föstudagur, desember 31, 2004

Jæja, hvað gerðist?

Hvers konar ár er þetta búið að vera hjá frizbee? Fór í stúdíó, kveikti í lyftara, öskraði á götuleikhúskrakka, tognaði á ökla - tvisvar, rokkaði í Færeyjum, sá Reed, sá Rómeó og Júlíu - tvisvar, flutti til Englands, byrjaði í leiklistarskóla, sá Cave, saknaði fólks, gerði plön og las bækur (sem er óvenjulegt). Sem sagt, allt í allt helvíti fínt ár, þá er það bara það nýja.

GLEÐILEGT NÝTT ÁR, TAKK FYRIR ÞAÐ GAMLA OG SJÁUMST SEM MEST Í FRAMTÍÐINNI.

föstudagur, desember 24, 2004

Aðfangadagur jóla er einmitt í dag

Voðalega er maður búinn að vera blogglatur undanfarið! Hef svosem haft heilmikið að segja, en HaltuKjafti er örugglega búið að virka sem útrás fyrir því. En annars er svo sem ýmislegt sem maður getur minnst á...


...


...


...


eða hvað?
Jújú! Ég vil bara hvetja alla til að horfa á Íslensku Sveitina sem verður á dagskrá á Stöð 2 þann þrítugasta n.k. Það verður gaman að sjá hvers konar menn þetta eru sem starfa sem friðargæsluliðar þarna úti. Eftir því sem ég hef heyrt, þá eru þetta bara stór börn í hermannaleik, voðalega töff með rosa stórar byssur og í hermannagöllum og allt! Þetta eru týpurnar sem myndu hrannast í íslenska herinn hans Björns Bjarna :) . Fer fólk ekki að verða þreytt á þessum hálfvitum?

Eníveis...(þegiðu Andri, það segja þetta margir) ég vil bara óska ykkur öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs. Þakka fyrir samskiptin og samveruna á árinu sem er að líða.

Lov jú gæs
Ástþór Ágústsson

miðvikudagur, desember 15, 2004

Snilld og heimska

Snilldin: Þökk sé HaltuKjafti getið þið loksins sungið með þegar þið heyrið þetta lag.

Heimskan: Sá frétt þar sem sagt var frá risaljósaperu sem kveikt var á í Hafnarfirði í tilefni af 100 ára afmæli fyrstu rafstöðvarinnar hér á landi. Þulurinn vildi greinilega vera rosa sniðugur, byrjaði fréttina sitjandi við borð, kveikti á lampa og lét eftirfarandi gullmola út úr sér:
"Verði ljós" var sagt fyrir mörgum milljónum ára, og það varð ljós....

Ekki veit ég í hvað hann var að vitna, því Guð sagði þetta fyrir 6000 -7000 árum... eða svo segir sagan allavega...

Nostalgíutripp

Sá loksins einn af þessum margumtöluðu nýju He-Man þáttum! En hvað það var gaman að rifja upp kynni sín af Garpi, Beina, Dýra, Tílu og félögum. Saknaði samt Orra, ætli hann sé ekki nógu "nútíma"? Þó persónurnar hafi fengið dálitla andlitslyftingu voru öll gömlu góðu elementin til staðar, meira að segja eftirmálinn þar sem einn af góðu köllunum útskýrir boðskap þáttarins fyrir þeim sem eru ekki eins vel gefnir. Aaaah those were the days. Nú vantar bara nýja Thundercats þætti og þá er þetta komið.

Sá Oprah þátt þar sem spjallþáttadrottningin lætur sig hafa að flytja í landnemaþorp sem búið er að reisa fyrir nýjasta "raunveruleika"-þáttinn í heila helgi (fólkið í þorpinu var búið að búa þar í fjóra mánuði). Þar tala "íbúarnir" um hvað það er merkilegt að þurfa að lifa við sömu aðstæður og fólk frá þessum tíma, hvað þau hafa verið harðgerð að búa við þessar aðstæður (fyrrihluta 17. aldar) og hvað þau eiga þessu fólki margt að þakka fyrir að hafa numið land þarna.
Þetta fynnst mér alltaf jafn skemmtilegt: þegar fólk heldur að einhver sem kom á undan hafi gert eitthvað fyrir sig! Pílagrímarnir flúðu til Nýja Heimsins til þess að bjarga sér og engum öðrum. Einnig er ekki svo erfitt að lifa við fábrotnar aðstæður ef maður hefur verið fæddur og uppalinn við þær. Svo lengi sem hlutirnir fara ekki versnandi, þá er lífið bara bærilegt.

þriðjudagur, desember 14, 2004

hæ, ég heiti frizbee, og ég er...

"...a tit-grabbing stud magnet who likes to flick Mexico"

Það segir allavega What you are

föstudagur, desember 10, 2004

Drasl!

