föstudagur, október 29, 2004

Markaðssetning

Fólk fer oft óvenjulegar leiðir til þess að vekja athygli á því sem það hefur upp á að bjóða, hvort sem það er viljandi eða ekki. Maður getur ekki annað en dáðst að þessu fólki.

Hvert fara alvöru rokkarar þegar þeir vilja kaupa blóm handa sinni heittelsk... ööö... kellingunni
sinni? Nú auðvitað í...

Trúarleiðtogar eru greinilega farnir að taka meira mark á kvikmyndum. Af hverju ætti þetta skilti annars að hafa orðið til? (lesist með spennumyndatreilerröddinni (26 stafir) hans Pablo Francisco)

Ad lokum vil eg oska honum pabba gamla til hamingju med afmaelid. Thar sem eg vil helst fa ad koma aftur heim mun aldur hans ekki vera gefinn upp her.

miðvikudagur, október 27, 2004

"There's no place like home"

frizbee er að deyja úr forvitni yfir því hvernig gengur að koma Memento Mori á fjalirnar... hvað er að frétta af því snilldarverkefni? Einnig vill frizbee panta það að sýningar haldi áfram fram yfir 3. des. n.k... bara svona upp á grín.

Allir þurfa góða granna. Minn granni passar gluggann minn. Enginn vill fylla híbýli sín með pöddum, en þetta er nú alveg óþarfi. Ég opna ekki þennan glugga lengur...

2 dagar í Halloween partý... áhugaverðum myndum lofað.

þriðjudagur, október 26, 2004

Arangur

frizbee hefdi kannski att ad hafa adeins meiri ahyggjur af gagnryninni sem hann atti ad skrifa her fyrir nokkru... fekk naest haestu einkuninna og atti vist best skrifudu gagnrynina i ATA!!(feiladi a heimildaskranni og svoleidis doti, sem dro einkunnina nidur)

svo er madur alltaf ad gleyma ad henda link a Hoffman herna inn. Thad leidrettist her med.
Svo verdur folk ad kikja a Hjalma med honum Kidda vini minum innanbords. Ljufari tonar eru vandfundnir!

Kvonfang...

Eg hef adur sagt ad thad se fatt svalara en fallegur kvenmadur sem spilar a bassa. I dag sa eg dalitid fallegra: fallegan kvenmann med banjo!!! Eg aetla ad skipta yfir a acting musician kursinn (sem hun er a), bidja um hond hennar og vid munum spila Duelling Banjos saman ad eylifu i eintomri hamingju! ... eda ekki.

Fyrstu tveir dagarnir a ETA eru bunir ad vera draumur i dos! Miklu meiri skopun og hlatur i gangi i thessum bekk og bara ahugaverdara folk. Ekki thad ad ATA krakkarnir seu eitthvad leidinlegir, thau eru bara svo mikid "eins" eitthvad.

En jaeja, nu tharf frizbee ad bretta upp ermarnar og gera eftirfarandi a mettima: Lesa Drauga eftir Ibsen (uff), lesa um Philippe Gaulier (jey!), kynna ser Kneehigh Theatre kompaniid (kul), na ser i thrjar baekur sem eru "required reading" og svo er koraefing kl. 18:30 sem frizbee er ad spa i ad kikja a :)

mánudagur, október 25, 2004

Klassik!

Alltaf gaman þegar maður drullast til þess að auka við þekkingu sína á gömlum kvikmyndum.
Horfði á Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb í gærkvöldi og hafði gaman af. Mæli hér með með því að fólk fari og kynni sér hana. Hafði einhvern tímann lesið tilvitnun úr myndinni sem var algjör snilld og finnst því rétt að deila henni með ykkur:

You can't fight in here, this is the war room!
Peter Sellers í hlutverki forsetans (hann lék 3 hlutverk)

ETA er miklu fjölbreyttara nám, það býður upp á leikstjórn eins og ATA en ég held að
leikritunin sé ekki til staðar. Hins vegar er mjög mikið um spunavinnu í því, en mér sýndist sem
spuni væri hreinlega óþekkt hugtak í ATA. Einnig verð ég mjög feginn að sleppa við alla þessa
söngleiki sem munu fylgja ATA, langar ekkert sérstaklega að gaula "Oklahoma" daginn út og inn

Fór í leikhús síðustu helgi. Fór að sjá BEAUtY, verk eftir íslenska konu, Eyrúnu Ósk Jónsdóttur, í fluttningi Zecora Ura leikhópsins. Þetta verk var víst sýnt á síðustu Menningarnótt og auglýsingin var alsett lofsamlegum dómum frá Mogganum og aðstandendum Menningarnætur. Kom frekar vonsvikinn út úr Oval leikhúsinu. Sumt í sýningunni var alveg rosalega flott og leikararnir stóðu sig mjög vel, að mínu mati. En á köflum varð þetta óttalegt listrúnk eitthvað og ég held að það sé hægt að stíla það á handritið og leikstjórnina.

föstudagur, október 22, 2004

frizbee er latinn...

hann sprakk ur monti.

