sunnudagur, maí 29, 2005

Heyrðu, já. Ég átti víst afmæli um daginn

Þessi afmælisdagur mun seint gleymast. Tuttuguogfimm stiga hiti út daginn og kvöldið var litlu svalara. Emma Webb, leikstjórinn okkar, gaf mér köku sem við nutum saman í hádegishléinu. Ég man ekki hvenær ég fékk síðast köku á afmælisdaginn minn.

Veislan á Hog's Head gekk vonum framar og mér til mikillar gleði mættu miklu fleiri en ég hafði þorað að vona. Sjálfur mætti ég á barinn kl. fimm og byrjaði á að nýta mér 2 fyrir 1 tilboðið meðan að það var í gildi. Gordie, Shaun og Laura, sem eru með mér í Mother Clap's Molly House (leikritinu sem við erum að æfa þessa dagana) mættu fyrst og fengu sér að borða með mér. Þegar ég var að klára fjórða bjórinn minn dundu ósköpin yfir: Ég virtist aldrei geta verið með tómt glas í höndunum, samt fór ég aldrei á barinn! Gróf samantekt sem var gerð daginn eftir leiddi í ljós að ég hafði innbyrgt a.m.k. 12 bjóra og 4 skot, samt var ég með þokkalegri meðvitund og gat gert mig skiljanlegan nær átakalaust þegar ég kom heim. Ég myndi pósta öllum myndunum sem teknar voru þetta kvöld, en þær eru um 70 talsins og það er kannski aðeins of mikið fyrir fólk sem þekkir aðeins eina manneskju sem birtist á þeim. En bara svona til að sýna stemninguna þá birti ég þetta.

miðvikudagur, maí 25, 2005

AND YOU NEEEEVVEEEERRR WAAAAAAALK AAALOOOOONNNE!!!

Mikið er gaman að fá svona snemmbúna afmælisgjöf! frizbee hefur svo sem aldrei verið fótboltafanatíker, en þegar liðið hans kemst í úrslit meistaradeildarinnar þá er fylgst með, af miklum áhuga! Verst að ég var á æfingu til tæplega níu og náði rétt svo að sjá síðasta mark Liverpool, en það minnkaði ekki fögnuðinn sem braust út á heimilinu þegar Dudek varði síðustu vítaspyrnu AC Milan og tryggði titilinn!!!

En að öðrum, mikilvægari málum: ég á afmæli á morgun og er búinn að bóka partý fyrir 20 manns á Hog's Head, með fríu hlaðborði og alles!
Æfing daginn eftir? Maður hefur svo sem leikið þann leik áður, ha Gummi? Huld? ; )

sunnudagur, maí 22, 2005

Guð minn góður!

Ísland datt svo bara út í undankeppni Júróvisjonn.

Mér.
Gæti.
Ekki.
Verið.
Meira.
Sama.

Eina ástæðan fyrir því að maður hefur horft á þessa blessuðu keppni undanfarin ár eru júróvisjonnpartýin sem tæma götur Íslands á hverju ári. Ég viðurkenni það alveg að ég hafi haft nett gaman af þessu öllu saman fyrst maður er að horfa á annað borð, en ég get nú alveg ímyndað mér ýmislegt skemmtilegra að gera, eins og drekka sig fullan meðan maður hlustar á góða tónlist.

Skemmtilegheitin hlaðast bara upp þessa dagana. Í fyrramálið fer ég með hópnum mínum í London Zoo til að skoða dýr sem við getum tengt við persónur okkar í leikritinu. Ég veit ekki hvort ég muni fást ofan af þeirri skoðun að klæðskiptingurinn minn sé páfugl.
Svo, eins og jazztónleikar, Beck og The Bravery (kannski) sé ekki nóg fyrir mig, þá eru Jagúarliðar að fara að spila í London þann 4. júní. Samnemendur mínir (sem, vel á minnst, voru sumir hverjir ekki fæddir þegar ég fór í dýragarð, 7 ára að aldri) verða dregnir á hárinu ef þess gerist þörf.

fimmtudagur, maí 19, 2005

Af FHM, GQ, Loaded og slikum blodum

Djofull er eg sammala thessu!

