fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Mer er illt i bakinu!

En thad er allt i lagi, thvi thad er svo margt yndislegt i thessum heimi. Fyrst ber ad nefna heidurshjonin af vesturgotunni, Jon Geir og Nonnu, sem eg hitti i London i gaer. Thvi midur gafst litill timi fyrir kaffihusaspjall og afslappelsi thar sem Jon Geir thurfti ad roda med hljomsveitinni sinni, Ampop, en hun er nu ad reyna ad na verdskuldadri athygli her i landi Breta. Tonleikarnir voru hinir finustu thratt fyrir hljodmann sem vissi litid i sinn haus og var thar ad auki faranlega stadsettur. Grey hljomsveitin a undan Ampoppurum spiladi fyrir okkur, barthernuna og 2 hraedur i vidbot, en medan Jon Geir og felagar gerdu sig klara hronnudust ahorfendur inn thannig a endanum spiludu Ampop fyrir a.m.k. tvo tugi.... manns. U gotta start somewhere.

Dreymdi i fyrrinott ad eg hefdi fengid 24 i einkunn fyrir ritgerdina mina (undir 40 er fall)! Sjaldan notid thess eins mikid ad vakna.

Memento Mori frumsynt i Hjaleigunni (husnaedi Leikfelags Kopavogs) i kvold. Vona svo innilega ad thad verdi syning sunnudaginn 5. des (spread the word, hint-hint, wink-wink) svo eg geti sed thetta nyjasta storvirki islenskrar leikhusmenningar! Svo hvet eg audvitad alla sem ekki hafa aetlad ser a thetta hingad til til thess ad drifa sig. Thid munud thakka mer fyrir!!!

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Testing

bara ad profa ad blogga i gegn um Hotmail. Fer til London a morgun ad hitta Nonnu og Jon Geir, gaman gaman! Mun einnig fa upplysingapakka um Soho Theatre i posti, sem mun vonandi redda thessari leikhusumfjollun minni. Tony James, kennarinn ur ATA, reddadi mer numeri hja manni sem vinnur hja ST... hehe, thad er gott ad thekkja kennara ur odrum kursum en theim sem madur er i :)

mánudagur, nóvember 22, 2004

Random Quote

I'm not a methodist actor... I don't do any of that stuff. Don't have to go live in a hut in a tundra to play an accountant.
Tim Roth í viðtali á Reservoir Dogs - Special Edition DVD.

Búinn með þessa blessuðu ritgerð mína. Nú þarf ég að velja leikhús í London og fræðast um það. Skrifa niður ALLT: Hvenær það var byggt, hver byggði það, hvernig það er fjármagnað, hvernig leikritin sem eru sýnd þar eru valin, hvort einhver námskeið séu haldin á vegum hússins, hvort einhver hafi nokkurn tímann migið utan í það og ef svo...hversu mikið í millilítrum.

Fór á heilar þrjár leiksýningar í síðustu viku. Fyrst var sýning sem við vorum skylduð til að sjá. The Smallest Person í flutningi Trestle leikhópsins. Skemmtileg blanda af "hefðbundnum" leik, grímum og brúðum. Nenni ekki að segja frá plottinu þar sem það var dáldið flókið og rosa boðskapur í þessu og svona... eníveis, skemmtileg sýning. Á fimmtudaginn fékk ég frímiða á "Press Night" sýningu á Rómeó og Júlíu. Varð fyrir vonbrigðum með að sjá verkið komið á hefðbundið svið í staðinn fyrir rampinn skemmtilega. Fannst líka mannabreytingarnar koma niður á sýningunni. Saknaði Ingvars E. og Ólafs Egils, fannst þar að auki leiðinlegt að sjá Erlend Eiríks tekinn úr hlutverki París til þess að leika Herra Kapúlett. Gaurinn sem kom í staðinn fyrir hann, Þór Kristinsson, var ekki nærri því eins skemmtilegur. Svo virtist eins og tungumálið væri eitthvað að hægja á fólki, sem er skrítið þar sem þau eru nú búin að gera þetta áður... kannski bara seig sýning... engu að síður mikil skemmtun og gaman að sjá hvernig þau yfirfæra þetta allt saman.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

...of course I am!

Take the quiz:
 • Which American City Are You?


