fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Domur er fallinn!

Einkunnirnar komnar i hus. Og frizbee er anaegdur : )

Einkunnakerfid er, eins og eg hef adur sagt, soldid skrytid, en svona er thad i hnotskurn.

"A first" er best, svo kemur 2:1 (two-one), 2:2, "a third" og svo fall.

Eg fekk 2:2 fyrir fyrstu ritgerdina, sem var um Drauga Ibsens, 2:1 fyrir verklega Woyzeck verkefnid, 2:1 fyrir ritgerdina um Woyzeck, 2:1 fyrir umfjollun mina um Soho Theatre leikfelagid, og svo einkunn sem var a morkum thess ad vera "first" fyrir fluguleikritid okkar (en nadi thvi ekki alveg).
Emilio sagdi einnig ad eg vaeri medal 4-5 sterkustu nemendanna i bekknum af theim 36 sem eru a thessu ari, thannig ad eg er, i stuttu mali, I SJOUNDA HIMNI!!!

Vid thurfum ekki ad maeta fyrr en kl. 2 i skolann a morgun thannig ad... PARTY!!!

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Uti er alltaf ad snjoa

Jamms, thad hefur snjoad meira og minna sidan a manudaginn her i Sidcup og nagrenni. Bein afleyding af thvi er ad thad borgar sig engan veginn ad ferdast odruvisi en a hjoli eda tveimur jafnfljotum. Snjoinn hefur reyndar ekki fest (einhvern veginn hljomar thetta ekki rett...) en engu ad sidur er eins og bretinn viti ekki hvernig a ad haga ser i umferdinni. Tok straeto i morgun til ad flyta for minni i skolann... var engu fljotari, og 1.20 pundum fataekari!

Er ad rembast vid ad lesa Brecht on theatre an thess ad sofna yfir henni. Gallinn vid baekur sem fraeda mann um leiklist er ad thaer eru of langar. Med "of langar" meina eg ad madur les kannski 20 sidna kafla og kemst ad theirri nidurstodu ad somu upplysingar hefdu haeglega komist fyrir a 2 sidum. Somu atridin koma upp aftur og aftur og madur hreinlega missir ahugann. En madur laetur sig hafa thetta. En thad er alltaf jafn gaman thegar madur rekst a litla gullmola sem syna ad menn eins og Brecht eru alls ekki lausir vid humor. Gott daemi um thetta er thegar Brecht talar um samstarf sitt vid Piscator nokkurn: Or we would hoist his actors up and down in space; now and again they would break a leg, but we were patient with them.
Svona vidhorf fila eg : ) "Fotbraustu thig vinur? Ojaeja, thu faerd fri a morgun."

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Einskisnýtur fróðleikur

...er skemmtilegasti fróðleikurinn:

Vissuð þið að nafn hljóðgervlaframleiðandans Moog er ekki borið fram “Múg”, heldur “Móg”.

mánudagur, febrúar 21, 2005

Eins og thad se ekki nog af heimsku i thessum heimi

... en sum heimska er bara svo asskoti skemmtileg

Einkunnir a fimmtudaginn... allir ad eyda honum med krosslagda fingur

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Hva? Bara eintómir íslenskir stafir og læti!

Jamms, ástæðan fyrir því, og þögn síðustu daga, er sú að nú er lestrarvika og því sést ég lítið niðrí skóla, nema til þess að sækja bækur og rétt glugga á netið eftir allra nauðsynlegustu upplýsingum, eins og t.d. hvar klúbb sem sérhæfir sig í funk og soul tónlist er að finna : ) .
Þar af leiðandi fer allt blogg fram á lappanum mínum góða og bíður svo eftir að vera flutt yfir á skólatölvurnar og þaðan á veraldarvefinn svo þið getið glaðst yfir frekari fréttum frá frísklegum frizbee.

(vinsamlegast takið það til greina að þessi færsla var skrifuð á nokkrum dögum eins og um margar mismunandi færslur væri að ræða, og þar sem ég hef ekki nennu til að prófarkalesa og umskrifa þetta, þá fáið þið þetta bara svona)

Sunnudagur, 13. feb.
Síðastliðinn föstudag lauk fyrsta áfanga námsins, og í næstu viku byrjum við að vinna með gríska harmleiki, spænsku gullöldina og breskt leikhús á 20. öld auk þess sem við skoðum Bertolt Brecht og fleiri. Þessi vika fer í að lesa þrjú leikrit: Antigony eftir Sófókles, Stjórnleysingi ferst af slysförum eftir Dario Fo og Mutter Courage og börnin hennar eftir Brecht. Einnig þurfum við að lesa bækur með skrifum Brechts og Augusto Boal um hvernig þeir nálgast leiklist.
Í síðustu viku unnum við í tólf tveggja til þriggja manna hópum með smá kafla úr Vinnukonunum sem sýndu síðan afraksturinn hver á eftir öðrum á fimmtudaginn. Það sem var skemmtilegast við þessa vinnu var að þarna sá maður sömu atriðin flutt oft og mörgum sinnum, en aldrei voru þau eins. Ég var nokkuð ánægður með afraksturinn hjá mínum hóp, en hápunkturinn var án efa þegar þessar dömur sýndu sitt atriði : )
Svo byrja ég að vinna með Emmu, sem er á þriðja ári, í verkefninu sem hún er að undirbúa, í næstu viku. Verkefnum þar sem við þurfum að vinna sjálfstætt fyrir utan kennslutímana fer fjölgandi, þannig að brátt fer maður að vera á fullu niðrí skóla í 8 – 10 tíma á dag, og þannig á það líka að vera.

