laugardagur, apríl 30, 2005

Lorca

Já, ég er aðeins að fræðast um Federico Garcia Lorca þessa dagana þar sem ég þarf að skrifa stutta ritgerð um sýningu breska þjóðleikhússins á Húsi Bernhörðu Alba. Fórum að sjá sýninguna í gær, og það var dáltítið gaman að sjá "hefðbundna" leiksýningu aftur. Allar sýningar sem við höfum séð fram að þessu hafa verið óhefðbundnar á einn eða annan hátt og maður var eiginlega búinn að afskrifa sálfræðilegan realisma (vona að ég sé að þýða "psychological realism" rétt) sem barn síns tíma. En hvílík sýning!!! Frá því að ég steig inn í salinn og sá leikmyndina var ég algjörlega niðursokkinn í það sem fyrir augu og eyru bar, og ég á það til að vera dálítið erfiður þegar það kemur að því að fylgjast með löngum hæggengum sýningum (sýningin var tæpir þrír tímar, reyndar með tveimur hléum, en samt...). Þrátt fyrir öll átökin og dramað sem eiga sér stað í sýningunni, þá eru þagnirnar mér minnisstæðastar, þegar einhver segir eitthvað sem hún (það eru eingöngu kvenpersónur í verkinu) á ekki að segja, og maður heyrir alla viðstadda hugsa "ó sjjjitt!" þegar Bernharða læsir augunum á viðkomandi.

Jamm, ég held að ég eigi eftir að verða Lorca aðdáandi.

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Auli

Ég hefði kannski átt að setja Öllu inn á linkalistann til að byrja með áður en ég fór að hóta henni með ferð í hundakofann. Ojæja, þú veist samt uppá þig sökina Alla, en ef þú byrjar að láta í þér heyra þá færðu kannski að fara inn á listann góða.

Óáreiðanlegt fólk

Já, óáreiðanlegt fólk er pirrandi. Sérstaklega þegar þetta sama fólk er eiginlega að reiða sig á mig. Hvernig þá? Nú, 3. árs neminn sem er að fara að sýna verkefnið sitt á morgun, sem ég er í, hefur mætt á eina af fjórum æfingum eftir páska, og var fjarverandi eða sein á a.m.k. tvær fyrir páska. Þetta grey heitir Emma, og hún á son, 5 ára gutta sem er hinn vænsti strákur og ekkert út á hann að setja. En honum fylgir ábyrgð, og veikindi. Oftast hefur eitthvað verið að honum eða e-r vandræði í kring um hann (pössun, dagheimili) sem hefur hindrað Emmu greyið að mæta á réttum tíma á æfingar (ef hún mætir þá á annað borð), en það er bara að hennar sögn. Einnig hefur það alveg vantað að hún hafi tekið frá æfingapláss í flestum tilfellum. Samskiptaleysi, misskilningur og pirr hefur einkennt þennan vinnuprósess, sem þó byrjaði svo vel.

Við erum að fara að sýna á morgun, hún byrjaði daginn á því að seinka æfingu um tvo tíma... og svo aflýsa henni alveg, vegna þess að sonurinn smitaði hana af e-m veikindum.

Barneignir? Éééégggg veeeiit nú ekkiiii...

Annað dæmi um óáreiðanlegt fólk er hún Alla Hanna mín, á öllu lítilvægari hátt þó. Maður mætir og mætir inn á þetta blogg hennar og ekkert sést... og þið vitið öll hvað það þýðir. Sigga Ása hefur tilkynnt að hún nenni þessu ekki lengur, og verður hún tekin á orðinu, en er velkomin inn á listann ef henni snýst hugur.
Annars virðist hún Íris mín Sig e-ð vera að taka sig á og fær hún því reynslulausn úr hundakofanum.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Hrós dagsins...

fær mbl.is fyrir að auglýsa og styðja við grasrótina í íslensku tónlistarlífi. Verð að viðurkenna að þegar ég sá linkinn "hljómsveit fólksins", þá hélt ég að það væri verið að auglýsa næsta Stuðmannaævintýrið, sem hefði gert linkinn að mesta rangnefni EVER!

En já, fylgist með.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Þolfimi smolfimi

Skráði mig á 4 vikna námskeið í Capoeira, sem er blanda af bardagalist og dansi, og tók fyrsta tímann á mánudaginn. Dáldið ónýtur eins og er, en þetta mun væntanlega vera meðal þess sem mun gera það að verkum að ég verð eins og grískur guð þegar ég kem heim í sumar... eða hreyfihamlaður fyrir lífstíð.