 • New York
  You're competative, you like to take it straight to the fight. You gotta have it all or die trying.

  þriðjudagur, nóvember 16, 2004

  Væl, pælingar, viðvaranir og auglýsing!

  Jæja, þriðjudagur í dag... 6 dagar þangað til að ég þarf að skila inn ritgerðinni minni um Ghosts eftir Ibsen og ég veit ekkert hvað ég á að skrifa. Ég hef svo sem ýmislegt að segja um leikritið, en ég held að það hafi ekkert með þau fræðilegu sjónarmið sem við eigum að skrifa frá að gera. Það væri týpískt ef ég myndi falla úr skólanum vegna þess að ég gerði það sem mig langaði til. Þar með væri ein af lykillífsreglum mínum ekki bara farin til fjandans, heldur búin að eyðileggja allt fyrir mér!!! Reglan er sú að ef maður heldur sig alltaf við það sem er öruggt eða auðvelt þá mun maður ekki komast neitt áfram. En, 6 dagar eru 6 dagar, og það er meira en nóg til að skrifa 2500 orð. En, eins og áður sagði, þá verð ég að vita hvaða orð ég ætla að setja niður á blað... eina sem ég veit er að ég ætla ekki að klúðra þessu!

  "I figured: since I've come this far, I might as well keep on going"
  Forrest Gump

  Heyrðu já! Ég fór á tónleika á föstudaginn! Þvílík öskrandi andskotans snilld!!! Nick Cave er
  snillingur. Maðurinn stoppar varla meðan tónlistin er í gangi, hann gæti sungið um asparssúpu
  og látið það hljóma eins og eitthvað merkilegt. Maður getur ekki annað en tekið þennan mann
  alvarlega. Hreyfingarnar hans á sviði eru algjörlega spasstískar en það sýnir bara að maðurinn þorir að tapa sér algjörlega í tónlistinni. Celine Dion getur barið sér endalaust á brjóst og Britney æft danssporin sín þangað til kýrnar koma heim, þær ná ekki að sannfæra neinn heilvita mann um að þær meini þar sem þær syngja um. Reyndi að taka sómasamlegar myndir, en ljósmagnið var aldrei nægt til að ná neinu almennilegu, en hér er allavega höllin utan frá, svo skástu myndir nr. 1 og 2.

  Kíkti til frænda minna - Chris og Andrew, sonar hans - í Woking á laugardaginn. Dagurinn fór í
  afslöppun, spjall, pool og Counter Strike!!! Svo bauð Chris okkur peyjunum út að borða áður en
  ég hélt aftur til Sidcup.

  Fór að spá í einu alveg út í bláinn í gær. Í fyrsta söngtímanum hjá ATA kenndi kennarinn okkur lítinn lagstúf og lét síðan nokkra úr hópnum syngja með sínum hreim, t.d. skoskum, suður-londonskum (er það orð?), velskum o.s.frv, svo sagði hann við mig að ég hlyti tala íslensku með öðrum hreim en fólk af öðrum landshlutum. Ég sagði honum að það væru aðallega norðanmenn sem skæru sig úr en annars töluðu allir íslendingar nokkurn veginn eins. Hann sagðist ekki trúa því svo glatt og sagði að ég þyrfti að hlusta eftir þessum litlu núönsum í máli fólks. Ég man nú eftir að hafa lært að fólk frá einhverjum landshluta væri flámælt, og svo var þetta "hahnga, lahnga, gahnga"-dæmi hans Jóns Baldvins, sem kemur að vestan, ekki satt? En ég hef bara aldrei heyrt neinn tala eins og hann Nonni talar, og ég hef aldrei hitt mann sem hefur einhvern öðruvísi talanda en aðrir sem ég þekki. Vissulega hefur fólk sinn eigin talanda og fjölskyldur tjá sig á mismunandi máta, en það er varla hægt að tala um staðbundinn hreim á Íslandi lengur fyrir utan Norðlenskuna... er það nokkuð? Endilega leiðréttið mig ef ég er algjörlega úti að aka.