Ég vil biðja lesendur mína afsökunar á draslinu hér fyrir neðan. En það, eins og allt annað sem fer úrskeiðis í mínu lífi, er engan veginn mér að kenna!

Fyrsta eyjadjammið mitt í rúma 3 mánuði á morgun. Kannski sjáið þið myndir... og kannski verð ég of fullur til að taka myndir og týni myndavélinni, hver veit?

fimmtudagur, desember 09, 2004

Hmmmm....

According to the "Which'>http://www.alansmind.com/lebowskiquiz.php">"Which Big Lebowski character are you?" quiz:

http://www.alansmind.com/nihilists.jpg">> don't you check it out? Or we cut of your Johnson!

Kannski ef ég má vera níhilistinn til vinstri, þá er ég hæstánægður. Annars er ég dálítill naumhyggjumaður... bara ekki að eigin vali.


þriðjudagur, desember 07, 2004

Kominn heim

Jæja, rúmur mánuður af mömmumat, 600 króna bjór, roki og rigningu. Mikið er gott að vera kominn heim.

miðvikudagur, desember 01, 2004

Fífl!!!

Fyrir tæpum tveimur mánuðum fékk ég bréf stílað á "Núverandi íbúa" herbergisins míns. Innihald bréfanna var ámynning frá yfirvöldum á að láta setja mig á kjörskrá. Þar sem hérlendar kosningar koma mér lítið við henti ég bréfinu og hélt lífi mínu áfram. Nokkrum vikum seinna fékk ég annað bréf, og furðaði mig á þvermóðsku þessara aðila um leið og ég henti því beina leið í ruslið. Þegar þriðja bréfið kom í síðustu viku henti ég því einhverra hluta vegna ekki strax, heldur geymdi það á eldhúsborðinu meðan ég fór í skólann. Á leiðinni úr skólanum var ég samferða stelpu sem býr fyrir ofan mig og er á öðru ári í ETA. Hún kannaðist við þetta bögg en sagði það ekki vera lögsóknarinnar virði að hundsa bréfin. "Lögsóknarinnar"?!?!? Um leið og ég kom heim fór ég að skoða bréfið... og það passaði, ef ég sendi ekki svar átti ég á hættu að vera sóttur til saka! Reyndar þurfti ég bara að skrifa "Icelandic" í reitinn við hliðina á nafninu mínu (skrítið, nafnið mitt var þegar á bréfinu, en umslagið var stílað á Current occupier) og henda því svo í póst. Ég hélt að þar með væri viðskiptum mínum við bresk yfirvöld lokið, en ég átti eftir að fá eitt bréf í viðbót: Í gær fékk ég bréf þar sem stóð eitthvað á þessa leið: "we're sorry to inform you that, because you are not an English citisen, we can not accept your application for the voter register." BAAAHHAHAHAAHHAAA!!!! Hvers konar fæðingarhálfvitar eru þetta??? Þeir hóta að lögsækja mann ef maður sendir ekki helvítis bréfsnepilinn inn og taka honum svo sem "umsókn"! "Ó, plííís mister englissjmann, mei æ vót inn jor ílexjonn? Nó? Búúúhúúú!!!"


Tjallafífl...

Þetta eru ekki einu bréfin sem ég fæ með hótunum. Breska ríkissjónvarpið lætur mig ekki í friði. Alltaf að senda mér bréf þar sem ég er hvattur til þess að láta vita ef ég er með sjónvarp. Hef ekki haft fyrir því að hringja í þau og láta vita að ég er sjónvarpslaus með öllu, þar sem ég efa að þau trúi mér (og þó...). Þar sem lítið hefur borið á svörum frá mér halda bréfin áfram að streyma inn þar sem ég er látinn vita að sjónvarpshrottarnir séu bráðum á leiðinni að kíkja í herbergið mitt og grípa mig glóðvolgan að glápa á EastEnders og þá muni ég fá 1000 punda sekt!!!! Úúúúú (skelfur). Hvað ætli þeir séu oft búnir að koma heim til mín til að hræða mig? Kannski... "aldrei"? Ef þetta lið æðir upp til handa og fóta í hvert skipti sem það sér að einhver nýr flytur í einhverja holuna útí bæ til að tékka á sjónvarpseign viðkomandi, þá hljóta að vera fleiri sem vinna við þetta helvíti en þeir sem horfa á sjónvarp. Svo ef þessir hryggleysingjar dröslast svo einhvern tíma til að tékka á mér er ég ansi hræddur um að þeir fari þónokkrar fíluferðir þar sem ég er aldrei heima á almennum vinnutíma, lúðar!

Hvað meira? Já! Heim á ný eftir 3 daga, tjah seisei, þessir 3 mánuðir voru ekkert að staldra við. Ég verð orðinn þrítugur skuldugur afleysingasjómaður áður en ég veit af ; )