þriðjudagur, maí 17, 2005

Einmitt það sem ég hélt

You scored as Existentialist. Existentialism emphasizes human capability. There is no greater power interfering with life and thus it is up to us to make things happen. Sometimes considered a negative and depressing world view, your optimism towards human accomplishment is immense. Mankind is condemned to be free and must accept the responsibility.

Existentialist

88%

Cultural Creative

69%

Materialist

63%

Romanticist

63%

Postmodernist

56%

Idealist

50%

Modernist

50%

Fundamentalist

25%

What is Your World View? (corrected...hopefully)
created with QuizFarm.com


Ef ég hef skilið existentialisma rétt, þá eru niðurstöður þessa prófs nokkuð réttar.

...og já, fór í búningamátun í dag. 18. aldar kvenmannsföt eru skringilega skemmtilegur klæðnaður. Mental note: Taka myndavélina með næst.

sunnudagur, maí 15, 2005

"Just a perfect day"

Ójá! Svona á lífið að vera.

Fór á fætur um ellefu og fékk mér morgun/hádegismat. Meðleigjendurnir voru komnir út í sólina og því var ekkert annað að gera en að slást í hópinn. Héldum áfram með garðvinnu, reittum illgresi upp úr veröndinni og slöppuðum svo af í sólinni. Með öllu þessu nutum við soul tónlistar, Hjálma, Bob Dylans, Jimi Hendrix, Jagúar, Kings of Leon, meðal annarrar tónlistar, drukkum bjór og borðuðum ís. Klukkan er núna tæplega átta og ég er tiltölulega nýkominn inn og er á leiðinni í grillveislu á heimavistinni með vinum mínum.

Svona á lífið að vera : )

laugardagur, maí 14, 2005

Duglegur strákur

Vaknaði fyrir allar aldir í morgun, en tókst að sofna aftur.

Vaknaði aftur um 9:30, ætlaði sko aldeilis ekki að fara á fætur fyrir hádegi. Það er laugardagur, ég var ekki búinn að lofa mér í neitt sem krafðist þess að ég færi á fætur fyrir hádegi og því var engin ástæða til annars en að kúra bara.
En þar sem svefninn lét á sér standa og leiðinn tók plássið hans (kannski komst svefninn ekki að vegna frekjunnar í leiðanum) var drifið sig á fætur rétt tæplega ellefu og spáð í hvað ætti að gera. Ákvað að herbergið hefði nú gott af því að vera ryksugað og það væri alveg sársaukalaust að renna eins og einu sinni yfir það. En eins og með margt annað þá er bara eins gott að halda áfram fyrst að maður er byrjaður. Á endanum var ég búinn að þurrka af, þrífa baðherbergið, ryksuga, þvo upp, þrífa þvottasnúruna úti í garði (sem var orðin þakin kóngulóarvefjum vegna vannotkunar), henda í 2 þvottavélar, versla, skipta á rúminu og viðra sængina. Þegar það var búið ákvað ég að vera ekkert að skipta niður um gír og dreif mig því út að skokka. Helvíti fínt að búa nálægt svona fallegum almenningsgarði sem gott er að skokka í gegn um.

Í kvöld mun ég að öllum líkindum fá skólafélaga minn í heimsókn í smá djammsessíon sem ætti að verða allt hið skemmtilegasta.

Í gær fórum við í leikhúsferð eftir að hafa sýnt póstmódernísku verkin okkar (sem fóru svona fyrir ofan garð og neðan, en minn hópur stóð sig vel...held ég). Áður en við mættum í leikhúsið var kíkt í einn bjór en þegar við vorum að stíga inn á pöbbann varð ég fyrir reynslu sem ég bjóst ekki við að verða fyrir hérna úti: ég var beðinn um skilríki! Í fyrstu sárnaði mér þetta dálítið, en ég ákvað á endanum að skrifa þetta á það hversu frískt og unglegt útlit mitt er ; ) og ég stend við það.