  VARÚÐ!!! Nasisminn er í fullu fjöri og farinn að láta til sín taka meðal fólks, aðallega með skilaboðum fyrir undirmeðvitundina (subliminal messages/advertising). Hvar hafa þessir arísku mikilmennskubrjálæðingar skotið rótum? Í skoskri haframjölsverksmiðju!!! En þökk sé árvekni Öysteins, meðleigjanda míns, þá getum við varað ykkur, lesendur góðir, við þessu!

  Leiklistarfólk athugið!
  Á að fara út á lífið um helgina?
  Viljið þið vera menningarleg en samt sýna hörku í drykkjunni?
  Alvöru leiklistarfólk drekkur Chekov Vodka!!!

  föstudagur, nóvember 12, 2004

  Random Quotes

  Ókei, ég veit að ég sagði að Aristótóles væri leiðinlegur, en ég sagði líka að það væri margt áhugavert í máli hans. Í On the art of poetry er Ari kallinn að lýsa því hvernig gott leikrit er skrifað og uppbyggt.
  Þar eru settar fram reglur eins og sú að leikrit verði að hafa upphaf, miðju og endi, persónur eiga allar að vera beisiklí góðar (bara misbreiskar) o.s.frv. Einn punktur fanns mér þó sérstaklega skemmtilegur og hann er einn af þessum hlutum sem maður hefur þannig séð alltaf vitað, en aldrei sagt. Svo hljómar þessi setning bara svo asskoti vel...

  A likely impossibility is always preferable to an unconvincing possibility.

  Svalur, hann Ari!

  4 tímar í Cave... heyrirðu það, Skotta?

  fimmtudagur, nóvember 11, 2004

  Jibby skibby!

  Mognud helgi framundan!

  A morgun fer eg til London med vinkonu minni ur ATA3 (sem sagt, thridja ars nemi, svo madur tyggi thetta algerlega ofan i folk), maeti i Carling Academy i Brixton hverfi, fae mer saeti, halla mer aftur og hylli meistara Nick Cave og slaemu saedin hans!!! Mikil tilhlakkelsi i gangi thar sem eg flaskadi a ad sja hann thegar hann kom til Islands. A laugardaginn fer eg svo med lest til Woking til ad heimsaekja fraendur mina, tha Chris og Andrew og ef their eru ekki bunir ad plana daginn algjorlega a enda fyrir mig mun eg rjuka aftur til Sidcup til ad maeta i enn annad partyid, ad thessu sinni med ETA folkinu.
  Er i dalitlum vandraedum med thessa blessudu Ibsen ritgerd mina. Thetta endar vaentanlega med thvi ad eg pudra einhverju bulli nidur a blad an thess ad vita hvad eg er ad segja. Mun ekki kippa mer mikid upp vid ad fa lelega einkunn (svo lengi sem thad er ekki fall) thar sem eg var ekki i timunum thar sem fjallad var um ritstil Ibsens, en thad er alltaf skemmtilegra ad standa sig vel. Nadi i eitt af ritum Aristotelesar, On the art of Poetry og er ad lesa hana til ad reyna ad skilja "salfraedilegt raunsaeji" (psychological realism, sem er stillinn sem Ibsen er kenndur ut fra) betur. Frekar ahugavert ad lesa eitthvad sem var skrifad fyrir rumum 2000 arum og er enn tha i godu gildi, en malfarid er hrikalega leidinlegt og eg er sifellt dottandi yfir thessu. En hey, enginn sagdi ad thetta yrdi eintom skemmtun og gledi, thannig ad eg harka thetta bara af mer og einbeiti mer ad thvi sem eg nyt mest i naminu.
  Gaman ad sja nytt folk stimpla sig inn i gestabokina: Palli Thorbjorns, einn medlimur vinahopsins ur FIV sem madur a oteljandi godar minningar fra, er farinn ad vinna vid fiskeldi i Grindavik. Kallinn bara ordinn laerdur fiskeldisfraedingur! Reyndar skil eg ekki hvad er svona flokid vid ad fodra fiska, en hey, hvad veit eg? : D
  Sendi her med eitt risastort knus til hans og ykkar allra sem fylgist med! Otrulega gott ad vita af ykkur tharna hinum megin.
  Kvedja,
  Astthor Vaemni

