fimmtudagur, júní 30, 2005

Kínverjar bara klikk!

Æ, æ. Ekki alveg sáttir greyin. Þeir geta bara hoppað upp í rassgatið á sér, helvítis aumingjarnir!!!

Hvernig stendur á því að þeir fá bara að haga sér eins og þeir vilja án þess að nokkur maður segi neitt??? Af hverju er lítið um ályktanir og aðgerðir af hálfu SÞ hvað þá varðar? Gætu það kannski verið allir viðskiptasamningarnir sem þeir hafa gert við allt og alla? Ætli stórfyrirtækjum heimsins þyki það ekki aðeins of þægilegt að láta kínverskt verkafólk framleiða íþróttaskó og raftæki fyrir slikk, og ráðamenn meira en tilbúnir að halda friðinn fyrir þau?

Ég held að það sé til orð yfir það hvernig kínverskir ráðamenn fá þjóðir heimsins til að láta sig í friði... hvað er það aftur? Ekki "viðskiptatengsl"... heyrðu já: "MÚTUR"

Ég vona svo sannarlega að íslenskir ráðamenn láti hótanir þessara villimanna sem vind um eyru þjóta og bjóði Tævönsku sendinefndina velkomna, jafnvel þó hún sé bara hér á "ferðalagi"

mánudagur, júní 27, 2005

Kominn heim

Flaug úr sólinni og hitanum í Sidcup í gær, beint í grámyglu og rigningu. Ekki byrjar það vel.

Hafði vonast til að hitta á Victoriu í tilefni af afmælinu hennar og heilsa upp á nokkra vini í gær, en þar sem flugtaki seinkaði frá 13:00 til 21:45 að enskum tíma varð lítið úr þeim fyrirætlunum. Fyrsta verk eftir að komið var í Reykjavíkina var að fá sér pylsu með öllu og kókómjólk. Mmmmmm. Leigari á Vesturgötuna, smá spjall og myndashow fyrir Stebbaling og svo bara að sofa. Heilsaði upp á hin nýpússuðu hjónakorn, Kjartan og Rannveigu, í morgun, kíkti á "barnabörnin" og þáði bakkelsi. Spjall og ljósmyndasýningar og svo bara skutl á BSÍ, stutt, en mjög svo laggott.
Leiðinlegt að vera svona fátækur og geta ekki gefið sér meiri tíma í bænum fyrir vini sína : (

Svo er bara vinna á morgun. Byggi-byggi-bygg!

þriðjudagur, júní 21, 2005

Hva? Bara 3 póstar á einum degi???

Ég veit, en thegar ég sá thessa fyrirsogn gat ég ekki á mér setid.

Ef thetta á vid um mannfólk líka, thá getur ekki langt um lidid thangad til ad fólk sem thjáist af thessum kvilla er útdautt.

Jahérnahér

Eitt hefur alveg farid fram hjá mér: frizbee átti eins árs afmaeli thann 5. júní s.l.
Blóm og kransar afthakkadir, en ekki verdur slegid hendi á móti peningagjofum.

Gledi, gledi!!!

Jaeja, naestum allar einkunnir ársins komnar, bara 2 skrifleg verkefni eftir og thá veit ég hvernig thetta hefur verid hjá mér.
Í stuttu máli, thá fékk ég naest haestu einkunn (2:1) fyrir 0ll verkefni, verkleg sem skrifleg, nema ritgerdina mína um Brecht og Marxisma, og um feminisma í "Hús Bernarda Alba"... fyrir thaer fékk ég haestu einkunn! :-)

Reyndar eru engar thessara einkunna né theirra sem ég er búinn ad fá fyrr í vetur stadfestar, en lokanidurstodur munu berast mér í pósti seinni part sumars... og thaer gaetu allt eins verid haerri... eda laegri : / vid sjáum til.