Verkið sem við sáum hét Who By Fire og var samið og flutt af leikhópnum Bodies in Flight. Þetta var svona lokahnykkur á póstmódernisma-vikunni okkar og eftir sýninguna voru nokkuð skiptar skoðanir innan hópsins um gæði hennar. Sumum fannst þetta lélegt verk, öðrum fannst það alltílæ, en aðeins einum fannst það frábært... og það var ég. Heitustu umræðurnar spunnust í kringum nekt einu leikkonu verksins og hvort hún hafi verið nauðsynleg. Helst heyrðist sú athugasemd að það væri alveg út í hött að striplast svona fyrst það var engin bein þörf fyrir það, en ég segi "af hverju ekki". Fyrst að verkið verður til í spunavinnu, og er í ofanálag póstmódernískt, þá ætti hópurinn ekki að láta einhverjar reglur um hvenær nekt er leyfileg og hvenær ekki trufla sig. Einnig fór ýmislegt annað þarna fram sem var ekki "nauðsynlegt", en það voru ekki gerðar neinar athugasemdir um það þar sem það var ekki "dónó" eða e-ð álíka. Ég er nú ekki á því að fólk eigi að fara að striplast út og suður í öllum leiksýningum, en það sem ég sá var annað og meira en bara innantómt stripl, full lýsing á því sem gerðist myndi tvöfalda lengd þessa pósts, sem þegar er orðinn nokkuð langur, og því kveð ég í bili.

P.S. til hamingju með 7-0 sigurinn Hörður. Glæsilegur leikur!

miðvikudagur, maí 11, 2005

"Spell check"

Gaman ad lata Microsoft Word thyda bloggid sitt. Sem tilraun fyrir postmodernismaverkefnid okkar, henti eg sidustu faerslu inn i Word og tok ollum leidrettingartillogum sem forritid kom med og thyddi thau ord beint sem engar tillogur fengust fyrir. Arangurinn er her fyrir nedan.


may ear best manicure in him!

Aft hover? No, I first lag, as an frizbee yokel family can 26. nuke., en egg err ski sat fine semi as family in the month: Gumming era 23., Voids can 24., Guru Heralds 28. or Corey Augusts 29.En month of May less airs err extra special, braid hand am trip to Manchester gourd, savor ear store project sum ego heft mains an aura, en sow menu look the month verb underdog visits all sorts indulges folks. Firsthand beer ad nonfat hen Jon Gear "mage", en hen man verb sadder in boring mill 23. or 27. fog man maul ivy hits hank amok. eon sinner if veins of 3-4 time sprawl- of possession, of son minus Holder Svelte go Igloo lays hen of accurate regard hank fern bog magnum vat mall bargain trauma far helping. So err Edna stubborn as kaka tail as visit keratin son, en hand ear as spills in London um helping bog moon hunk hatter occur commoners if hunt heifer time. Savoy versus feta alto shaman topped me concert trip met André Huge or Dada Subjoins seem coma is bargain can 30. of menus via spa the genius Beck fan 1. junk. At gets anvils frail sob as Ovary Air, childhood friend man seem ego era ski bin a saw in ham herrings tip, float men.Sam sags, mice for penman managing or alder as vita nomad am hank beatnik end freaky.

Latid mig endilega vita hverjir uppahalds frasarnir ykkar eru. Eg a erfitt med ad akveda milli "Jon gear mage", "Andre Huge" og "Edna stubborn" : )

þriðjudagur, maí 10, 2005

maí er besti mánuður í heimi!

Af hverju? Nú, í fyrsta lagi, þá á svifdiskurinn ykkar afmæli þann 26. n.k., en ég er ekki sá eini sem á afmæli í mánuðinum: Gummi er 23., Védís þann 24., Guðrún Haralds 28. og Þórey Ágústs 29.