  miðvikudagur, nóvember 10, 2004

  Litill Heimur

  Fengum gestafyrirlesara i gaer. Leikari/leikstjori sem heitir Steve Harper. Svo skemmtilega vildi til ad hann hafdi mjog nylega unnid ad syningu a Islandi sem heitir CommonNonsense. Thegar eg spjalladi vid hann i matarhleinu minntist hann a Agustu Skula. Hann er vist vinur hennar og Neil's og var hluti af Iceland Takeaway Theatre. Svo var hann vist med workshop a sem einhverjir Grimmsarar toku thatt i... kannast einhver vid thetta? Eniveis, tha var dagurinn einkar skemmtilegur og mjog gott ad komast aftur i tima eftir thessa leidinlegu lestrarviku!
  November lytur ut fyrir ad aetla ad verda mjog godur manudur. Nu tharf eg bara ad passa peninginn svo eg hafi efni a ad njota hans til fullnustu.

  þriðjudagur, nóvember 09, 2004

  Random shit!

  Ég er viss um að það sé reymt í skóginum við blokkina mína!


  Ah, aðal kosturinn við svona leiklistarnám er að maður öðlast svo fágaðan húmor...

  Heimsókn

  Átti asskoti gott laugardagskvöld með Finnboga og vinum hans. Hitti þau á Shakespeare's Head (verð nú að muna að kynnast e-m öðrum pöbbum) og fékk svo þá snilldarhugmynd að eyða peningum sem ég á ekki í að sýna þeim The Roxy, klúbb sem ATA fólkið fer oft á. Það byrjaði nú ekki vel þar sem ég var búinn að gleyma nákvæmri staðsetningu hans (lúði) en eftir fáein símtöl og leiðbeiningar í rétta átt komumst við á áfangastað. Djömmuðum þar fram að lokun og þá var ekki um annað að ræða en að taka næturvagn heim til Sidcup. Var ekki heppnari en svo að ég náði í síðasta vagninn, en síðasta stoppið hans er í Eltham. Nú spyrja sumir sig væntanlega "Hvar er Eltham?". Ég get ekki svarað því nákvæmlega, en ég veit allavega að það tekur 1 1/2 tíma að labba þaðan heim í íbúðina mína... (var ég búinn að segja að ég er lúði?)

  fimmtudagur, nóvember 04, 2004

  Heilasnakk

  Eins og thad er nu gaman ad thykjast vera intellectual tha er ekki annad haegt en hafa gaman af svona snilld

  The Results Are In!

  frizbee er a morkum thess ad vera lesblindur.

  I byrjun annarinnar kom madur ad nafni Simon Hopper inn i tima til okkar og kynnti sig sem studningskennara fyrir lesblinda nemendur. Eg taldi mig hafa litid erindi til hans thar sem eg hef aldrei att i vandraedum med ad "lesa". En lesblinda er miklu vidara hugtak en eg helt i fyrstu og morg einkennin sem Simon lysti attu vid mig: eg a erfitt med ad halda athygli yfir texta, eg threytist mjog audveldlega yfir lestri, eg les kannski 5 sidur og hef ekki hugmynd um hvad var a theim o.s.frv.
  Dreif mig thvi til fundar vid Simon i dag og tok sma prof hja honum. Utkoman var su ad eg er thad sem Simon kallar "honorary dyslexic". Ef madur setti upp skala thar sem +10 er thad ad vera alls ekkert lesblindur og -10 er rosalega lesblindur, tha er eg svona -2 eda eitthvad svoleidis.
  Allavega lettir mer med thad ad eg mun fa aefingar hja honum sem audvelda mer ad halda fokus yfir bokum og hjalpa mer ad skipuleggja ritgerdasmidi.

  Drepid mig nu ekki endanlega!!!!

  Jolin eru a "naesta leiti" ekki nema rumar 7 vikur i thau!

  Eg er svo sem buinn ad saetta mig vid tha stadreynd ad fyrirtaeki byrja eins snemma og mogulegt er ad graeda a hatid frelsara vobaaaahahahahaha... gat ekki klarad setninguna, sorry!
  O.k. allavega hef eg saett mig vid ad jolafarganid faerist alltaf framar og framar a dagatalinu, en hvers a madur ad gjalda thegar madur labbar inn i matvoruverslun i byrjun november (einhverra hluta vegna stod "juni" herna fyrst...) og heyrir "Walking in a Winter Wonderland"... I FLUTNINGI MACY GRAY!!!!

  frizbee gerir ser fullkomlega grein fyrir thvi ad fyrst thegar Macy Gray kom a sjonarsvidid tha fannst honum hun rosalega kul og med flotta rodd og allt thad, en hann hefur skipt um skodun. Reyndar virkar roddin enn tha i sumum tilvikum, en EKKI i flutningi jolalaga!!!

