miðvikudagur, mars 30, 2005

Luxury!!!

Þá er ég kominn heim í heiðardalinn, með páskaegg í hönd og reyni að byggja upp kjark til að byrja á ritgerðinni sem ég á að skrifa í fríinu.

Helgin sem leið var með skemmtilegasta móti. Föstudagurinn langi var með allra stysta lagi þó hann hafi varað frá hádegi þangað til 6 næsta morgun (... eða þannig).
Joe, Dan og Gordie, bekkjarfélagar mínir, buðu mér heim til sín í tilefni af tvítugsafmæli Joes. Það var sötrað bjór, hlustað á tónlist, spilað á gítar og horft á uppistand fram eftir deginum og um sexleitið bættist Nonni í hópinn. Við héngum þarna í góðu yfirlæti þangað til við Nonni ákváðum að drífa okkur inn í borgina og kíkja á einhverja klúbba. Byrjuðum á að fara á þetta fína hótel sem kærasti mömmu hans Nonna (Nonni var sem sagt að ferðast með mömmu sinni og kærastanum hennar) var búinn að splæsa á familíuna og var Nonni með sér herbergi. Við náðum í pening þar sem Nonni greifi var staðráðinn í að splæsa kvöldið á mig (love that guy) og héldum svo út í nóttina. Klúbbaröltið var stórviðburðalaust, nema hvað að við prófuðum að ferðast með einum af þessum hjólagaurum sem eru út um allt í miðborginni, ágætt að prófa það svona einu sinni en það verður ekki gert aftur. Þegar komið var að því að halda heim stakk Nonni upp á því að við héldum bara á hótelið og ég myndi krassa þar. Reyndist það vera mál hið minnsta og enginn skipti sér neitt af mér.
Morguninn eftir héldum við í rölt um borgina með götukort í hönd og var planið að skoða eitthvað ódýrt og skemmtilegt. Ég ætlaði að draga drenginn á Covent Garden þar sem það eru alltaf einhverjir götulistamenn að sýna þar, en á leiðinni römbuðum við á leikhúsið sem hefur hýst "Stomp" undanfarin ár. Það var auðvitað ekki annað hægt en að skella sér á síðdegissýningu kl. 3 og sjá þessa mögnuðu sýningu... verst að við vorum svo hátt uppi að eitt atriðið sást ekki, en það hljómaði mjög vel... eftir sýninguna fórum við að skoða Camden og fórum svo aftur á hótelið. Ég ætlaði bara að halda Nonna félagsskap þangað til að fólkið kæmi á hótelið til að fara út að borða, en þá var mér bara boðið með á þennan líka fína pizzustað (svona í "fínni" kantinum). Eftir góða máltíð héldum við félagarnir aftur út, en í þetta skiptið var ekkert verið að spá of mikið í klúbbunum, bara rölt og séð til hvort við rækjumst á eitthvað. Eftir rúman klukkutíma af labbi með einni bjórpásu fundum við The Comedy Store, sem er einn frægasti grínklúbbur London. Við drifum okkur inn, fengum sæti á 3. bekk og nutum u.þ.b. tveggja og hálfs tíma af uppistandi fyrir 15 pund. Svo var bara farið aftur á hótelið og ég dreif mig til Sidcup daginn eftir, því ég átt eftir að pakka niður fyrir ferðalagið heim sem var klukkan 20:40. Fínt að fá svona fría hótelgistingu í eins og eina helgi.

Nú er maður bara að reyna að lesa um Brecht og Marxisma og fá hugmyndir fyrir ritgerðina, ég ætla ekki að þurfa að vaka frameftir til að klára hana eins og ég gerði með þá síðustu.

fimmtudagur, mars 24, 2005

Hva...?!?

Hildur Saevalds bara byrjud ad blogga! Aldrei er manni sagt neitt. En eg hefdi svo sem matt segja mer thad sjalfur thegar commentid hennar herna fyrir nokkrum dogum kom med link... : /

En jaeja, linkalistinn staekkar

Paskafri

Jebbs, frizbee kominn i paskafri. Eitt stykki ritgerd skal vera skrifad i friinu, eitt stykki fermingargjof gefid, nokkur stykki vinir og vandamenn knusadir og einu stykki Stebba oskad til hamingju med inngonguna i leiklistardeild Listahaskola Islands. Lilja Nott faer hins engar hamingjuoskir ef hun heldur ad hun geti svikid mig svona : )

Hitti Dave, sameiginlegan vin okkar Victoriu fraenku, i gaer. Spjolludum um daginn og veginn og drukkum e-s konar bloody-mary-hvitlauks-krydd-skot... ahugavert.