Fekk "Bad Seeds" fyrsta disk Hoffman i posti i morgun og er buinn ad vera hreint otholandi vid skolasystkini min: "look what I got in the post this morning... I can get you a copy if you want to check it out... you wouldn't happen to have a friend who works at a radio station...?"
Svo eru strakarnir ad fara ad spila a Iceland Airwaves i kvold... af hverju er enginn buinn ad throa svona teleporter???

I odrum frettum er thetta helst: akvordunin hefur verid tekin og skrefid tekid, fra og med manudeginum er frizbee a European Theatre Arts og mun laera um alls konar skemmtilegt dot allt fra griskum harmleikjum til commedia d'ell arte til devised theatre og eg veit ekki hvad og hvad... verst ad eg missti af trudavinnunni sem var i thessarri viku...

En jaeja, eg aetla ad skella mer a Metro barinn og reyna ad smala i minnstu utgafuteiti ever!!!

þriðjudagur, október 19, 2004

Simple minds, simple pleasures

Sidcup er að mörgu leiti ekki eins eftirsóknarverður staður og Reykjavík. Hér er ekki eins skemmtilegt
og fjölbreytt næturlíf, hér er engin keiluhöll og, eins og ég hef minnst á áður, hér er enginn staður með þráðlaust internet.
En eitt hefur Sidcup sem Reykjavík hefur ekki: Íkorna! Íkornar eru skemmtilegir. Íkornar eru sætir. Í hvert skipti sem ég labba í skólann verða íkornar á vegi mínum og það styttir gönguna töluvert að fylgjast með þeim meðan maður labbar fram hjá. Íkorna Til Íslands, segi ég!!!

They alway eat with two hands, don't they? Then they suddenly look up, as if they're going "Did I leave the kettle on? ... No, I'm a fucking squirrel"
Eddie Izzard, Dress to Kill

Hef undanfarið óskað þess að ég væri í European Theatre Arts í staðinn fyrir American
Theatre arts. Þó ég njóti kúrsins sem ég er í, þá heyrist mér að ETA sé meira eitthvað fyrir mig.
Svo er líka áhugaverðara lið í ETA. Amerískt leikhús er of natúralískt, sýnist mér. Mér skilst að það sé lítið um spunaæfingar í náminu mínu, og svo hafa amerísku stelpurnar (sem koma frá skólanum sem ég verð í, og eru settar inn í annað árið á ETA) verið að segja mér frá þessum "asnalegu æfingum" sem þær þurfa að gera, en þessar æfingar eru að miklu leiti þær sömu eða svipaðar þeim sem ég hef gert með leikfélögunum heima. Í gær komst ég að því að sá möguleiki er fyrir hendi að skipta yfir til ETA. Ég á eftir að ræða nánar við kennarana mína og þann sem er yfir ETA kúrsinum, en ég hlýt að þurfa að klára þetta ár í ATA og byrja svo aftur á fyrsta ári í ETA. Ef svo er, þá gleymi ég því bara, ég hef ekkert við 1,5 milljóna kr. skuld í viðbót að gera.
En ef ekki... þá er spurningin þessi: Á ég að fara yfir í ETA og halda mig við það sem ég þekki og skoða það nánar, eða halda áfram í ATA og kynnast amerískri leikhúshefð til hlítar og sjá hvort ég kynnist ekki einhverju sem vekur áhuga minn á því?

(GRENJ) Af hverju er lífið svona flókið???

miðvikudagur, október 13, 2004

Hoffman Plakat!

Hoffman fengu thyskan ljosmyndara til ad taka myndir fyrir plakatid sitt, og Magni var svo godur ad senda mer utkomuna. Eg deili henni her med, fullur stolts, med ykkur.

þriðjudagur, október 12, 2004

Myndatest

If you can't see this, that means I've gone and shot myself...

Sagan...