  Huggun harmi gegn

  Eg lofadi mer ad skrifa ekki neitt um forsetakosningarnar thar sem eg hefdi i rauninni engu vid ad baeta. Eg stend vid thad loford en vil bara segja ad allt i einu lidur mer mikid betur yfir thvi ad eyda ekki naesta skolaari i Texas...

  miðvikudagur, nóvember 03, 2004

  Bloggleti

  Alltaf gaman þegar nýir bloggarar koma á vettvang og ætla að skemmta okkur og sjálfum sér með pælingum sínum, en gefast svo bara upp. Maður sér kannski eina, tvær færslur og síðan ekki söguna meir! Hér með munu eftirfarandi bloggarar verða teknir út af linkalista frizbee's með skít og skömm fyrir óheyrilega bloggleti: Viggó, sem afrekaði heilar 4 færslur áður en hann missti áhugann, og Hjalti, sem virðist hafa gefið honum Hring tölvuna sína hérna fyrir MÁNUÐI síðan.
  Að lokum fær Hardthink gult spjald þar sem hann hefur ekki komið upp nýju bloggi síðan að síðasta síða fór forgörðum af einhverjum ástæðum... synd og skömm þar sem sumir eru skemmtilegri lesning en aðrir.

  Væl

  Bresk börn væla meira en íslensk börn. Þau hegða sér ekkert verr en þau íslensku, þvert á móti held ég að það sé erfitt að finna meiri skæruliða en íslensk börn. En þegar bresk börn langar í eitthvað og foreldrarnir vilja ekki láta unda frekjunni í þeim kemur alltaf sama vælið, eihvern veginn svona: "but Muuuuummm, I really, really want oooooone". Það er skiljanlega erfitt að sjá fyrir sér hversu mikill pirringurinn er nema að hljóðinu sé lýst nákvæmlega:
  Ákallið í mömmuna byrjar efst á tónstiganum, en svo stekkur röddin niður um eins og fimmund og rennur síðan aðeins upp til þess að tryggja hámarks pirring. "I really, really" rennur stöðugt niður tónstigann, nema í fyrra atkvæði "really". Til þess að vita nákvæmlega hvernig þetta hljómar þarft þú, lesandi góður, að fá aðstoð. Aðstoðin þarf að koma frá manni... eða konu, sem er að minnsta kosti svipuð þér að líkamsburðum. Aðstoðarmaðurinn kemur sér fyrir fyrir aftan þig og tekur utan um þig með báðum handleggjum, þú reynir síðan að segja
  "I really really" með lækkandi tóni (ekki fara of djúpt samt, þessi þrjú orð ferðast ekki niður nema
  um eins og eina litla þríund) nema hvað að í hvort skipti sem þú segir fyrra atkvæði "really" á
  aðstoðarmaðurinn að gefa þér létt og snöggt kreyst og sleppa jafnóðum. Þetta gerir það að verkum að röddin "hoppar" upp örsnöggt en kemur strax aftur niður á sama stað, einkar pirrandi hljóð. Að lokum koma orðin "want one". "Want" er heilli áttund hærra en seinna atkvæðið á seinna "really" en svo lækkar viðkomandi sig niður tvíund fyrir "one" og dregur orðið á langinn og "slædar" niður tónstigann auk þess sem örlitlu vibrato er bætt við, en ekki fallegu vibrato, heldur barna-vibrato: standið upp, passið að vera ekki algjörlega upprétt þar sem líkamsstaða þessarra krakka er heldur aumingjaleg á þessum augnablikum, beygið hnén örlítið og segjið svo "ooooooooone" meðan þið "hossið" á hnjánum.
  Ég vona að þessi lýsing sé nógu nákvæm fyrir ykkur og ég vona að þið takið undir með
  mér þegar ég segi að ég held að ég gæti frekar setið undir verstu frekjuöskrum heldur en þessu
  væli.