Nonnsinn minn heidrar englendinga med naerveru sinni i dag, og mun stytta mer stundir thangad til eg flyg heim a sunnudaginn.

frizbee rakst um daginn a bensinstod sem selur Parrafin (ljosoliu). Thid vitid hvad thad thydir: *fuff* - bless bless augnabrunir : ) A moti kemur ad thetta gaeti aukid hylli frizbees medal adila af hinu kyninu... eftir ad augnabrunirnar eru komnar aftur, audvitad ; )

föstudagur, mars 18, 2005

Solin skin, fuglarnir syngja...

og folk liggur i hettusott!!!

Jebbs, thad geisar hettusottarfaraldur i Sidcup. Fjorar manneskjur ur ETA liggja heima eftir smit, og folk er almennt stressad yfir thvi ad eiga haettu a smiti. frizbee veltir thvi fyrir ser hvort hann hafi verid bolusettur fyrir thessum vagesti(???)

Allt er i heiminum hverfult (hverfullt?).
Sophie Powell, sem hefur kennt okkur i allan vetur hvedur okkur i bili sokum olettu (annar, ollu utbreiddari, faraldur) og vid faum nyjan kennara, Monique ad nafni, i naestu viku. Thetta er i annad skiptid a thessu ari sem vid faum nyjan kennara, en vonandi eru umskiptin jafn anaegjuleg og i tilviki Paeders.

For a syningu i gaer: I'm a fool to want you, sem er skopunarverk felagsins Told By An Idiot sem adurnefndur Stephen Harper er felagi i, og var hann i adalhlutverki. Syningin var fin, en leikhusferdin var helst merkileg fyrir thaer sakir ad frizbee rakst a hann Neil, sem er ahugaleikurum hofudborgarsvaedisins godu kunnur (svona ad mestu leiti). Hann er vist ad skjotast til Hong Kong ad leika i e-u projecti thar og bad fyrir kaerum kvedjum til allra a Islandi. Aetladi ad hafa thennan post lengri, en thad er verid ad henda mer ut ur bokasafninu : (

Later :)

miðvikudagur, mars 16, 2005

It's a bird! It's a plane! It's Super-Dad!!!

Hringdi i hana modur mina a manudaginn s.l. i tilefni af afmaelinu hennar. Fekk ad heyra tha frett ad Pabbi gamli hafi tekid ser gongutur nidur Laugarveginn (thau skruppu til Rvk um helgina sko) kl. 9 a laugardagsmorguninn. Thegar hann er ad koma fram hja Lifstykkjabudinni heyrir hann thjofavarnakerfi fara i gang og ser mann hlaupa thadan ut med fangid fullt af naerfotum!!! Hvad gerir kallinn? Thrifur i gaurinn og hreinlega spyr

"hvad thykist thu vera ad gera vinur?"
Greyid svarar
"Eg er sko klaedskiptingur og hef ekki efni a ad kaupa mer svona dyr naerfot" (!!!!!)
... og byr sig undir flotta. En hann komst ekki langt thvi kallinn naer honum, snyr hann nidur og situr a honum thangad til ad gaur fra Securitas eda e-u alika maetir a svaedid.

My dad, ladies and gentlemen!!! : )Og svona til ad baeta vid feminismafaersluna mina: thad var umraeda um efnid i tima i gaer. Kennarinn spurdi hverjir vidstaddra teldu sig vera feminista... fleiri karlmenn rettu upp hond en kvenmenn :-D
En adalmalid er, ad eftir umraeduna og fraedsluna sem for tharna fram voru miklu fleiri stelpur a thvi ad thaer vaeru feministar thvi fyrir timann hofdu thaer einfaldlega haldid ad feminismi vaeri thad sama og hatur ut i karlmenn. Thar med er thad a hreinu: Flestir vita hreinlega ekki hvad feminismi er, punktur!

mánudagur, mars 14, 2005

Meiri hardsperrur!!!