Adeins 5 dagar í heimkomu, verd ad vidurkenna ad mig hlakkar pínuponsu til

föstudagur, júní 17, 2005

Í tilefni dagsins:

HAE HÓ OG JIBBÍ JEI OG JIBBÍ JEI...
ALLA HANNA Á AFMAEL'Í DAG!!!

og já, lydveldid Ísland lika.

Sidasta ritgerdin komin i hús og allt i lukkunar velstandi.

Horfi á 2 lokasyningar hjá bekkjarfélogum mínum og fer svo ad hitta meistara Snorra Hergil eftir thad.

Hitinn er hár og lífid er gott.

leiter!!!!

þriðjudagur, júní 14, 2005

Sjálfskaparvíti?

Fór á smá fund með Emilio, yfirkennaranum mínum, til að sýna honum það sem ég var búinn með af lokaritgerð ársins. Hann sagði mér að hann væri ánægður með það sem ég var kominn með, en ég væri að gera hlutina á dálítið erfiðari máta en nauðsynlegt væri, sem væri í sjálfu sér fínt þar sem ég yrði þá betur í stakk búinn til að skrifa ritgerðir næstu tveggja ára.
Mér finnst það svo sem fínt, en það hefði verið gott að skrifa góða ritgerð á auðvelda mátann (hver sem hann er) í staðinn fyrir að svitna yfir þessum andskota og fá kannski ekki eins mikið fyrir. En á hinn bóginn hlýt ég að fá eitthvað extra fyrir þetta, þannig að ég get ekki kvartað.

Sá loksins Hitchhiker's Guide To The Galaxy á sunnudaginn. Shonel heimtaði að splæsa allt saman þetta kvöldið, að meðtalinni lestarferðinni á staðinn... ég verð að halda í hana :o)

Festi kaup á nokkuð sérstökum DVD disk í morgun, ásamt tónlistinni úr myndinni. Stórmerkileg tilraunastuttmynd sem er á allra vörum í skólanum þessa dagana. Þetta meistarastykki heitir Broken Hearstrings og er framleidd fyrir lágmarkskostnað af tveimur ungum leikstjórum: Öystein Brager frá Noregi og Philip Somethingsomething frá Þýskalandi. Leikararnir eru ekki af verri endanum: Samuel Metcalfe og... ég : D
Leikstjórarnir eru búnir að vera með tvö svona tilraunaverkefni utan skólans, þar sem öll atburðarás er spunnin á staðnum og tekin upp og var þetta seinna verkefnið, sem heppnaðist svona líka helvíti vel. Svo er þriðja sessjon í bígerð á laugardaginn, mikil tilhlökkun þar.

laugardagur, júní 11, 2005

Æi, greyin mín...

Voðalega held ég að þetta verði þunnt

Segið tímanum að slaka á, takk

Árinu bara að ljúka! Áður en ég veit af verðu þetta búið og ég bara enn annar atvinnulaus, stórskuldugur leikari : p neinei, það þarf ekkert að vera

Sýningar á Mother Clap's Molly House gengu bara helvíti vel og allir fögnuðu góðu gengi í gærkvöldi, og þrátt fyrir fullt af tæknilegum klikkum og mistökum sem áttu sér stað á seinni sýningunni þá var hún víst bara drullugóð og fólk náði að leika af mistökunum, sem er alltaf snilld!
Nú er bara að skrifa síðustu ritgerð ársins og fá þær einkunnir sem eru komnar í hús eftir það, og svo bara lokaball. Svo kem ég heim akkúrat til að óska Victoriu til hamingju með afmælið og létta henni lund í eins og eina kvöldstund.

ég lofaði víst myndum frá leikritinu, og ég stend við þau orð.

sunnudagur, júní 05, 2005

"Do you want to be one of us?"

Yes please!!