  Góðar stundir

  Halfvitar!!!

  Varrius bendir okkur a blogg thar sem islensku fridargaeslulidarnir fa thad sem their eiga skilid.

  þriðjudagur, nóvember 02, 2004

  Skolanetid

  Eins og i ollum nutimaskolum erum vid med e-mail sem haegt er ad senda alls konar tilkinningar og fyrirspurnir i gegn um, en af og til faer madur e-d svona... sem er bara gaman : )

  I was in this situation once. It’s not fun.

  I had to use this public restroom and I was barely sitting down when I heard a voice from the other cubicle saying: "Hi, how are you?"
  Now, I'm not the type to start a conversation in the men's restroom
  but I don't know what got into me, so I answered, somewhat embarrassed,
  "Doin' just fine!"
  And the other guy says: "So what are you up to?"
  What kind of question is that? At that point, I'm thinking this
  is too bizarre so I say: "Uhhh, I'm like you, just travelling!"
  At this point I am just trying to get out as fast as I can when I
  hear another question. "Can I come over?" Ok, this question is just too weird for me but I figured I could just be polite and end the conversation. I tell him, "No........I'm a little busy right now!!!"
  Then I hear the guy say nervously..."Listen, I'll have to call you back. There's an idiot in the other cubicle who keeps answering all my questions!!!"

  Taka 2

  Linkurinn i Halloween-faerslunni kominn i lag! Nu kann eg loksins almennilega a thetta. Enjoy!

  mánudagur, nóvember 01, 2004

  It's astounding!

  Eins og allir sem eitt hafa meira en halftima med mer um aevina vita, tha sletti eg tho nokkud a ensku, oftast eru thad blotsyrdi (fokk, fokkit, demit o.s.frv.), stundum tilvitnanir i kvikmyndir eda framhaldsthaetti og svo bara hin ymsu ord og hugtok (eins og "axjulli" - takk fyrir ad smita mig af thvi, Stebbi minn). En eg hef tekid eftir einu undanfarid: I hvert skipti sem eg verd eitthvad pirradur segji eg oftast "damn it", hvort sem thad er upphatt eda i hljodi, en thokk se Rocky Horror tha fylgja ordin "...Janet, I love you" alltaf a eftir (en aldrei upphatt, sem betur fer), og eg kemst i gott skap aftur :-)

  All hail Richard O'brien!!!

  Góð helgi

  Kláraði vinnu mína með ATA á föstudaginn og er því algjörlega fluttur yfir í ETA. Tony og Steve, aðalkennararnir í ATA kvöddu mig með sitthvorum bjórnum á Metro og létu mig vita að mín yrði saknað. Ég veit allavega að ég mun sakna þeirra. En vistin á Metro varð ekki löng þetta kvöldið því ég þurfti að hoppa upp í lest og fara að sjá "Tropicana", alveg hreint magnaða leiksýningu sem fer fram í neðanjarðarkvelfingu í London. Verst að maður var ekki með myndavélina með sér til þess að eiga myndir af þessu geðveika rými. Sýningin sjálf var mjög súr en manni leiddist aldrei. Auk þess sem maður heyrði og sá það sem fór fram, þá var lyktin þarna niðri mjög spes, og tónlistin og hljóðeffektarnir fengu veggina til þess að nötra. Í rauninni vantaði bara að leikararnir dreifðu nammi til áhorfendanna og þá hefði sýningin örvað öll fimm skilningarvitin.
  Eftir sýninguna fór ég til Sidcup og mætti í afmælisveislu hjá Iara, spænskri stelpu sem býr fyrir ofan mig og er á öðru ári í ETA. Þar var djammað pínu pons en svefninn kallaði þar sem mikið átti eftir að ganga á daginn eftir...
  Tók dágóðan tíma í að hafa mig til fyrir Hrekkjavökupartíið, tókst það að lokum, mætti
  í stutta stund niður á Metro og flutti mig svo heim til 3. árs ATA fólksins sem hélt partýið sem var allt hið skemmtilegasta. En mynd segir meira en þúsund orð, þannig að hér fáið þið u.þ.b. 20.000 orð. Smellið bara á linkinn og ýtið svo á "next" til að skoða þetta allt saman.
  Ég er farinn að skrifa um Ibsen...