Haldidi ad madur hafi ekki drifid sig i korfubolta um helgina. Greinilegt ad bretar eiga langt i land med ad verda almennileg korfuboltathjod thvi frizbee stod sig bara nokkud vel a vellinum og tha er nu e-d mikid ad :) . En thar sem heimurinn er allt annad en sanngjarn tha uppskar eg ekkert nema hardsperrur og hrufladan olnboga daginn eftir. Vonandi hefur fallega svifdisksorid mitt ekki skemmst vid thetta (ja Hordur, olnboginn minn er afmyndadur fyrir lifstid eftir thig)

Thar sem vid munum laera um ahrif feminisma a leikhusheiminn i naestu timum, og vegna thess ad eg hef ahuga a malefninu, akvad eg ad lesa "Introducing Feminism", svona rett til ad geta haft e-d til malanna ad leggja. Var ad lesa bokina inni i eldhusi thegar Rubert medleigjandi kom inn og gat ekki annad en hlegid ad mer. Folk virdist almennt halda ad feministar seu bara kaflodnar skessur sem kalla allt klam og telja alla karlmenn vera naudgara, thegar hugtakid er svo miklu vidara. Svo gleymist thad lika ad sagan er skrifud af theim sem rada hverju sinni (hvitum gagnkynhneigdum karlmonnum), og thvi er barattu theirra sem hafa att a brattan ad saekja i gegn um tidina oftast sopad undir teppid. Folk virdist almennt vera haldid theim hroka ad telja sig ekki thurfa ad laera neitt um neitt nema til thess ad vera gjaldgengt a vinnumarkadnum. Hvad kom fyrir thad ad vera einfaldlega frodleiksfus. Svo virdist sem folk daemi thad sem thad skilur ekki sem kjaftaedi og vitleysu i stadinn fyrir ad verda forvitid um malefnid og vilja kynna ser thad nanar. Einnig er frekar uggvaenlegt ad fylgjast med umraedunni a huga.is (thar sem meirihlutinn er reyndar unglingsstrakar) og throngsyni og hleypidomar rada rikjum. Einhvern veginn get eg ekki annad en hallast ad theirri nidurstodu ad thessir fordomar, eins og flestir adrir, laerast adallega a heimilinu... sumir aettu ekki ad fa ad eignast born!

Ad lokum vil eg tilkynna ad Iris Sig hefur aunnid ser plass i hundakofanum... bara ut af thvi ad hun er kona!!!

föstudagur, mars 11, 2005

Skeri kall!

You Are a Little Scary
A Little Scary!
You've got a nice edge to you. Use it.

How scary are you?

Svo virdist sem eg geti verid daldid scary stundum... allavega hafa skolafelagar minir sagt mer thad... skil ekkert i thessu lidi... aetli thad se ut af thvi ad eg er sonur pabba mins???

fimmtudagur, mars 10, 2005

Ouch!!!

I sidustu viku let Paeder okkur fa texta sem var a forn-grisku ("Eleleu eleleu. Upo mau spakelos kai frenopleegis." o.s.frv.) Hann bad okkur um ad laera hann og setja upp atridi eftir honum. Vandamalin voru thau ad vid skildum audvitad hvorki upp ne nidur i textanum, og svo var honum ekki skipt nidur eftir personum (i dag sagdi Paeder okkur ad thetta vaeri i rauninni monologur). Hopurinn minn syndi litla atridid sitt, sem byggdist a rifrildi milli tveggja krakka og igripum fullordins folks, og Paeder hafdi thetta ad segja:

"Appalling! Absolutely appalling!!!"

...og taldi sidan upp alla gallana vid atridid... og enga kosti. Eg tok thetta samt ekki mjog naerri mer, og hafdi i huga thad sem Denni sagdi mer adur en eg kom ut "thegar kennararnir rakka thig og vinnuna thina mest nidur, tha ertu ad laera hvad mest". Og Paeder tok thad reyndar fram ad gagnryni a performans er ekki thad sama og personuleg gagnryni : ) Gott ad upplifa svona, tha metur madur hrosid miklu meira.

mánudagur, mars 07, 2005

Harðsperrur!!!

Jæja, mánudagur.

Helgarnámskeiðið var bara helvíti fínt, og ég finn það best á því að ég er að drepast úr harðsperrum og örugglega búinn að léttast um 5 kíló eða svo. Það sem mér þótti skemmtilegast við námskeiðið var að þetta var ekki bara fyrir leiklistarnema, heldur líka atvinnuleikhúsfólk. Ellefu manns mættu, þar af voru 8 atvinnumenn, en engu að síður stóðu allir jöfnum fótum og hópurinn var algjörlega laus við hvers konar hrokagikki og prímadonnur (nú þegar ég pæli í því, þá myndi svoleiðis fólk ekkert mæta á svona námskeið þar sem það telur sig ekki þurfa að læra neitt meira...). En ég fékk smá sjokk þegar ég gerði mér grein fyrir því að einn kvennanna sem sögðu sig vera atvinnuleikkonur var í rauninni ekki atvinnuleikkona.... heldur var þetta Ármann Guðmundsson, Hugleikari og sjávarspendýr með meiru, greinilega búinn að ganga í gegn um kynskiptiaðgerð og léttast um ein 30 kíló eða svo... en hæðin var auðvitað sú sama.(!!!)

fimmtudagur, mars 03, 2005

Finasta felag

Boggi snillingur var med hlekk a heimasidu thessa felags. Svei mer tha ef eg gerist ekki medlimur! Maeli med thvi ad thid, lesendur godir, gerid slikt hid sama.