Jammsara jamms! Jagúar brugðust ekki frekar en fyrri daginn. Sem er eins gott því þeir þurftu ekki bara að vera jafn góðir og ég man þá vera, heldur þurftu þeir líka að efna loforð mitt til Shonel um frábært kvöld. Takk Jagúar!
Svei mér þá ef maður fer ekki að mæta oftar á Jazz Café. Húsið opnaði kl. 7 og Jagúar byrjuðu tæplega hálf níu. Þangað til var DJ-inn að skemmta okkur með eðal soul og funk tónlist, svo er bara svo þægilegt andrúmsloft þarna. Eins og mætingin var nú góð, þá fynnst mér e-n veginn eins og meirihlutinn þarna inni hafi verið íslendingar. Allavega var kallað hátt og snjallt "meira, meira" þegar þeir luku settinu sínu :-)

En þar með er sögunni ekki lokið, reyndar verð ég að spóla aðeins til baka. Meðan við vorum að bíða eftir að komast inn hringdi hann Andri Húgó í mig og óskaði mér til hamingju með það að vera orðinn meðlimur í Bræðrafélaginu Vinum Ketils Bónda. Ég hef sjaldan verið jafn hamingjusamur og... já, bara stoltur af sjálfum mér og einmitt á þeirri stundu. Zindri reyndi víst líka að ná í mig (haha "mig") en því miður var síminn í jakkanum í fatageymslunni, og þykir mér það miður, því gaman hefði verið að heyra í kallinum.

svo kemur eitt enn að lokum sem Andri benti mér á og ég held að kvikmyndanördar alls staðar geti haft af: Theatre Hopper, gjöriði svo vel

laugardagur, júní 04, 2005

Útlendingur

Ég var að spá í einu: oftast þegar maður sér "útlendinga" í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þá eiga þeir það til að skipta yfir í móðurmálið sitt þegar þeir komast í uppnám. Sérstaklega þegar þeir blóta. Nú er ég útlendingur, en ég blóta aldrei á íslensku hérna úti, nema þegar ég er að tala við íslendinga. Af hverju ætli það sé? Ég held að það sé bara miklu skemmtilegra að blóta á ensku. Reyndar eru orð eins og "fuck", "shit" og "crap", ekkert sérlega skemmtileg, en eitt orð á hug minn allan þegar kemur að því að lýsa gremju minni, og ég vil að þið prófið, næst þegar þið hellið niður eða rekið litlu tána í borðfótinn að segja hátt og snjallt: BOLLOCKS!!!

Döfulsins djöfull!!!

Ok, þegar ég kom fyrst hingað út, þá hugsaði ég með mér

"Sweet! Ég er að fara að eyða næstu 9 mánuðum í Englandi, ég get ekki annað en séð Eddie Izzard live!"

Hvað gerist? Manndrullan heimsækir loksins Ísland meðan að ég er ekki þar! En, til að eiga sem mestan séns á að sjá næsta sjóið hans hérna í London, þá skráði ég mig á póstlistann hans, og viti menn, ég fékk einstakt tækifæri til að kaupa miða á næsta giggið hans á undan flestum öðrum. Giggið er 28. júní.


ÉG FLÝG HEIM 28. JÚNÍ!!!!

Þessi netpróf eru flest bara nokkuð nákvæm :-)

fimmtudagur, júní 02, 2005

Þvílík vika!!!

Ég er að hlaða batterýin. Þau þarfnast þess. Ég er lítið búinn að vera heima undanfarna 7 daga vegna heimsókna og næturbrölts tengt þeim. Fyrst var auðvitað áðurnefnd afmælisveisla, svo komu Hildur Sævalds og Eygló í bæinn og ég dreif mig að hitta þær um leið og æfingum lauk um rúmlega sex. Ég gerði mitt besta til að sýna þeim það sem mér þótti skemmtilegt í borginni það kvöldið en vegna kortaleysis gekk það dáltítið hægt, en kvöldið var engu að síður ánægjulegt. Þeim sem vilja vita meira um helgina er bent á síðuna hennar Hildar.
Kom heim rétt fyrir miðnætti á laugardeginum í lítið og nett partý sem var í gangi heima. Fólk dansaði í eldhúsinu, horfði á Rocky Horror í stofunni og spilaði á gítar og spjallaði úti á verönd. Áður en kvöldið var úti var búið að ná í báðar djambe trommurnar mínar, tvo gítara og alls konar ásláttarhljóðfæri og djamma fram eftir öllu. Mikið gaman.

