er hálf feginn að hún veiktist svona, þá sér maður hana meira en ella. Ég veit, ég er hræðilegur.

kveð að sinni