Skrýtið hvað sagan hefur verið bjöguð í gegn um tíðina. Maður vissi svo sem að hetjuímyndin sem dregin hefur verið upp af Columbus, Washington og Lincoln væri ekki alveg sannleikanum samkvæm, en fyrr má nú aldeilis vera! Helst brá mér við þegar kennarinn byrjaði að tala um mannréttindabrot Bandaríkjamanna í Guantanamo. Við vorum öll sammála um að þetta væri hræðilegt og óverjandi o.s.frv., Bush og félagar væru siðlausar skepnur og blablabla, en Lincoln gerði þetta líka... þ.e.a.s. hann lét fangelsa fólk sem hann taldi vera hættulegt (s.s. sunnanmenn sem voru ekki alveg sáttir við útkomu borgarastríðsins) án dóms og laga. “Honest Abe” indeed...
Fleiri hlutir hafa komið upp... Ég gæti haldið áfram endalaust en ég vil nú ekki drepa ykkur úr leiðindum þannig að ég læt þetta nægja.

frizbee hefur verið boðið í sitt fyrsta Hrekkjavökupartý. Þemað er kvikmyndapersónur.
frizbee datt fyrst í hug að bregða sér í hlutverk Edwards Norton úr American History X, en hætti
samstundis við það. Hugmyndir að perónum eru vel þegnar, en það skal tekið fram að Captain
Jack Sparrow úr Pirates of the Carribean hefur verið frátekinn : )

mánudagur, október 11, 2004

Stór helgi

Á föstudaginn fengum við að vita hverjir leika hjá hverjum í leikstjórnarverkefnunum okkar, og ég get ekki annað en verið bara mjög sáttur. Hins vegar fékk ég sjokk þegar Tony sagði okkur að við fáum bara 2 vikur til að gera þetta. Ég hélt að við ættum að sýna í enda nóvember... : s

Eftir tvo bjóra á The Metro (lókal pöbb Rose Bruford fólksins) hoppaði ég upp í lest til þess að hitta Ernu Björk, Védísi og fleiri og kíkja á djammið aðeins. Erna greyið hafði lent í því fyrr um daginn að töskunni hennar var stolið með gemsanum hennar, veskinu, make-up dótinu og fleiru... og það á afmælisdaginn hennar! En það var ekki látið þetta skemma kvöldið heldur haldið rakleiðis á klúbb sem ég man ekki nafnið á, og hef ég heldur ekkert sérstakan áhuga á því. Hip hop/R'n'B klúbbur þar sem tónlistin var ekkert spes, verðið klikkun og enginn kranabjór. Svo virðist sem starfsfólk skemmtistaða sem rúma fleiri en 200 manns megi ekkert vera að því að dæla bjór... maður er bara látinn fá rándýran flöskubjór. Forðast svona staði í framtíðinni. Engu að síður var djammað fram til 5 um nóttina og þreyttur en ánægður hópur lagðist til hvílu í íbúð Védísar, Díönu og Evu.
Daginn eftir var farið niður á Oxford Street og litist aðeins um en ég, Erna og Díana fórum og settumst inn á kaffihús og slöppuðum bara af. Svo færðum við okkur á pöbb sem heitir "Shakespeare's Head" (gat verið ; D ) til þess að hitta Skottu og vinkonu hennar og þar var setið og spjallað yfir bjór og fínni tónlist þangað til að Erna og Díana þurftu að drífa sig, en ég og Skotta vorum ekkert að flýta okkur og létum hálfpartinn ýta okkur út um 11-leitið. Svo var gærdagurinn bara tekinn í lærdóm og afslappelsi, þær gerast varla betri, helgarnar.

Er að verða geðveikur á þessum ljósmyndasíðum á netinu, get aldrei póstað myndir sem aðrir geta skoðað (eins og þið hafið kannski tekið eftir). Getur einhver bent mér á þægilega síðu þar sem aðrið hafa bara opinn aðgang?

Svo er það orðið bókað: frizbee er að fara að sjá Nick Cave and The Bad Seeds þann 12. nóv. n.k!!! Væri líka alveg til í að fara á Tom Waits, en þar sem hann hefur ekki haldið tónleika hér í síðan 1987 seldust miðarnir upp á 30 mínútum, og einu miðarnir sem ég fann voru á 350 - 450 pund!!!

Ég vil aukatónleika!!!!

þriðjudagur, október 05, 2004

Þá er komið að því...

frizbee er orðinn alíslenskur aftur!