Miðvikudagur, 16. feb.
Mikill lestur búinn að fara fram undanfarna daga... enda lestrarvika. Á mánudaginn dreif ég mig í verslunarleiðangur, til að kaupa fatnað sem mig vantar fyrir skólann. Ekkert varð af fatakaupum, en ég festi hins vegar kaup á helvíti fínni skyrtu á 5, fyrstu 3 Discworld bókunum saman í pakka, Introducing Philosophy og safndiski með nokkrum af bestu lögum Curtis Mayfield. Allt þetta kostaði innan við 35 pund : )
Á þriðjudaginn las ég heil tvö leikrit – Mutter Courage og börnin hennar og Stjórnleysingi ferst af slysförum – fyrstu 100 síðurnar í The Colour of Magic (fyrstu Discworld bókinni), og um 50 síður í Introducing Philosophy. Allt í allt eru þetta um 300 síður, sem sumum finnst kannski ekki mikill lestur á einum degi, en fyrir lestrarletingjann hann frizbee er þetta mikið afrek, svo ekki sé minnst á persónulegt met, en það gamla stóð í rúm tíu ár, eða síðan að hann las Flóttamanninn eftir Stephen King (heilar 190 síður!!!) á einum degi.

Fimmtudagur, 17. feb.
Stundum spáir maður í furðulegustu hlutum. Þau eru ófá lögin þar sem sungið er um söknuð, og oftar en ekki er því líkt við söknuð eyðimerkurinnar eftir rigningu. Þangað til nýlega hafði ég gúdderað þessa samlíkingu, en um síðustu helgi heyrði ég eitt slíkt lag og þá datt mér þetta í hug: Þegar það rignir í eyðimörk, er þá ekki tilveru hennar stefnt í hættu? Er eyðimörk ekki eyðimörk vegna þess að þar er lítil sem engin rigning? Ef það rignir aldrei, þá er eyðimörkin ekki bara enn þá til, heldur orðin “meiri” eyðimörk, laus við allt líf. En ef það myndi allt í einu byrja að rigna reglulega, myndi þá ekki gróður byrja að spretta og dýralíf aukast, og eyðimörkin smám saman hætta að vera til? Því spyr ég: Af hverju í andskotanum ætti eyðimörk að sakna rigningar???

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Kisi kisi kis...?

I tha rumu 4 manudi sem frizbee hefur verid nagranni hennar Betu hefur hann sed thvilikan aragrua af hundum af ollum mogulegum tegundum a vappi med eigendum sinum ad thad er engu lagi likt. En hversu margir kettir sjast a vappi? frizbee hefur talid tvo, og er nokkud viss um ad their seu badir eigendalausir. Hvernig aetli ad standi a thessu? Mega kettir ekki ganga lausir herna? Er theim stutad af ollum hundunum? Aetli thegnum thessa fyrrum heimsveldis se illa vid ad eiga gaeludyr sem hlyda theim ekki i einu og ollu? Hver veit? Ekki eg, svo mikid er vist.

Afanginn nalgast

thegar thetta er skrifad er gestafjoldi frizbee 4968.

5000. gesturinn faer thad ad launum ad eg drekk fyrir hann bjor ad eigin vali a fostudaginn

Þa'bbara drama!

frizbee varð í fyrsta skiptið á ævinni vitni að yfirliði, í raddþjálfunartíma sl. Mánudag. Við vorum að gera æfingu þar sem maður er sífellt að draga andann eins djúpt og maður getur og beita svo röddinni á einhvern ákveðinn máta. Fólki hefur verið sagt það að ef því fari eitthvað að svima, þá eigi það bara að slaka á og anda eðlilega í smá stund, en einn úr bekknum hefur ekki alveg hlýtt því í þetta skiptið því í miðri æfingu heyrum við nokkur óregluleg fótatök og svo stóla kastast til. Hafði þá okkar maður lippast niður, hrasað aftur á bak og á nokkra stóla, og lá þar í um 10 sekúndur áður en hann komst aftur til fullrar meðvitundar. Það skrýtna var að meðan hann var meðvitundarlaus, þá var hann hálf glottandi, eins og hann væri að grínast. Þegar hann rankaði við sér varð hann heldur en ekki undrandi yfir því að vera allt í einu liggjandi á gólfinu með kennarann stumrandi yfir sér, og mundi ekkert nema að honum hafi liðið hálf skringilega rétt áður en hann datt út.
Já, það er ekki tekið út með sældinni að vera leiklistarnemi.

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Draugur i Rose Bruford???

Medan eg var ad vinna i konguloarvefnum minum goda tok eg nokkrar myndir til ad geyma thessa vinnu i minningunni. Fyrri myndin synir verkid a halfgerdu byrjunarstigi og eru gaedin ekkert til ad hropa hurra fyrir, en medan eg var ad skoda sidari myndina tok eg eftir undarlegum rakum a henni (uppi i haegra horni) og helt fyrst ad eg hefdi ovart hrist myndina. En ekkert annad a myndinni er hreyft thannig ad vid getum bara komist ad einni nidurstodu... ekki satt : )