Svo er bara kominn nýr páfi, og það bara á mettíma. Miðað við valið virðist vera að kardinálarnir séu að reyna að halda sig við eitthvað meðaltal hvað varðar lengd stjórnartíðar hvers páfa. Ég spái því að hann Benni kallinn hrökkvi upp af eftir innan næstu 5 ára. Hvað er eiginlega málið með að menn megi ekki halda nafninu sínu þegar þeir verða páfar? Er þetta ekki dálítill hroki? Sum nöfn ekki nógu góð eða heilög? Svo virðist sem valið hafi ekki verið það besta. Maður sem líkt er við rannsóknardómara er ekki það sem ég tel vera vænlegan kost sem leiðtoga trúar sem 1.1 milljarður jarðarbúa aðhyllast (þori ekkert að álykta með aðrar vitsmunaverur).

sunnudagur, apríl 17, 2005

Djöfulsins djamm er þetta á manni

Mætti í afmælisveislu um helgina. Afmælisbarnið ákvað að halda grímupartý, og eftir nokkurra daga umhugsun fattaði ég hvað ég gat verið án þess að eyða alvarlegum fjárhæðum í búningakaup. Árangurinn, og gervi hinna gestanna, má sjá hér.

En svo er annað grímupartý eftir 2 vikur. Spurning hvað maður verður þá.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Naaauuuuuh!

Thad kemur dalitid asnalega ut ad setja upphropanir med tvofoldum serhljodum a prent, ekki satt?

Hvad sem thvi lidur, tha er astaeda til ad vera spenntur, thvi tiuthusundasti gesturinn er rett handan vid hornid. Huld var svo heppin ad vera numer 5.000 og var bjor drukkinn henni til heidurs thad kvoldid (og hann var serlega godur). En hvad skal gera fyrir gest numer 10.000? Innbyrda 10.000 millilitra af bjor? Varla. Eg veit, tiuthusundasti gesturinn skal gefa sig fram i commentunum og ef hann er svo heppinn ad vera a contactlistanum a hotmailinu minu, tha faer hann mynd af yours truly. Ekki amaleg verdlaun thad ; )

mánudagur, apríl 11, 2005

Good morning England

Kominn ut, og ekkert buinn ad blogga i 6 daga!!! Uuuusssss!

Hvad er ad fretta? Tjah, eg var ekki fyrr stiginn inn um dyrnar, kl. rumlega 11 a fimmtudagskvoldid thegar eg fae ovaent simtal fra Joanna bekkjarsystur minni. Eg svara og samraedurnar eru e-d a thennan veg:

frizbee: Hi Joanna.
Joanna: Hey Astthor, you in your flat?
f: erm... yes
J: can me and Hannah come over?
f: erm...uh... sure.

10 minutum seinna voru thaer stollur maettar heim til min med skelfingarsvip. Thaer hofdu verid heima hja Honnuh thegar oll ljos blikkudu a og af i einu. Thetta var samstundis tulkad sem draugagangur og sau thaer thann kost vaenlegastan ad flyja af vettvangi og undir verndarvaeng areidanlegasta einstaklings sem thaer thekkja ; )
Eftir um halftima spjall vildi Joanna fara aftur heim, en Hannah var ekki a thvi, nema ad thaer hefdu e-n med ser... thannig ad svo for ad eg svaf i fyrsta skiptid a svokolludum "futon" medan ad thaer deildu ruminu milli sin (personulega finnst mer ad eg hefdi att ad fa rumid, svona fyrir thjonustuna)

Nadi miklum afanga a laugardaginn: keyrdi i vinstri umferd i fyrsta skiptid, og thad lika risa sendiferdabil!! Flutti megnid af dotinu minu i nyju ibudina mina, sem eg er bara helviti anaegdur med, og flutti svo opinberlega inn i gaer. Thad tok mig litlar 10 minutur ad labba i skolann i morgun, SWEET!!

Thessi vika verdur undirlogd alls konar workshoppum, fyrirlestrum og syningum, ad ogleymdu Tai Chi a hverjum morgni : ) Svo tharf madur lika ad skrifa thessa blessudu ritgerd.