Tók það skemmtilega verkefni að mér að kynna Rocky Horror Picture Show fyrir nokkuð fjölþjóðlegum hópi síðasta laugardag. Ég, Robert og Öystein (Noregur), Cristina (Grikkland), Susanna (Holland) og Marjorie (USA) horfðum á RH á DVD saman og var ég sá eini sem hafði séð hana. Viðbrögðin voru heldur dræm og Öystein var sá eini sem sá snilldina í þessu tímamótaverki (HNUSS)! Hinum fannst þetta "bara fínt"... fávísu flón!

Hef nýlokið fundi með aðal kennaranum mínum, Tony James, og hann hefur fullvissað mig um að ég sé á réttri leið í náminu, skál fyrir því!!! Fékk fyrstu einkunnina mína fyrir helgi: 62 af 100 mögulegum. Varð fyrir dálitlum vonbrigðum þar sem meðaleinkunnin mín í framhaldsskóla var 7,5, en þegar ég sá hvað aðrir voru að fá (55 - 68) leið mér strax miklu betur. Þar að auki mun þessi einkunn ekki fara inn í heildareinkunnina fyrir veturinn heldur er henni ætlað að sýna manni hvar maður stendur og benda á hvað má betur fara.

Ekkert varð úr Sweeney Todd ferðinni í gær en ég vona að ég komist fljótlega þar sem ég hef
heyrt skemmtilega hluti um sýninguna.

Svo er bara tilhlökkun til helgarinnar því þá kemur uppáhaldið mitt hún Erna Björk í heimsókn til stórborgarinnar og munum við fagna afmælinu hennar með Védísi, Díönu vinkonu hennar og
fleirum.

Nú verð ég að reyna að hripa niður síðustu 600 orðin í 1500 orða gagnrýni minni um Buried Child eftir Sam Shepard fyrir morgundaginn... (wish me luck)

mánudagur, október 04, 2004

Hmmm....

Dreymdi frekar freaky draum i nott:

Dreymdi ad eg vaeri ad fylgjast med Olafi Ragnari flytja e-s konar raedu i sjonvarpinu. Hvert efni raedunnar var man eg ekki, en hann var ad verjast e-s konar arasum (af svipudu tagi og komu upp i fjolmidlamalinu). Thad skritna var ad hann var greinilega ekki i jafnvaegi, svitnadi, stamadi og var mjog flottalegur til augnanna. Svo gerdist thad, hann vard algjorlega kjaftstopp, og draumurinn vard ad longu vandraedalegu augnabliki... svo tok hann upp byssu og skaut sig!

Eg veit ekki hvort er othaegilegra, efni draumsins sjalfs eda moguleg thyding hans: ad frizbee se i rauninni sjalfstaedismadur i skapnum!!! (spennutonlist: dundundun duunnnnnn)

Kvedjur

Gaman ad sja hvad baetist i gestabokina, langadi bara ad setja svor vid nokkrum faerslum:

Ja Ingi, eg er buinn ad sja Westminster Abbey... og segja "hands down, the best abbey I've ever seen" (eg er svo mikill nord)

Og Zindri, svo verdum vid ad spyrja sjalfa okkur thessarar spurningar: IF a woodchuck COULD chuck wood, and WOULD chuck wood, SHOULD a woodchuck chuck wood?

godar stundir

föstudagur, október 01, 2004

Har thall skurd haerri naelum!

Afhenti kennaranum minum mida med leikritinu sem eg vildi leikstyra asamt nofnum theirra sem eg vildi fa i thad. For sidan ad spa hvort eg gaeti mogulega sett thetta upp thar sem thad er mikid um "taeknibrellur" i thvi (slideshow, rum hverfur/birtist, skilti skjota upp kollinum o.s.frv.). Allt thetta hefdi verid vel geranlegt med skilrumum, drapperingum og dalitilli koreograferingu (eg og leikararnir thrir hefdum stadid i thvi ollu) en vid faum ekkert slikt upp i hendurnar. Vid verdum ad redda ollum propsum og sliku, thannig ad thetta var half vonlaust. Sofnadi varla i nott thar sem sidasti skiladagur a valinu var i gaer, en Tony, kennarinn minn, var svo godur ad taka vid odru leikriti fra mer i morgun... hjukk.
Fyrir tha forvitnu tha heitir leikritid "Degas, c'est moi" og er um mann sem akvedur ad vera Edgar Degas (franskur malari) i einn dag og skodar umhverfi sitt med hans augum. Mjog fyndinn og skemmtilegur 20 minutna einthattungur. Thad eru svona uppgotvanir sem gera namid enn tha meira spennandi :)

Helgin framundan, og svo... Sweeney Todd a manudaginn!!! Hlakki hlakk!