I kofann med thig drengur!!!

Nonni virdist aetla aldeilis ad klikka a thessu, ekki buinn ad lata neitt fra ser i ruman manud. Zindri heldur i alvorunni ad einn postur a manudi se nog til ad halda ser i nadinni, en hann faer sens til ad hisja upp um sig braekurnar.

Thratt fyrir mikid basl vid ad troda kenningum Brechts og Boals i hausinn a mer, er eg sidur en svo latur vid ad lesa... nema bara ad eg er ekki ad lesa thad sem eg a ad lesa. Buinn ad klara thessar 3 Discworld baekur sem eg festi kaup a um daginn og er ad berjast vid longunina til thess ad kaupa fleiri!

Fengum nyjan kennara s.l. fimmtudag thar sem Jason, sem er einn thriggja adalkennaranna okkar, heldur til Japan a naestunni til ad starfa thar i ar (svona a lifid ad vera, thjota bara hingad og thangad um heiminn eftir thvi hvar verkefnin eru).
Nyi kennarinn heitir Paeder (borid fram "Pedder", engu ad sidur breskur) Kirk og er vist einn af fremstu kennurum heimsins thegar ad thad kemur ad grisku leikhusi (ad sogn Emilios, en kannski er hann bara ad lata okkur lida eins og vid seum spes... kannast nokkur vid nafnid?) Hofdum heyrt allskonar hryllingssogur um ad thetta vaeri algjor hardstjori sem viladi ekki fyrir ser ad graeta folk sem er ekki ad gera goda hluti i ryminu. Stadreyndin reyndist vera su ad Paeder er hinn skemmtilegasti gaur og kann tha kunst ad troda endalausum frodleik i hausinn a manni a medan ad madur hlaer sig mattlausan ad uppataekjunum hans. Nu er svo komid ad fimmtudagar eru uppahaldsdagarnir hans frizbee thar sem their byrja a timunum hans Paeders og enda a jogatimum, thar sem kennarinn heitir Helen... sem er godur kennari... auk thess ad vera saet... auk thess ad vera lidug... (haettu thessu drengur!!!)

Karlpeningurinn mun aldrei maeta of seint i joga medan hun er ad kenna :)

þriðjudagur, mars 01, 2005

Slappur stori brodir:

Eg fagna bjordeginum hastofum en minnist ekkert a thad ad uppahalds (og reyndar eini) litli brodir minn er 14 ara i dag!!! (SKAMM!!! Vondur frizbee!!!) Til hamingju med afmaelid litli bro!

Verd orugglega ad fara ad haetta ad kalla hann litla brodur, thar sem hann verdur orugglega ordinn haerri en eg thegar eg kemst i sumarfri : /

Gledilegan Bjordag!!!

Jamms, 1. mars runninn upp, og thvi aerin astaeda til thess ad slatra a.m.k. einum bjor einhvern tima fyrir midnaetti... en ekki morgum, thvi frizbee er godur strakur sem gaetir hofs i ollu sem hann gerir... ahemm! En ja, spennandi helgi framundan thvi eg er skradur i workshop (hvad kallar madur "workshop" a astkaera ylhyra? Bara "namskeid"?) sem fer fram i London a laugardag og sunnudag, 12 timar i allt, og mun eg njota felagsskapar Katarinu hinnar slovonsku sem er her i tengslum vid skiptinemaprogram Rose Bruford (kannski ad madur fari til Slovakiu a naesta ari... aldrei ad vita ; ) )

Eg og Brecht munum orugglega aldrei eiga samleid. Allar tilraunir til thess ad lesa hugmyndir hans um leikhus og allt sem thvi tengist leida annad hvort til svefns (sem er dalitid vandraedalegt thegar eg hef setist nidur med hann a bokasafninu) eda ofvirkni. Afreka sjaldnast meira en 10 - 20 bladsidur i senn, og thad tekur um klukkutima! Held eg snui mer bara ad Augusto Boal og bokunum hans um "Leikhus hinna kugudu" (Theatre of the oppressed) og "Loggjafarleikhus" (Legislative Theatre) ... leidrettingar a thydingum eru vel thegnar, ef einhverjar eru. Rannveig?