En maímánuður þessa árs er extra spesíal, byrjaði hann á Manchesterferðinni góðu, svo er stóra verkefnið sem ég hef minnst á áður, en svo munu lok mánaðarins vera undirlögð heimsóknum allskonar yndislegs fólks. Fyrstan ber að nefna hann Jón Geir "mág", en hann mun vera staddur í borginni milli 23. og 27. og mun maður því hitta hann a.m.k. einu sinni í eins og 3-4 tíma spjall- og bjórsession, og svo munu Hildur Sævalds og Eygló leysa hann af akkúrat þegar hann fer og munum við mála borgina rauða yfir helgina. Svo er Erna sætubaun að kíkja til að heimsækja kærastann sinn, en hann er að spila í London um helgina og mun hún hitta okkur almúgann ef hún hefur tíma. Svo verður þetta allt saman toppað með tónleikaferð með Andra Húgó og Daða Guðjóns sem koma í borgina þann 30. og munum við sjá snillinginn Beck þann 1. júní. Það gæti jafnvel farið svo að Örvar Ari, æskuvinur minn sem ég er ekki búinn að sjá í háa herrans tíð, fljóti með.

Sem sagt, mikið fjör þennan mánuðinn og aldrei að vita nema að hann batni enn frekar.

mánudagur, maí 09, 2005

2. dagur í þynnku

...sem þýðir bara eitt: Helgin var með besta móti, fyrir utan gærdaginn auðvitað. Skotta tók á móti mér kl. 21:30 á föstudagskvöldið. Við hentum farangrinum mínum inn í herbergið hennar og héldum rakleitt á pöbbann þar sem nokkrir vinir hennar biðu eftir okkur og svo var bara byrjað að drekka og spjalla. Ég og Andy vinur hennar tókum nokkra pool leikir og Andy afrekaði dálítið sem ég er nokkuð viss um að ég hef aldrei séð: hann setti þrjár kúlur niður í einu skoti! Verst að þær voru allar mínar : ) Þegar pöbbinn lokaði var haldið á smá klúbbarölt og stoppað við á misskemmtilegum stöðum en við enduðum á klúbb þar sem soul og funk var allsráðandi og kættist ég því mikið og dansinn stoppaði ekki fyrr en dyraverðirnir fóru að stjaka við okkur.

Daginn eftir tók Skotta mig í smá göngutúr og dró mig meðal annars inn í búð þar sem geisladiskar fást í miklu úrvali á aðeins 5 pund erfitt að ákveða sig þegar maður stendur frammi fyrir svona úrvali, en ég náði að halda aftur af mér... stoppaði þegar ég var kominn með fjóra diska í hendurnar. Borðað, drukkið smá, og svo í grillveisluna, sem ég hafði víst kallað hoppikastalahátíð í eihverjum póstinum hér um daginn, en kastalarnir voru engu að síður til staðar og gekk frizbee í barndóm í nokkra klukkutíma. Svo var bara haldið partý í eldhúsinu, ég fór við annan mann að sækja bjórbyrgðir, Skotta skaffaði tónlist og mikil skemmtun höfð þangað til að við töldum tíma til kominn að kíkja á Mr. Scruff. Og þvílíkur dídzjei!!! Ef einhverjir framtakssamir lesa þetta þá mega þeir alveg flytja þennan mann inn við gott tækifæri. Djömmuðum fram eftir öllu og vöknuðum síðan hálf heiladauð daginn eftir, smá labb, matur og lestarferð heim.

Svei mér þá ef ég freistast ekki til að endurtaka leikinn eftir mánuð.

fimmtudagur, maí 05, 2005

Þetta reddast allt

Jamm, verkefnið náði réttri lengd á elleftu stundu og vakti jákvæð viðbrögð. Kannski ætti ég að slaka á og hafa trú á því að hlutirnir reddist... eða kannski ekki. Þar með er áfanganum um spænsku gullöldina (svipað tímabil og Shakespeare var uppi á) lokið og einnar viku hraðferð um póstmódernisma tekur við. Skil ekki alveg af hverju við tökum bara eina viku í þessu viðfangsefni, sem er örugglega með þeim flóknari sem við höfum tekið fyrir, en það verður örugglega áhugavert, svo ekki sé tekið sterkar til orða.

Eftir að öll verkefnin höfðu verið sýnd var haldinn fundur með kennurum og nemendum af ETA, leikstjórnarbraut og hönnunarbraut til að undirbúa stóra samstarfsverkefnið sem fer í gang í þar næstu viku og stendur í þrjár vikur. Tilhlökkunin er vægast sagt orðin mikil. Allt í allt eru um eitthundrað nemendur af sex mismunandi brautum sem vinna að því að setja upp sex hálftíma sýningar á breskum nútíma leikritum. Gaman gaman!