Á sunnudagskvöldið hélt ég aftur inn í London til að hitta Ernu, Védísi og Greg, kærastann hennar, á tónleikum Bravery, sem kærastinn hennar Ernu lemur húðir í. Tónleikarnir voru hinir fínustu, þótt í styttra lagi hafi verið og ég mæli með því að fólk kynni sér þá félaga. Eftir að hafa kvatt Ernu og Anthony hélt ég með Védísi og Greg á Cirque, sem er risastór og flottur R&B/hip hop/soul klúbbur. Ég er nú ekkert rosalegur aðdáandi svoleiðis klúbba, en var svo heppinn að lenda á live kvöldi þar sem hljómsveit hússins spilaði undir hjá hinum ýmsu söngvurum og var það bara hin fínasta skemmtun. Verst að gestir Cirque voru allt of fínir og flottir til að dansa(!!!).

Mánudagskvöldið fór í eitt af þeim örfáu stefnumótum sem frizbee hefur farið á á ævinni og gekk það bara svona helvíti vel. Ég er kominn með félagsskap fyrir Jagúartónleikana ; )

Svo kom að Andra og Daða. Ég tók á móti þeim á rútu/lestarstöðinni í Stratford og fór með þá á "Ha! Ha!", pöbb sem er upp við Charing Cross stöðina, svo við værum nú alveg öruggir á að ná lest heim. Þegar pöbbinn lokaði, þá spurðu strákarnir hvort við hefðum nú ekki tíma í smá rölt. Ég hélt það nú þar sem lestirnar ganga nú til miðnættis. Hið sanna er að síðasta lest í Sidcup leggur af stað kl. 23:35, og misstum við því af henni. Við örvæntum þó ekki, heldur settum stefnuna á næturstrætó og drápum tímann á litlum klúbb þar sem við kynntumst einum svalasta klósettverði ever! Maðurinn var bara í góðu yfirlæti á herraklósettinu með Bob Marley á fullu spani og raulaði með meðan hann rétti manni sápu og pappírsþurrkur : ) . Við komumst svo heilir á höldnu heim, en vorum ekki alveg á því að fara að sofa, spjölluðum í stofunni í smástund og spiluðum smá tónlist saman. Töldum okkur vera að spila voða lágt þangað til Adele kom niður og tjáði okkur það að fólkið í næstu íbúð hafi verið að banka á vegginn hjá sér. Bretar vita greinilega ekki hvað hljóðeinangrun er, því sama hvað hver segir, þá höfðum við ekki hátt!
Svo kom stóri dagurinn! Ég hef alltaf gert mér grein fyrir því að Beck sé snillingur, en það er greinilegt að ég hef vanmetið snilld hans stórlega! Hver annar myndi láta matarborð út á mitt svið svo hljómsveitarmeðlimir hans gætu fengið sér stutta snarlpásu meðan hann spilaði 2 lög einn síns liðs. Svo þegar hann byrjaði á þriðja laginu tóku þeir félagar undir á glös og annað sem fannst á borðinu. MAGNAÐUR ANDSKOTI ALVEG! Þeir spiluðu ein 3-4 lög á þennan hátt, sem var bara vel metið. Eftir tónleikana héldum við heim og spjölluðum inni í stofu (enginn gítar í þetta skiptið) þangað til Claire, enn einn sambýlingurinn, kom heim með vin sinn og bauð okkur upp á þak með þeim við þáðum það, og töldum að gítarinn væri alveg í lagi utandyra. Svo reyndist ekki vera. En gaman var það meðan það entist.

Að lokum vil ég þakka þeim sem komu fyrir komuna og hvetja ykkur hin til að hafa endilega samband ef þið eigið leið í Londres, og auðvitað óska honum Nonna Stebba innilega til hamingju með inngönguna í Academy of Live and Recorded Arts. Það verður gaman næstu tvö skólaárin : )