Og ja, haldid ykkur fast, thvi mikil undur og stormerki hafa gerst:
frizbee... er haettur..................................... ad drekka kok!!! (andkof)
okei, kannski ekki alveg haettur, t.d. ef eg er i heimsokn og thad er bara kok i bodi tha fer eg ekki ad heimta e-d annad, en eg er haettur ad versla kok og drekka thad i litratali alla daga.
Djofull a eg eftir ad verda fitt... thegar eg haetti ad drekka afengi lika... og reykja... og fer ad borda meira af graenmeti og avoxtum... og hreyfa mig meira...

aetti eg kannski bara ad sleppa thessu? : )

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Ekkert er fegurr'en vorkvöld í Reyjavík

Tjah... ef fólk vill meina að það sé vor núna (sumardagurinn fyrsti skammt undan og því hlýtur að vera "vor") þá get ég alveg ímyndað mér margt fegurra. En ég er ekki hérna til að njóta útsýnisins heldur heilsa upp á vini mína sem búsettir eru hér í bænum, en það er hægara sagt en gert að hitta á allt þetta fólk á svona stuttum tíma. Endalausar símhringingar eru leiðinlegar og því bregð ég á það ráð að auglýsa bara hér. Ég ætla að planta mér á Litla Ljóta Andarungann kl. 10 annað kvöld með þá von í hjarta að hitta sem flesta leikfélaga mína áður en ég flýg aftur út á fimmtudaginn. Vestmannaeyjaliðið hitti ég í kvöld á Kaffibrennslunni, en það virðist hægara sagt en gert að ná sambandi við þetta fólk (það mætti halda að það sé verið að hunsa mann...).

Hef þegar hitt nokkra af mínum nánustu, sem hefur verið ljúft, en eftir fundi dagsins í dag vil ég biðja fólk að láta mig vita af meiriháttar sambandsslitum áður en ég geri mig að fífli fyrir framan einhvern hlutaðeigandi, ég segi ekki meir.

mánudagur, apríl 04, 2005

Með á nótunum

Fjölmiðlar eru ekki allir jafn áreiðanlegir og mishæft fólk vinnur hjá þeim. En maður hefði haldið að BBC gæti ekki gert svona mistök.

Jæja, þá er að kíkja í borgina á morgun. Sama brasið og venjulega, reyna að hitta sem flesta á sem minnstum tíma. Ætlaði að sjá Klaufa og Konungsdætur í Þjóðleikhúsinu, en það er víst bara sýnt á sunnudögum (grenj) sem mér þykir vera svindl.

Muna: taka SS pylsur og harðfisk með sér út.

laugardagur, apríl 02, 2005

"Tekur þú við Jesú Kristi sem leiðtoga lífs þíns?"

"Já" *fliss*

Jæja, þá er litli bróðir fermdur og öllu ríkari. Rétt rúmur klukkutími í kirkju er eins og heil eilífð!!! Sem trúleysingi verð ég að setja mig í spor ókunnugs og spyrja "af hverju þurfa guðsþjónustur að vera svona asskoti leiðinlegar?"... ég meina, er það ekki fagnaðarefni að eiga sér yfirnáttúrulegan frelsara sem reddar öllu fyrir mann ef maður segir "sorrý" við gullna hliðið? Af hverju er þetta fólk að sækja kirkju alla ævi??? Ef mér skjátlast ekki þá er Jesú tilbúinn að fyrirgefa manni ef maður iðrast synda sinna í raun og veru og hefur bara lifað lífi sínu í blindni. Ég veit að ég er svo sem ekki að segja neitt nýtt, en ég verð að koma þessu út (sjá undirtitil bloggsins).
Mér stóð nú samt ekki á sama þegar verið var að fara með syndajátninguna og annar presturinn beindi athygli sinni heldur mikið til mín... og ég hef aldrei hitt hann.
Þegar kom að altarisgöngunni var stund sannleikans runnin upp: ætti frizbee að fylgja hefðum og ganga upp að altarinu, eða vera trúr sinni sannfæringu og sitja sem fastast. Ég valdi seinni kostinn, og leið bara helvíti vel með það. Pápi undraðist nokkuð eftir ferminguna, en þar sem hann er trúlaus sjálfur, þá hefur hann örugglega óskað þess að hafa gert hið sama. Ég leit líka á það svona, það að gallharður trúleysingi gangi upp að altarinu og taki við "blóði og líkama Krists" er örugglega móðgun við þá ágætu menn sem útdeila þeirri herramannsmáltíð. Svipað og að ausa einhvern lofi þegar fjölskylda hans og vinir heyra til og sverta síðan mannorð hans öllum öðrum stundum. Verum sjálfum okkur samkvæm, hverrar trúar sem við erum.

Pís!