Svo er það bara að hoppa upp í lest eftir skóla á morgun og heimsækja hana Skottu.

Njótið helgarinnar gullin mín og verið nú góð hvort við annað.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Húllum hæ og hopp og hí!

Bókaði far til Manchester í gær til að geta heimsótt hana Skottu snilling. Mun renna í hlað klukkan tæplega níu á föstudagskvöldið og verð þá dreginn beint á pöbbann til að innbyrða bjóra á alvöru námsmannakjörum. Laugardagurinn mun fara í skoðunarferðir um uppáhaldssvæði Skottu, hoppikastalahátíð (allt er nú til, en sjitt hvað það verður gaman) og svo verður farið á Mr. Scruff, plötusnúð sem er víst alveg ómissandi að mæta á. Allir sem ég hef minnst á hann við og þekkja til hans halda varla vatni yfir tónlistinni hjá gaurnum sem er víst rosa fönkuð og grúví. Get ekki beðið.

Enn bætist í bloggaralistann góða og að þessu sinni er það Victoria frænka mín sem deilir hugsunum sínum með heiminum eins og henni einni er lagið.

Verklegt verkefni á morgun, búin að hafa gærdaginn og daginn í dag til að undirbúa það og lítið bitastætt orðið til... getum unnið í fjóra tíma í viðbót á morgun og liðið vildi hætta kl. fimm í dag, sama gamla sagan. Verst er að þetta eru flest ágætis manneskjur sem maður getur ekki óskað alls ills. Mikið hlýtur að vera gaman að vinna með fólki sem nennir að leggja eitthvað í hlutina.

þriðjudagur, maí 03, 2005

Þetta gengur nú ekki

Maður svíkur vini sína alveg fram og aftur. Auðvitað á raritetið hans Kjartans að vera löngu komið hérna inn. Leiðréttist hér með.

mánudagur, maí 02, 2005

Kapallinn fundinn...

og myndir því tilbúnar.

Dugnaður getur sprottið upp hvar og hvenær sem er. Í dag spratt hann upp í bakgarðinum hjá okkur. Bletturinn (skógurinn frekar) var sleginn og illgresi reytt. Ég vorkenni samt sniglunum í litla trjáreitnum sem er í garðinum. Margir mánuðir af hinu ljúfa, rólega lífi innan um þéttvaxinn gróðurinn og svo bara BAMM!!! Þrjár manneskjur koma með krumlurnar sínar og pokana sína og rífa bara allt upp! Greyin hafa örugglega fengið taugaáfall, allir sem einn.
En við rákumst ekki bara á lindýr, heldur fékk ég að hitta fjarskyldan ættingja minn innst í bakgarðinum. Hann/hún var ekkert að fagna þessum fundum okkar, en ég lái honum/henni það ekki... þekkjumst ekki neitt.

frizbee er búinn að finna sér fullkomna þerapíu fyrir hverju því sem gæti angrað hann á andlegu stigi: POI!!!

Enn stækkar hópurinn

Kjartan hinn geðþekki hefur hafið upp stafræna raust sína og því er eins gott að taka vel eftir. Alla Hanna hefur sett inn málamyndapóst og fær hún því að birtast, en í fyrstu bara í hundakofanum. Ef pósttíðnin verður mér að skapi þá ferðu fljótlega inn á aðallistann Alla mín ; )

Annars er það að frétta að ég finn ekki kapalinn sem tengir myndavélina mína við tölvuna (pirr!!!). Annars væri ég búinn að henda inn myndunum sem ég tók í afmælisveislu helgarinnar sem var, já, grímupartý. Verð að finna þetta.

Svo hef ég hér með losað mig við ferlíkið mikla, bassamagnarann minn þ.e.a.s. og hef því opinberlega hafið söfnunina fyrir næsta skólaári. Bæ ðö vei, veit e-r um góða vinnu sem er laus milli júlí og október og borgar yfir 200.000 á mánuði, annað hvort á höfuðborgarsvæðinu eða í Eyjum? Ekki??? Kemur á óvart